Erlent

„Algjörlega nauðsynlegt“ að þjóðir heims samþykki Parísarsáttmálann

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna.
Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna. vísir/afp
Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, segir nauðsynlegt að allar þjóðir heims taki höndum saman í baráttunni gegn áhrifum af losun gróðurhúsalofttegunda. Hann segir að þrátt fyrir að einhver ríki efist um ágæti Parísarsáttmálans þurfi önnur lönd að standa sína plikt.

Þetta segir Guterres í yfirlýsingu sem kemur í framhaldi af leiðtogafundi G7 ríkjanna í síðustu viku þar sem Donald Trump Bandaríkjaforseti ákvað að samþykkja ekki Parísarsamkomulagið að svo stöddu, en ákvörðunar er að vænta í þessari viku.

„Ef Bandaríkjastjórn ákveður að yfirgefa Parísarsamkomulagið, þá er mjög mikilvægt fyrir bandarískt samfélag í heild, borgirnar, ríkin og fyrirtækin að halda áfram,“ sagði Guterres en New York og California hafa þegar samþykkt samkomulagið.

Þá eigi þetta að sameina ríki heims enn frekar og gera þau sterkari. Hins vegar verði heimurinn að bregðast við ástandinu. „Heimurinn er í óreiðu. Það er algjörlega nauðsynlegt að heimurinn staðfesti Parísarsáttmálann.“


Tengdar fréttir

Merkel segist ekki geta treyst Bandaríkjunum

Framkoma Bandaríkjaforseta í vikunni gerði það að verkum að Þýskalandskanslari setur vissan fyrirvara við bandamenn Evrópu. Flakki Trumps lauk um helgina og hafði bæst nokkuð í vandamálabunka hans meðan hann var í burtu. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×