Krosslafur Guðmundur Andri Thorsson skrifar 22. maí 2017 07:00 Góð myndin framan á Fréttablaðinu síðastliðinn fimmtudag: Ólafur Ólafsson situr gneypur en Vilhjálmur Bjarnason, fyrrum aðjúnkt og nú þingmaður, stendur og þrumar yfir honum. Atburðahönnuðir Ólafs hafa kannski ekki séð fyrir sér þessa mynd sem sýnir breytt valdahlutföll í samfélaginu frá Hruni. Hér fer ekki á milli mála hvor hefur undirtökin í samskiptunum. Og af sem áður var: Á sínum tíma stjórnuðu banksterar á borð við Ólaf landinu, fjármögnuðu stóru flokkana þrjá – og valda frambjóðendur sem stóðu en einkum sátu eins og auðmennirnir vildu. Og fáir hlustuðu á Vilhjálm Bjarnason þegar hann gagnrýndi sýndarviðskipti og aðra markaðsmisnotkun; einhver aðjúnkt?…Undarleg uppákoma Fundur stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar alþingis með Ólafi í síðustu viku var auðvitað stórfurðuleg uppákoma og einkennileg þjónusta við mann sem áður hafði sýnt rannsókn nefndarinnar á sölu Búnaðarbankans algjöra forakt. Nærtækast hefði verið að segja manninum að þessi strætó væri löngu farinn. Fundurinn var augljóslega sjónarspil inni í sápukúlunni sem Ólafur virðist svífa um í og blásin er jafnharðan af kappsömum starfsmönnum á góðu kaupi við það. En samt var fundurinn merkilegur fyrir þá sök að þar mætti gerandi í Hruninu í fyrsta sinn kjörnum fulltrúum almennings til að gera grein fyrir sínu máli; og fjölmiðlar fylgdust með. Samtal er alltaf gott og svona hefði líka mátt haga uppgjörinu við Hrunið eftir útkomu rannsóknarskýrslu alþingis – ekki til að niðurlægja menn heldur til að reyna að fá þá til að aflétta þessari endalausu leynd kringum allt sitt bauk og segja frá eignarhaldsfélögunum, krosstengslunum og aflöndunum sínum – horfast í augu við gerðir sínar og afleiðingar þeirra. Lögfræðin er of takmörkuð til að gera upp sakir í svo stórum málum. Eins og Landsdómsmálið sýndi áttu Hrunmál aldrei að vera aðeins í lögformlegum farvegi dómskerfisins, sem nær ekki utan um nema hluta þeirra – þau brot sem óyggjandi er hægt að hanka menn á; jafnvel aftur og aftur, sem Mannréttindadómstóll Evrópu er nú farinn að benda á að ekki gangi. Hrunmálin geyma siðferðileg álitamál, grundvallarmál sem varða lífsviðhorf og hreinlega rétt og rangt: eru fjármálaklækir á borð við Lundafléttuna siðferðislega verjandi? Eftir allt saman er vandséð að þetta sjónarspil hafi skilað Ólafi tilætluðum árangri. Umkvörtun hans – og lögmanns hans í Morgunblaðsgrein – að hann hafi ekki notið andmælaréttar vegna Lundaskýrslunnar er fráleit og hláleg frá manni sem þóttist yfir það hafinn að tala við skýrsluhöfunda. Sú staðhæfing hans að ekki hafi skipt máli við söluna á Búnaðarbankanum að þar væri „virtur erlendur banki“ að kaupa er einfaldlega röng eins og við munum sem fylgdumst með fréttum af þessum kaupum og skýrslan leiðir líka í ljós, svo að hafið er yfir vafa, að þýski bankinn, sem mér finnst alltaf að hafi heitið Hocheimer Daubhause, var eingöngu sýndareigandi.Is it true? Þessi málatilbúnaður er svo aumur að minnir á tilraunirnar til að búa til allt annan Óla úr sjálfum sér í öðrum málum. Í þessu máli mætti okkur svo enn einn Ólafur, og mætti ef til vill leita í smiðju til Helga heitins Hóseassonar til að finna þeim nafn sem hér birtist þjóðinni í hvítri skyrtu á skjánum: Krosslafur. Hann er hinn ofsótti og misskildi viðskiptamaður sem látinn er bera syndir heimsins burt fyrir það sem var öðrum að kenna. „Ég sit með kaleikinn,“ var haft eftir honum „og með alla öskupokana á bakinu“. Þetta er myndrænt og dramatískt: hann er eins og Kristur sem bað Drottin um að taka frá sér þann kaleik að þurfa að fórna sér fyrir mannkyn á krossinum – en lét sig þó hafa það – en um leið með alla öskupokana á bakinu. Þar með verður hann bæði tragískur og brjóstumkennanlegur þar sem hann gengur fyrir nefndina til að vera skammaður þar eins og hundur af einhverjum aðjúnkt?… Sjálfur var ég bara í Kringlunni meðan á þessu gekk, að bíða eftir manni og fylgjast með mannlífinu. Fólkið rölti milli búða og það var letileg og ánægjuleg stemmning í loftinu. Þægileg. Í græjunum var ekki þessi venjulega stressknúna kauphvatarmúsík heldur Jóhanna Guðrún að syngja Is it true? og vaknaði fyrir hugskotssjónum manns innilegur og látlaus flutningur hennar, þegar hún fór út fyrir hönd lands og þjóðar, eftir öll ósköpin sem hér höfðu gengið á í Hruninu og spurði: „Er það satt? Er allt búið? Klúðraði ég öllu?“ Og hvað gátu Evrópuþjóðirnar sagt? „Já, það er satt, en við hljótum að geta fundið út úr þessu ...“ Hún söng satt. Daginn sem Ólafur kemur fyrir þjóðina og segir satt – segir frá öllum fléttunum og baksamningunum, gerir grein fyrir máli sínu, og unir þeim dómi sem hann hefur fengið í réttarkerfinu og hjá almenningi – þá getur hann endurheimt sæmd sína. Hún verður ekki keypt og ekki sviðsett. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Andri Thorsson Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Góð myndin framan á Fréttablaðinu síðastliðinn fimmtudag: Ólafur Ólafsson situr gneypur en Vilhjálmur Bjarnason, fyrrum aðjúnkt og nú þingmaður, stendur og þrumar yfir honum. Atburðahönnuðir Ólafs hafa kannski ekki séð fyrir sér þessa mynd sem sýnir breytt valdahlutföll í samfélaginu frá Hruni. Hér fer ekki á milli mála hvor hefur undirtökin í samskiptunum. Og af sem áður var: Á sínum tíma stjórnuðu banksterar á borð við Ólaf landinu, fjármögnuðu stóru flokkana þrjá – og valda frambjóðendur sem stóðu en einkum sátu eins og auðmennirnir vildu. Og fáir hlustuðu á Vilhjálm Bjarnason þegar hann gagnrýndi sýndarviðskipti og aðra markaðsmisnotkun; einhver aðjúnkt?…Undarleg uppákoma Fundur stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar alþingis með Ólafi í síðustu viku var auðvitað stórfurðuleg uppákoma og einkennileg þjónusta við mann sem áður hafði sýnt rannsókn nefndarinnar á sölu Búnaðarbankans algjöra forakt. Nærtækast hefði verið að segja manninum að þessi strætó væri löngu farinn. Fundurinn var augljóslega sjónarspil inni í sápukúlunni sem Ólafur virðist svífa um í og blásin er jafnharðan af kappsömum starfsmönnum á góðu kaupi við það. En samt var fundurinn merkilegur fyrir þá sök að þar mætti gerandi í Hruninu í fyrsta sinn kjörnum fulltrúum almennings til að gera grein fyrir sínu máli; og fjölmiðlar fylgdust með. Samtal er alltaf gott og svona hefði líka mátt haga uppgjörinu við Hrunið eftir útkomu rannsóknarskýrslu alþingis – ekki til að niðurlægja menn heldur til að reyna að fá þá til að aflétta þessari endalausu leynd kringum allt sitt bauk og segja frá eignarhaldsfélögunum, krosstengslunum og aflöndunum sínum – horfast í augu við gerðir sínar og afleiðingar þeirra. Lögfræðin er of takmörkuð til að gera upp sakir í svo stórum málum. Eins og Landsdómsmálið sýndi áttu Hrunmál aldrei að vera aðeins í lögformlegum farvegi dómskerfisins, sem nær ekki utan um nema hluta þeirra – þau brot sem óyggjandi er hægt að hanka menn á; jafnvel aftur og aftur, sem Mannréttindadómstóll Evrópu er nú farinn að benda á að ekki gangi. Hrunmálin geyma siðferðileg álitamál, grundvallarmál sem varða lífsviðhorf og hreinlega rétt og rangt: eru fjármálaklækir á borð við Lundafléttuna siðferðislega verjandi? Eftir allt saman er vandséð að þetta sjónarspil hafi skilað Ólafi tilætluðum árangri. Umkvörtun hans – og lögmanns hans í Morgunblaðsgrein – að hann hafi ekki notið andmælaréttar vegna Lundaskýrslunnar er fráleit og hláleg frá manni sem þóttist yfir það hafinn að tala við skýrsluhöfunda. Sú staðhæfing hans að ekki hafi skipt máli við söluna á Búnaðarbankanum að þar væri „virtur erlendur banki“ að kaupa er einfaldlega röng eins og við munum sem fylgdumst með fréttum af þessum kaupum og skýrslan leiðir líka í ljós, svo að hafið er yfir vafa, að þýski bankinn, sem mér finnst alltaf að hafi heitið Hocheimer Daubhause, var eingöngu sýndareigandi.Is it true? Þessi málatilbúnaður er svo aumur að minnir á tilraunirnar til að búa til allt annan Óla úr sjálfum sér í öðrum málum. Í þessu máli mætti okkur svo enn einn Ólafur, og mætti ef til vill leita í smiðju til Helga heitins Hóseassonar til að finna þeim nafn sem hér birtist þjóðinni í hvítri skyrtu á skjánum: Krosslafur. Hann er hinn ofsótti og misskildi viðskiptamaður sem látinn er bera syndir heimsins burt fyrir það sem var öðrum að kenna. „Ég sit með kaleikinn,“ var haft eftir honum „og með alla öskupokana á bakinu“. Þetta er myndrænt og dramatískt: hann er eins og Kristur sem bað Drottin um að taka frá sér þann kaleik að þurfa að fórna sér fyrir mannkyn á krossinum – en lét sig þó hafa það – en um leið með alla öskupokana á bakinu. Þar með verður hann bæði tragískur og brjóstumkennanlegur þar sem hann gengur fyrir nefndina til að vera skammaður þar eins og hundur af einhverjum aðjúnkt?… Sjálfur var ég bara í Kringlunni meðan á þessu gekk, að bíða eftir manni og fylgjast með mannlífinu. Fólkið rölti milli búða og það var letileg og ánægjuleg stemmning í loftinu. Þægileg. Í græjunum var ekki þessi venjulega stressknúna kauphvatarmúsík heldur Jóhanna Guðrún að syngja Is it true? og vaknaði fyrir hugskotssjónum manns innilegur og látlaus flutningur hennar, þegar hún fór út fyrir hönd lands og þjóðar, eftir öll ósköpin sem hér höfðu gengið á í Hruninu og spurði: „Er það satt? Er allt búið? Klúðraði ég öllu?“ Og hvað gátu Evrópuþjóðirnar sagt? „Já, það er satt, en við hljótum að geta fundið út úr þessu ...“ Hún söng satt. Daginn sem Ólafur kemur fyrir þjóðina og segir satt – segir frá öllum fléttunum og baksamningunum, gerir grein fyrir máli sínu, og unir þeim dómi sem hann hefur fengið í réttarkerfinu og hjá almenningi – þá getur hann endurheimt sæmd sína. Hún verður ekki keypt og ekki sviðsett.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun