Skagamenn urðu í gærkvöldi fyrsta liðið til að tryggja sér sæti í átta liða úrslitum Borgunarbikars karla í fótbolta eftir að hafa slegið út b-deildarlið Gróttu.
ÍA vann leikinn 2-1 í framlengingu eftir að hafa lent 1-0 undir í leiknum. Tryggvi Hrafn Haraldsson var hetja liðsins en hann skoraði bæði mörkin þar af sigurmarkið eftir fimm mínútna leik í framlengingu.
Gróttumenn komust í 1-0 á 63. mínútu leiksins og voru yfir í tuttugu mínútur áður en Tryggvi Hrafn jafnaði leikinn á 83. mínútu.
Í 32 liða úrslitum unnu Skagamenn 4-3 sigur á b-deildarliði Fram eftir að hafa lent 3-1 undir í leiknum.
Framarar komust í 1-0 strax á áttundu mínútu og voru yfir þar til að Skagamenn jöfnuðu metin í 3-3 á þriðju mínútu í uppbótartíma. Mínútu síðar skoraði Ólafur Valur Valdimarsson sigurmarkið en áður hafði Garðar Gunnlaugsson jafnað metin með sínu þriðja marki í leiknum.
Skagamenn verða því í pottinum þegar dregið verður í átta liða úrslitin þrátt fyrir að þeir séu búnir að vera undir í samtals hundrað mínútur í fyrstu tveimur umferðum sínum.
32 liða úrslit: 4-3 sigur á Fram
Undir í 82+2 mínútur
16 liða úrslit: 2-1 sigur á Gróttu
Undir í 20 mínútur
Samanlagt í Borgunarbikarnum 2017:
Undir í 102+2 mínútur
Skagamenn búnir að vera undir í 102 mínútur í bikarnum í sumar en samt ennþá á lífi
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið



Lærisveinar Alfreðs að stinga af
Handbolti


Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ
Körfubolti

Svona var þing KKÍ
Körfubolti

Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn
Enski boltinn


„Þetta var góður gluggi fyrir marga“
Handbolti
