Eftir rýra uppskeru í síðustu leikjum vann Keflavík góðan 3-0 sigur á Haukum í 6. umferð Inkasso-deildarinnar í kvöld.
Þetta var aðeins annar sigur Keflvíkinga í sumar og sá fyrsti síðan í 2. umferð.
Keflavík komst yfir þremur mínútum fyrir hálfleik þegar Frans Elvarsson skoraði með laglegu skoti.
Á 52. mínútu jók Ísak Óli Ólafsson muninn í 2-0 með skalla eftir aukaspyrnu Jurajs Grizelj. Það var svo Marko Nikolic sem negldi síðasta naglann í kistu Hauka á 79. mínútu. Lokatölur 3-0, Keflavík í vil.
Keflvíkingar eru í 5. sæti deildarinnar með níu stig, fjórum stigum á eftir toppliði Fylkis.
Haukar, sem hafa ekki unnið í fimm leikjum í röð, eru í 7. sætinu með sex stig.
Upplýsingar um úrslit og markaskorara eru fengnar frá Fótbolta.net.
Keflvíkingar komnir á sigurbraut á ný
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið



Lærisveinar Alfreðs að stinga af
Handbolti


Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ
Körfubolti

Svona var þing KKÍ
Körfubolti

Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn
Enski boltinn


„Þetta var góður gluggi fyrir marga“
Handbolti
