Stjarnan varð í gærkvöldi fyrsta liðið til að vinna sjóðheita nýliða KA en Garðbæingar höfðu betur, 2-1, í stórleik gærkvöldsins með sigurmarki í uppbótartíma.
Guðjón Baldvinsson kom Stjörnunni yfir á 22. mínútu áður en Ásgeir Sigurgeirsson jafnaði metin á 42. mínútu. Það var svo Eyjólfur Héðinsson sem tryggði Garðbæingum sigurinn með marki á sjöttu mínútu í uppbótartíma.
Stjarnan er ósigruð með tíu stig á toppnum í Pepsi-deildinni eftir fjórar umferðir og verður þar þegar umferðinni er lokið nema að Valur vinni fimma marka sigur á KR í stórleik umferðarinnar sem fram fer í kvöld.
Það ætti kannski að koma neinum á óvart að Stjarnan sé taplaus á þessum tímapunkti því frá því að Rúnar Páll Sigmundsson var ráðinn þjálfari liðsins fyrir tímabilið 2014 hefur liðið aldrei tapað leik í fyrstu fjórum umferðunum.
Íslandsmeistaraárið 2014 vann Stjarnan þrjá leiki og gerði eitt jafntefli í fyrstu fjórum og það sama gerðist 2016 og aftur í ár. Sumarið 2015 vann Stjarnan tvo leiki og gerði tvö jafntefli í fyrstu fjórum.
Frá því Rúnar Páll tók við liðinu hefur Stjarnan unnið ellefu af sextán leikjum sínum í fyrstu fjórum umferðum Pepsi-deildarinnar, gert fimm jafntefli og ekki tapað einum leik. Liðið er búið að safna 38 stigum af 48 mögulegum í þessum leikjum eða 79 prósent.
Stjarnan í fyrstu fjórum umferðunum undanfarin fjögur ár:
2014
3 sigrar, 1 jafntefli
2015
2 sigrar, 2 jafntefli
2016
3 sigrar, 1 jafntefli
2017
3 sigrar, 1 jafntefli
Samanlagt 2014-2017
11 sigrar, 5 jafntefli
38 stig í húsi af 48 mögulegum (79%)
Stjarnan aldrei tapað leik í fyrstu fjórum umferðunum með Rúnar í brúnni

Tengdar fréttir

Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Stjarnan - KA 2-1 | Þrumufleygur Eyjólfs í viðbótartíma tryggði sigurinn
Eyjólfur Héðinsson var hetja Stjörnumanna í 2-1 sigri á KA í toppslag Pepsi-deildar karla á Samsung-vellinum sem lauk rétt í þessu en Eyjólfur skoraði sigurmarkið á seinustu mínútu uppbótartímans.