Ritstjóri Kjarnans sakar Davíð Oddsson um atvinnuróg Kjartan Kjartansson skrifar 20. maí 2017 21:18 Davíð Oddsson er annar ritstjóra Morgunblaðsins. Kjarninn er vændur um tengsl við kröfuhafa í naflausu Reykjavíkurbréfi blaðsins. Vísir/Anton Brink Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri vefmiðilsins Kjarnans, íhugar að leita réttar síns vegna aðdróttana um meint tengsl miðilsins við kröfuhafa föllnu bankanna sem birtust í nafnlausu Reykjavíkurbréfi Morgunblaðsins um helgina. Hann kallar ásakanir Morgunblaðsins „atvinnuróg“. Höfundur Reykjavíkurbréfsins sem birtist í sunnudagsblaði Morgunblaðsins í dag fer háðulegum orðum um Kjarnann. Þar er Kjarninn meðal annars sagður „vefsíða sem fáir sjá“. Reykjavíkurbréfið er nafnlaust en Davíð Oddsson og Haraldur Johannessen eru ritstjórar blaðsins og bera ábyrgð á ritstjórnarefni þess. Það eru hins vegar gamlar aðdróttanir um meint tengsl við kröfuhafa föllnu bankanna sem Þórður Snær er sérlega ósáttur við. „Af hverju var tómið þarna ekki notað til að ræða þrálátan orðróm um tengsl Kjarnans við „kröfuhafana“ og stóreiganda sem umfram aðra virðist hafa verið með stórfé í Panama af skattalegum ástæðum?“ segir höfundur Reykjavíkubréfsins um þátt Þórðar Snæs og Þórunnar Elísabetar Bogadóttur á sjónvarpsstöðinni Hringbraut þar sem fjallað var um íslenska fjölmiðla og rekstrarumhverfi þeirra.Atvinnurógur sem hefur skaðað störf og rekstur KjarnansÞetta er ekki í fyrsta skipti sem Kjarninn er bendlaður við kröfuhafana í ritstjórnargreinum Morgunblaðsins og annars staðar, að sögn Þórðar Snæs. „Það er fullt tilefni til þess að ef að svona lagað heldur áfram að grípa til einhverra aðgerða ef menn geta ekki séð villu síns vegar sjálfir. Auðvitað er þetta ekkert annað en atvinnurógur vegna þess að þetta er náttúrulega ósatt,“ segir Þórður Snær.Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans.Vísir/ValgarðurKjarninn hafi hrakið ásakanir um að fjölmiðillinn tengist kröfuhöfunum ítrekað og segir Þórður Snær að stjórnendur hans séu tilbúnir að leggja fram gögn því til stuðnings. „Það breytir því ekki að þarna er hópur áhrifamanna sem finnst allt í lagi að halda þessum ósanna atvinnurógi fram. Ef að þetta heldur áfram munum við bara skoða gaumgæfilega hvort að það sé eitthvað tilefni til að leita réttar okkar,“ segir ritstjórinn sem leggur þó áherslu á að engar ákvarðanir hafi verið teknar um það. Þórður Snær hefur þegar kært Hannes Hólmstein Gissurarson, prófessor við Háskóla Íslands, til siðanefndar háskólans en hann hefur ítrekað vænt Kjarnann um að ganga erinda kröfuhafa föllnu bankanna opinberlega undanfarin ár. „Þetta veldur okkur vandræðum vegna þess að ef eitthvað er endurtekið nógu oft þá fer fólk að trúa því. Þetta hefur bæði valdið okkur vandræðum í störfum okkar og ekki síður rekstrarlegum vandræðum,“ segir hann.Vilhjálmur Þorsteinsson sagði sig úr stjórn Kjarnans i fyrra þegar í ljós kom að hann átti félag sem var í Panamaskjölunum.VísirVísar til fyrrverandi stjórnarmanns KjarnansÍ sjónvarpsþætti Kjarnafólksins sem höfundur Reykjavíkurbréfsins gerir athugasemd við var fjallað um íslenska fjölmiðla og rekstrarumhverfi þeirra, þar á meðal afskriftir á skuldum Morgunblaðsins og upplýsingar úr ársreikningum Árvakurs og Þórsmerkur, móðurfélaga blaðsins. Sakar höfundur bréfsins Þórð Snæ og Þórunni Elísabetu ásamt öðrum um að hafa fjallað um Morgunblaðið af „yfirgripsmikilli vanþekkingu, andúð eða fjandskap“. Þá þrætir hann fyrir að núverandi eigendur blaðsins hafi fengið afskriftir. Vísun Morgunblaðsins til „stóreiganda“ Kjarnans sem hafi verið með „stórfé í Panama af skattalegum ástæðum“ beinist að Vilhjálmi Þorsteinssyni, fjárfesti og fyrrverandi stjórnarmanni Kjarnans. Hann sagði sig úr stjórn miðilsins í fyrra eftir að greint var frá því að hann hefði átt félag á Bresku Jómfrúareyjum. Nafn þess var að finna í Panamaskjölunum svonefndu. Í Facebook-færslu þar sem Þórður Snær svarar leiðarahöfundi Morgunblaðsins, sem hann telur vera Davíð Oddsson, segir hann Kjarnann hafa skrifað um mál Vilhjálms á sínum tíma. Vilhjálmur hafi gengið úr stjórn þótt ekkert ólögmætt hafi átt sér stað í ljósi þess að Kjarninn hefði verið að fjalla um Panamaskjölin og þurft að hafa nægan trúverðugleika til þess. Fjölmiðlar Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Fleiri fréttir Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi Fyrsti rafmagnsvörubíll landsins er í Vík í Mýrdal „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Sjá meira
Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri vefmiðilsins Kjarnans, íhugar að leita réttar síns vegna aðdróttana um meint tengsl miðilsins við kröfuhafa föllnu bankanna sem birtust í nafnlausu Reykjavíkurbréfi Morgunblaðsins um helgina. Hann kallar ásakanir Morgunblaðsins „atvinnuróg“. Höfundur Reykjavíkurbréfsins sem birtist í sunnudagsblaði Morgunblaðsins í dag fer háðulegum orðum um Kjarnann. Þar er Kjarninn meðal annars sagður „vefsíða sem fáir sjá“. Reykjavíkurbréfið er nafnlaust en Davíð Oddsson og Haraldur Johannessen eru ritstjórar blaðsins og bera ábyrgð á ritstjórnarefni þess. Það eru hins vegar gamlar aðdróttanir um meint tengsl við kröfuhafa föllnu bankanna sem Þórður Snær er sérlega ósáttur við. „Af hverju var tómið þarna ekki notað til að ræða þrálátan orðróm um tengsl Kjarnans við „kröfuhafana“ og stóreiganda sem umfram aðra virðist hafa verið með stórfé í Panama af skattalegum ástæðum?“ segir höfundur Reykjavíkubréfsins um þátt Þórðar Snæs og Þórunnar Elísabetar Bogadóttur á sjónvarpsstöðinni Hringbraut þar sem fjallað var um íslenska fjölmiðla og rekstrarumhverfi þeirra.Atvinnurógur sem hefur skaðað störf og rekstur KjarnansÞetta er ekki í fyrsta skipti sem Kjarninn er bendlaður við kröfuhafana í ritstjórnargreinum Morgunblaðsins og annars staðar, að sögn Þórðar Snæs. „Það er fullt tilefni til þess að ef að svona lagað heldur áfram að grípa til einhverra aðgerða ef menn geta ekki séð villu síns vegar sjálfir. Auðvitað er þetta ekkert annað en atvinnurógur vegna þess að þetta er náttúrulega ósatt,“ segir Þórður Snær.Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans.Vísir/ValgarðurKjarninn hafi hrakið ásakanir um að fjölmiðillinn tengist kröfuhöfunum ítrekað og segir Þórður Snær að stjórnendur hans séu tilbúnir að leggja fram gögn því til stuðnings. „Það breytir því ekki að þarna er hópur áhrifamanna sem finnst allt í lagi að halda þessum ósanna atvinnurógi fram. Ef að þetta heldur áfram munum við bara skoða gaumgæfilega hvort að það sé eitthvað tilefni til að leita réttar okkar,“ segir ritstjórinn sem leggur þó áherslu á að engar ákvarðanir hafi verið teknar um það. Þórður Snær hefur þegar kært Hannes Hólmstein Gissurarson, prófessor við Háskóla Íslands, til siðanefndar háskólans en hann hefur ítrekað vænt Kjarnann um að ganga erinda kröfuhafa föllnu bankanna opinberlega undanfarin ár. „Þetta veldur okkur vandræðum vegna þess að ef eitthvað er endurtekið nógu oft þá fer fólk að trúa því. Þetta hefur bæði valdið okkur vandræðum í störfum okkar og ekki síður rekstrarlegum vandræðum,“ segir hann.Vilhjálmur Þorsteinsson sagði sig úr stjórn Kjarnans i fyrra þegar í ljós kom að hann átti félag sem var í Panamaskjölunum.VísirVísar til fyrrverandi stjórnarmanns KjarnansÍ sjónvarpsþætti Kjarnafólksins sem höfundur Reykjavíkurbréfsins gerir athugasemd við var fjallað um íslenska fjölmiðla og rekstrarumhverfi þeirra, þar á meðal afskriftir á skuldum Morgunblaðsins og upplýsingar úr ársreikningum Árvakurs og Þórsmerkur, móðurfélaga blaðsins. Sakar höfundur bréfsins Þórð Snæ og Þórunni Elísabetu ásamt öðrum um að hafa fjallað um Morgunblaðið af „yfirgripsmikilli vanþekkingu, andúð eða fjandskap“. Þá þrætir hann fyrir að núverandi eigendur blaðsins hafi fengið afskriftir. Vísun Morgunblaðsins til „stóreiganda“ Kjarnans sem hafi verið með „stórfé í Panama af skattalegum ástæðum“ beinist að Vilhjálmi Þorsteinssyni, fjárfesti og fyrrverandi stjórnarmanni Kjarnans. Hann sagði sig úr stjórn miðilsins í fyrra eftir að greint var frá því að hann hefði átt félag á Bresku Jómfrúareyjum. Nafn þess var að finna í Panamaskjölunum svonefndu. Í Facebook-færslu þar sem Þórður Snær svarar leiðarahöfundi Morgunblaðsins, sem hann telur vera Davíð Oddsson, segir hann Kjarnann hafa skrifað um mál Vilhjálms á sínum tíma. Vilhjálmur hafi gengið úr stjórn þótt ekkert ólögmætt hafi átt sér stað í ljósi þess að Kjarninn hefði verið að fjalla um Panamaskjölin og þurft að hafa nægan trúverðugleika til þess.
Fjölmiðlar Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Fleiri fréttir Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi Fyrsti rafmagnsvörubíll landsins er í Vík í Mýrdal „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Sjá meira