Halldór stefnir ótrauður á oddvitasætið Anton Egilsson og Jóhann K. Jóhannsson skrifa 21. maí 2017 13:12 Sjálfstæðismenn í Reykjavík hófu kosningabaráttu fyrir komandi borgarstjórnarkosningar með fjölmennu málefnaþingi í Valhöll um helgina en þingið sóttu um 270 manns. Unnið var að stefnumótun sex málefnanefnda og er afrakstur málefnastarfsins grundvöllur að stefnu flokksins í komandi kosningum til borgarstjórnar. „Við erum búinn að leggja drög að þeirra stefnu og það mjög öflug drög en ég efast ekki um að við eigum eftir að koma saman aftur áður en að kosið verður til borgarstjórnar,“ sagði Halldór Halldórsson, oddviti borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag. Í ályktun þingsins kemur fram að lóðarskortur með tilheyrandi skorti á húsnæði sé ekki bara skipuplagsmál heldur líka velferðarmál og að eiga þak yfir höfuð sér er tilverugrundvöllur. Sjálfstæðismenn vilja tryggja að ávallt sé nægilegt framboð af lóðum til sölu og að byggingarréttargjöld verði felld niður og þannig tryggt að lóðir í nýbyggingarhverfum verði seldar á kostnaðarverði. Sjálfstæðismenn leggja þá einnig áherslu á skipulagsmál í ályktunum sínum og benda á að góðar samgöngur séu undirstaða nútíma lífshátta. Undanfarna áratugi hafi þessum málum hins vegar ekki verið sinnt sem skyldi í Reykjavík. Framtíðar byggingarland borgarinnar til norðurs og austurs hafi ekki verið opnað með stofnbrautum og hefur þetta meðal annars valdið umferðartöfum og stuðlað að hækkandi fasteignaverði.Kominn tími á að Sjálfstæðisflokkurinn verði aftur í meirihluta.„Síðustu 23 árin eða síðan 1994 þegar R-listinn náði völdum í Reykjavík að þá má eiginlega segja að Sjálfstæðisflokkurinn sé búinn að vera í minnihluta að slepptu tímabilinu 2006 til 2010 með undantekningum þó. Þannig að það er heldur betur hugur í fólki og kominn tími til að Sjálfstæðisflokkurinn fari í meirihluta aftur í Reykjavík,“ sagði Halldór. Aðspurður hvort hann hyggist gefa kost á sér í oddvitasætið hjá Sjálfstæðisflokknum fyrir komandi borgarstjórnarkosningar sagðist hann stefna á það. „Eins og staðan er núna hefur ekkert breyst hjá mér. Þannig ég stefni ótrauður að því.“ Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Fleiri fréttir Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Sjá meira
Sjálfstæðismenn í Reykjavík hófu kosningabaráttu fyrir komandi borgarstjórnarkosningar með fjölmennu málefnaþingi í Valhöll um helgina en þingið sóttu um 270 manns. Unnið var að stefnumótun sex málefnanefnda og er afrakstur málefnastarfsins grundvöllur að stefnu flokksins í komandi kosningum til borgarstjórnar. „Við erum búinn að leggja drög að þeirra stefnu og það mjög öflug drög en ég efast ekki um að við eigum eftir að koma saman aftur áður en að kosið verður til borgarstjórnar,“ sagði Halldór Halldórsson, oddviti borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag. Í ályktun þingsins kemur fram að lóðarskortur með tilheyrandi skorti á húsnæði sé ekki bara skipuplagsmál heldur líka velferðarmál og að eiga þak yfir höfuð sér er tilverugrundvöllur. Sjálfstæðismenn vilja tryggja að ávallt sé nægilegt framboð af lóðum til sölu og að byggingarréttargjöld verði felld niður og þannig tryggt að lóðir í nýbyggingarhverfum verði seldar á kostnaðarverði. Sjálfstæðismenn leggja þá einnig áherslu á skipulagsmál í ályktunum sínum og benda á að góðar samgöngur séu undirstaða nútíma lífshátta. Undanfarna áratugi hafi þessum málum hins vegar ekki verið sinnt sem skyldi í Reykjavík. Framtíðar byggingarland borgarinnar til norðurs og austurs hafi ekki verið opnað með stofnbrautum og hefur þetta meðal annars valdið umferðartöfum og stuðlað að hækkandi fasteignaverði.Kominn tími á að Sjálfstæðisflokkurinn verði aftur í meirihluta.„Síðustu 23 árin eða síðan 1994 þegar R-listinn náði völdum í Reykjavík að þá má eiginlega segja að Sjálfstæðisflokkurinn sé búinn að vera í minnihluta að slepptu tímabilinu 2006 til 2010 með undantekningum þó. Þannig að það er heldur betur hugur í fólki og kominn tími til að Sjálfstæðisflokkurinn fari í meirihluta aftur í Reykjavík,“ sagði Halldór. Aðspurður hvort hann hyggist gefa kost á sér í oddvitasætið hjá Sjálfstæðisflokknum fyrir komandi borgarstjórnarkosningar sagðist hann stefna á það. „Eins og staðan er núna hefur ekkert breyst hjá mér. Þannig ég stefni ótrauður að því.“
Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Fleiri fréttir Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Sjá meira