Erlent

Trump væntanlegur til Ísraels og Palestínu

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Donald Trump Bandaríkjaforseti.
Donald Trump Bandaríkjaforseti. vísir/getty
Donald Trump Bandaríkjaforseti er væntanlegur til Ísrael og Palestínu á sínu fyrsta ferðalagi út fyrir landsteinana frá því hann tók við embætti. Hann flýgur þangað frá Sádí-Arabíu þar sem hann fundaði með leiðtogum og fulltrúum múslimaríkja í þeim tilgangi að berjast gegn hryðjuverkum.

Heimsókn Trump í Ísrael og Palestínu verður tveggja daga löng en þar mun hann ræða við leiðtoga landanna tveggja um friðarsamkomulag þeirra. Trump segir eftirsóknarvert að ná friðarsamkomulagi á milli aðilanna á svæðinu en hefur að öðru leyti lítið farið út í smáatriði hvað það varðar.

Forsteinn flýgur frá Ríad, höfuðborg Sádí-Arabíu, þar sem hann fundaði með leiðtogum og fulltrúum 55 múslimaríkja í gær. Sú heimsókn hans var sú fyrsta í forsetatíð hans. Efni fundarins var að sameina þjóðirnar í baráttunni gegn hryðjuverkum.

Athygli vakti að Trump var blíðmálli gagnvart íslamstrú og múslimum en oft áður. Hann hefur í gegnum tíðina verið sakaður um að vera óvæginn í garð þessara hópa og sem dæmi má nefna tilskipun hans þar sem ríkisborgurum sjö múslimaríkja var meinuð innganga í Bandaríkin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×