Misskilningur Bjarni Karlsson skrifar 31. maí 2017 07:00 Ég á bernskuminningu þar sem ég sit í gamla Willýsjeppanum hans pabba. Það er móða á rúðunni, bíllinn stendur í vegarkanti, öll fjölskyldan situr stjörf og í útvarpinu glymur bein lýsing á því þegar fyrsti maðurinn stígur fæti á tunglið. Þetta hefur verið 20. júlí 1969. Um miðja 20. öld sá mannkyn jörðina úr geimnum í fyrsta sinn og líklega munu sagnfræðingar framtíðar telja þá sýn hafa haft meiri áhrif á hugsun okkar en bylting Kóperníkusar á 16. öld sem sýndi fram á að jörðin væri ekki miðja alheims. Utan úr geimnum sjáum við lítinn viðkvæman bolta sem ekki einkennist af athöfnum manna heldur af ferlum skýja, sjávar, gróðurs og jarðvegs. Og við sem höfum álitið okkur aðal! Sé horft á jörðina úr fjarska sést að mannkyn er agnarsmár víkjandi þáttur í vistkerfi hnattarins. En þannig líður okkur ekki. Okkur finnst við vera eigendur og umboðsmenn jarðarinnar. Í dag vitum við að þessi misskilningur tegundarinnar á stöðu sinni og vangeta hennar til að aðlaga gjörðir sínar að ferlum jarðar er að raska jafnvægi plánetunnar í aðalatriðum. Þetta kemur í ýmsum myndum allt frá vægri umhverfisdröbbun og loftmengun yfir í grófa misskiptingu sem birtist í fátækt manna og dýra og þverrandi líffræðilegum fjölbreytileika. Misskilningurinn sést líka í stækkandi eyðimörkum, hopandi jöklum og fölnandi skógum en ekki síst í fáránleika alls fáránleika; hernaðarmenningunni. Ein kjarnorkusprengja getur leyst úr læðingi orku sem er meiri en allar samanlagðar sprengingar frá því púðrið var fundið upp. Að ekki sé talað um langtímaafleiðingar. Eitt er að sigra óravíddir geimsins en misskilningur mannssálarinnar er jafnvel enn meiri áskorun.Höfundur er pistlahöfundur Fréttablaðsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarni Karlsson Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun
Ég á bernskuminningu þar sem ég sit í gamla Willýsjeppanum hans pabba. Það er móða á rúðunni, bíllinn stendur í vegarkanti, öll fjölskyldan situr stjörf og í útvarpinu glymur bein lýsing á því þegar fyrsti maðurinn stígur fæti á tunglið. Þetta hefur verið 20. júlí 1969. Um miðja 20. öld sá mannkyn jörðina úr geimnum í fyrsta sinn og líklega munu sagnfræðingar framtíðar telja þá sýn hafa haft meiri áhrif á hugsun okkar en bylting Kóperníkusar á 16. öld sem sýndi fram á að jörðin væri ekki miðja alheims. Utan úr geimnum sjáum við lítinn viðkvæman bolta sem ekki einkennist af athöfnum manna heldur af ferlum skýja, sjávar, gróðurs og jarðvegs. Og við sem höfum álitið okkur aðal! Sé horft á jörðina úr fjarska sést að mannkyn er agnarsmár víkjandi þáttur í vistkerfi hnattarins. En þannig líður okkur ekki. Okkur finnst við vera eigendur og umboðsmenn jarðarinnar. Í dag vitum við að þessi misskilningur tegundarinnar á stöðu sinni og vangeta hennar til að aðlaga gjörðir sínar að ferlum jarðar er að raska jafnvægi plánetunnar í aðalatriðum. Þetta kemur í ýmsum myndum allt frá vægri umhverfisdröbbun og loftmengun yfir í grófa misskiptingu sem birtist í fátækt manna og dýra og þverrandi líffræðilegum fjölbreytileika. Misskilningurinn sést líka í stækkandi eyðimörkum, hopandi jöklum og fölnandi skógum en ekki síst í fáránleika alls fáránleika; hernaðarmenningunni. Ein kjarnorkusprengja getur leyst úr læðingi orku sem er meiri en allar samanlagðar sprengingar frá því púðrið var fundið upp. Að ekki sé talað um langtímaafleiðingar. Eitt er að sigra óravíddir geimsins en misskilningur mannssálarinnar er jafnvel enn meiri áskorun.Höfundur er pistlahöfundur Fréttablaðsins.