Matthildur Magnús Guðmundsson skrifar 31. maí 2017 07:00 Ríkisútvarpið er mikilvæg stofnun, óháð rekstrarforminu. Styrkur RÚV sem fjölmiðils er meðal annars fólginn í því að vera í eigu þjóðarinnar og fyrir hana alla. RÚV hefur líka á sínum snærum fjöldann allan af hæfu fólki sem flytur fréttir, rýnir í samfélagið, fjallar um bókmenntir og listir og margt fleira. Sjálfstæði starfsfólksins og fullvissa okkar eigendanna fyrir því að þangað sé fólk ráðið á grunni fagmennsku og jafnréttis skiptir öllu máli. Án þess er hætt við að stofnunin grafi undan eigin trúverðugleika og það á hvorki starfsfólkið né þjóðin skilið. Í gær skipaði Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra, Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóra sem formann Jafnréttisráðs. Þar með fékk æðsti stjórnandi RÚV það hlutverk að leiða ráð sem á að vera ráðherra og framkvæmdastjóra Jafnréttisstofu til ráðgjafar við faglega stefnumótun í málum er tengjast jafnrétti kynjanna. Er þetta grín? Er Útvarp Matthildur aftur komið á dagskrá? Það má í það minnsta varpa fram útvarpsfrasanum góðkunna og segja: Kannast hlustendur við að fjölmiðlar þurfi ítrekað að fjalla um málefni er varða jafnrétti á vinnumarkaði? Málefni er snúa að ráðuneyti jafnréttismála, Jafnréttisráði og Jafnréttisstofu? Svarið er að þetta er ekki boðlegt starfsfólki RÚV, hvað þá heldur jafnréttisumræðunni í landinu. RÚV er langstærsti fjölmiðillinn í landinu og við sem búum í þessu landi verðum að geta verið fullviss um að öll umfjöllun um málaflokkinn sé ekki lituð af hagsmunum og öðrum störfum æðsta stjórnanda stofnunarinnar. Að innan RÚV sé jafnrétti haft að leiðarljósi í ráðningum jafnt sem daglegum störfum. Af því tilefni má rýna í verkefni er snúa að útvarpsstjóra og velta því fyrir sér hvort jafnréttismálin séu eins og best verður á kosið. Nýverið réði Skarphéðinn Guðmundsson, dagskrárstjóri RÚV, Ólaf Egilsson í stöðu handritsráðgjafa. Ráðningin kom í kjölfar þess að Magnús Geir tilkynnti um það í Kastljósi að RÚV og RVK Studios, framleiðslufyrirtæki Baltasars Kormáks, hafi gert með sér samkomulag um þróun og undirbúning sjónvarpsþátta og kvikmyndar sem byggja á Sjálfstæðu fólki. Ólafur hefur verið farsæll meðhöfundar handrita á borð við Ófærð og fleiri verkefna sem Baltasar hefur unnið að á síðustu árum. En látum það liggja á milli hluta, því auðvitað er útilokað að maðurinn ætli að vera sjálfum sér til ráðgjafar. Það sem veldur meiri áhyggjum í þessu samhengi er fjarvera kvenna í þessu samhengi eða með öðrum orðum jafnréttismálin. Eflaust eru allir þessir karlmenn góðir í því sem þeir gera en það voru 79 sem sóttu um starfið sem Ólafi hlotnaðist. Var í alvörunni engin kona sem gæti talist jafnhæf í það minnsta? Það er bagalegt vegna þess að RÚV verður að gæta þess að raddir kvenna jafnt sem karla fái að koma að því að móta verkefni af þessari stærðargráðu. Hér er því komin upp staða sem gæti verið forvitnilegt fyrir Jafnréttisráð að taka til skoðunar. Ætlar þá formaður Jafnréttisráðs að vera útvarpsstjóra til ráðgjafar?Leiðarinn birtist fyrst í Fréttablaðinu 31. maí. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Guðmundsson Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Ríkisútvarpið er mikilvæg stofnun, óháð rekstrarforminu. Styrkur RÚV sem fjölmiðils er meðal annars fólginn í því að vera í eigu þjóðarinnar og fyrir hana alla. RÚV hefur líka á sínum snærum fjöldann allan af hæfu fólki sem flytur fréttir, rýnir í samfélagið, fjallar um bókmenntir og listir og margt fleira. Sjálfstæði starfsfólksins og fullvissa okkar eigendanna fyrir því að þangað sé fólk ráðið á grunni fagmennsku og jafnréttis skiptir öllu máli. Án þess er hætt við að stofnunin grafi undan eigin trúverðugleika og það á hvorki starfsfólkið né þjóðin skilið. Í gær skipaði Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra, Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóra sem formann Jafnréttisráðs. Þar með fékk æðsti stjórnandi RÚV það hlutverk að leiða ráð sem á að vera ráðherra og framkvæmdastjóra Jafnréttisstofu til ráðgjafar við faglega stefnumótun í málum er tengjast jafnrétti kynjanna. Er þetta grín? Er Útvarp Matthildur aftur komið á dagskrá? Það má í það minnsta varpa fram útvarpsfrasanum góðkunna og segja: Kannast hlustendur við að fjölmiðlar þurfi ítrekað að fjalla um málefni er varða jafnrétti á vinnumarkaði? Málefni er snúa að ráðuneyti jafnréttismála, Jafnréttisráði og Jafnréttisstofu? Svarið er að þetta er ekki boðlegt starfsfólki RÚV, hvað þá heldur jafnréttisumræðunni í landinu. RÚV er langstærsti fjölmiðillinn í landinu og við sem búum í þessu landi verðum að geta verið fullviss um að öll umfjöllun um málaflokkinn sé ekki lituð af hagsmunum og öðrum störfum æðsta stjórnanda stofnunarinnar. Að innan RÚV sé jafnrétti haft að leiðarljósi í ráðningum jafnt sem daglegum störfum. Af því tilefni má rýna í verkefni er snúa að útvarpsstjóra og velta því fyrir sér hvort jafnréttismálin séu eins og best verður á kosið. Nýverið réði Skarphéðinn Guðmundsson, dagskrárstjóri RÚV, Ólaf Egilsson í stöðu handritsráðgjafa. Ráðningin kom í kjölfar þess að Magnús Geir tilkynnti um það í Kastljósi að RÚV og RVK Studios, framleiðslufyrirtæki Baltasars Kormáks, hafi gert með sér samkomulag um þróun og undirbúning sjónvarpsþátta og kvikmyndar sem byggja á Sjálfstæðu fólki. Ólafur hefur verið farsæll meðhöfundar handrita á borð við Ófærð og fleiri verkefna sem Baltasar hefur unnið að á síðustu árum. En látum það liggja á milli hluta, því auðvitað er útilokað að maðurinn ætli að vera sjálfum sér til ráðgjafar. Það sem veldur meiri áhyggjum í þessu samhengi er fjarvera kvenna í þessu samhengi eða með öðrum orðum jafnréttismálin. Eflaust eru allir þessir karlmenn góðir í því sem þeir gera en það voru 79 sem sóttu um starfið sem Ólafi hlotnaðist. Var í alvörunni engin kona sem gæti talist jafnhæf í það minnsta? Það er bagalegt vegna þess að RÚV verður að gæta þess að raddir kvenna jafnt sem karla fái að koma að því að móta verkefni af þessari stærðargráðu. Hér er því komin upp staða sem gæti verið forvitnilegt fyrir Jafnréttisráð að taka til skoðunar. Ætlar þá formaður Jafnréttisráðs að vera útvarpsstjóra til ráðgjafar?Leiðarinn birtist fyrst í Fréttablaðinu 31. maí.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun