Verða ekki með neinn heilsumat Stefán Þór Hjartarson skrifar 7. júní 2017 10:00 Örn Tönsberg, Linnea Hellström og Krummi Björgvinsson hyggjast stofna vegan dænerinn Veganæs. Vísir/Anton Linnea Hellström er yfirkokkur Veganæs. Hún er frá Svíþjóð þar sem hún byrjaði að vinna sem kokkur en flutti svo til Spánar og síðar Bandaríkjanna þar sem hún lærði hjá nokkrum vegan kokkum. Í lok ársins 2012 flutti hún til Íslands og hefur verið mjög iðin við að dreifa boðskap veganisma hér á landi auk þess að hafa eldað, búið til matseðla og haldið námskeið fyrir staði eins og Bast, Kaffi Vínyl, Gló, Kaffihús Vesturbæjar – hún rak líka matarvagn sem breyttist í staðinn Taqueria. Einnig bjó hún til tvær bragðtegundir af sojavörunni Oumph! en það er eins konar vegan „kjöt“ – önnur bragðtegundin innblásin af saltkjöti. „Ég hef alltaf haft áhuga á því að opna vegan veitingastað hér á landi og nú loksins er það að gerast. Ástæðan er sú að rétta fólkið kemur nú saman á réttum tíma – árið 2012 hefði tímasetningin ekki verið jafn góð og hún er núna enda hefur ýmislegt breyst bæði á Íslandi og annars staðar síðan þá,“ segir Linnea en hún vinnur ásamt Krumma Björgvinssyni, kærasta sínum, og Erni Tönsberg að verkefninu. „Í stað þess að opna og reka fyrirtæki vildi ég frekar vinna með fólki með svipaðar hugmyndir og ég og stuðla að samfélagsbreytingum. Ég vildi ekki bara reka fyrirtæki sem einungis selur vörur. Ég og Krummi höfum unnið saman að alls kyns hlutum auk þess sem hann hefur verið í því ferli að færa sig yfir í að vera vegan og Örn sömuleiðis, þannig að við eiginlega uxum saman í þetta verkefni – það var lógíska skrefið fyrir okkur að vinna saman því við viljum öll dreifa boðskapnum og erum með sama hugarfarið. Við gerum mismunandi list og allt það – en vinnum saman að því að búa til meira næs.“Hver er ástæðan fyrir því að þið kjósið að byggja staðinn inni á Gauknum? „Ástæðan fyrir því að við kusum að byggja veitingastaðinn inni á öðrum stað, stað inni á stað, er sú að búa til „win-win“ aðstæður. Eigendur Gauksins eru líka vegan og þau falla inn í hugsunarháttinn okkar og passa vel við okkur. Einnig viljum við endilega tengja saman matinn og tónlist – Gaukurinn gerir okkur það auðvelt fyrir.“Þið segist ekki ætla að vera með heilsufæði, hvers vegna?Það er mikilvægur punktur fyrir okkur. Okkur finnst vegan heilsufæði vera gerð góð skil nú þegar á Íslandi en það sem er erfiðara að fá er djúsí þægindamatur, þynnkumatur og annað í þeim dúr. Við viljum búa til fleiri möguleika fyrir fólk sem vill borða úti. Við viljum búa til „sveittan“ mat sem fólk sem er ekki endilega vegan vill líka fá sér – hafa matinn aðgengilegan fyrir hvern þann sem vill einfaldlega fá sér góðan bita.“Hvers vegna kjósið þið að hópfjármagna staðinn? „Það er ekki ekki einungis af því að við erum fátæk,“ segir Linnea hlæjandi, „jú, auðvitað líka út af því að við eigum ekki næga peninga til að borga fyrir heila klabbið sjálf. Við gætum líklega gert þetta á lengri tíma og fengið fjárfesta með okkur. En við vildum fá fólk með okkur og það er þar sem heimspeki okkar um samfélagslegar breytingar kemur inn. Við vildum sjá hverjir vilja styðja við bakið á okkur og opna hugmyndina fyrir hverjum þeim sem hefur áhuga á henni. Við viljum fá fólk til að tala um verkefnið, fá fylgjendur og vekja athygli.“ Verkefnið má styðja á karolinafund.com en það eru tæpir 40 dagar til stefnu. Einnig má finna Veganæs á Facebook. Matur Mest lesið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Sígildar myndir og heimsfræg leikkona á franskri kvikmyndahátíð Menning „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni Lífið Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Lífið Fleiri fréttir Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Sjá meira
Linnea Hellström er yfirkokkur Veganæs. Hún er frá Svíþjóð þar sem hún byrjaði að vinna sem kokkur en flutti svo til Spánar og síðar Bandaríkjanna þar sem hún lærði hjá nokkrum vegan kokkum. Í lok ársins 2012 flutti hún til Íslands og hefur verið mjög iðin við að dreifa boðskap veganisma hér á landi auk þess að hafa eldað, búið til matseðla og haldið námskeið fyrir staði eins og Bast, Kaffi Vínyl, Gló, Kaffihús Vesturbæjar – hún rak líka matarvagn sem breyttist í staðinn Taqueria. Einnig bjó hún til tvær bragðtegundir af sojavörunni Oumph! en það er eins konar vegan „kjöt“ – önnur bragðtegundin innblásin af saltkjöti. „Ég hef alltaf haft áhuga á því að opna vegan veitingastað hér á landi og nú loksins er það að gerast. Ástæðan er sú að rétta fólkið kemur nú saman á réttum tíma – árið 2012 hefði tímasetningin ekki verið jafn góð og hún er núna enda hefur ýmislegt breyst bæði á Íslandi og annars staðar síðan þá,“ segir Linnea en hún vinnur ásamt Krumma Björgvinssyni, kærasta sínum, og Erni Tönsberg að verkefninu. „Í stað þess að opna og reka fyrirtæki vildi ég frekar vinna með fólki með svipaðar hugmyndir og ég og stuðla að samfélagsbreytingum. Ég vildi ekki bara reka fyrirtæki sem einungis selur vörur. Ég og Krummi höfum unnið saman að alls kyns hlutum auk þess sem hann hefur verið í því ferli að færa sig yfir í að vera vegan og Örn sömuleiðis, þannig að við eiginlega uxum saman í þetta verkefni – það var lógíska skrefið fyrir okkur að vinna saman því við viljum öll dreifa boðskapnum og erum með sama hugarfarið. Við gerum mismunandi list og allt það – en vinnum saman að því að búa til meira næs.“Hver er ástæðan fyrir því að þið kjósið að byggja staðinn inni á Gauknum? „Ástæðan fyrir því að við kusum að byggja veitingastaðinn inni á öðrum stað, stað inni á stað, er sú að búa til „win-win“ aðstæður. Eigendur Gauksins eru líka vegan og þau falla inn í hugsunarháttinn okkar og passa vel við okkur. Einnig viljum við endilega tengja saman matinn og tónlist – Gaukurinn gerir okkur það auðvelt fyrir.“Þið segist ekki ætla að vera með heilsufæði, hvers vegna?Það er mikilvægur punktur fyrir okkur. Okkur finnst vegan heilsufæði vera gerð góð skil nú þegar á Íslandi en það sem er erfiðara að fá er djúsí þægindamatur, þynnkumatur og annað í þeim dúr. Við viljum búa til fleiri möguleika fyrir fólk sem vill borða úti. Við viljum búa til „sveittan“ mat sem fólk sem er ekki endilega vegan vill líka fá sér – hafa matinn aðgengilegan fyrir hvern þann sem vill einfaldlega fá sér góðan bita.“Hvers vegna kjósið þið að hópfjármagna staðinn? „Það er ekki ekki einungis af því að við erum fátæk,“ segir Linnea hlæjandi, „jú, auðvitað líka út af því að við eigum ekki næga peninga til að borga fyrir heila klabbið sjálf. Við gætum líklega gert þetta á lengri tíma og fengið fjárfesta með okkur. En við vildum fá fólk með okkur og það er þar sem heimspeki okkar um samfélagslegar breytingar kemur inn. Við vildum sjá hverjir vilja styðja við bakið á okkur og opna hugmyndina fyrir hverjum þeim sem hefur áhuga á henni. Við viljum fá fólk til að tala um verkefnið, fá fylgjendur og vekja athygli.“ Verkefnið má styðja á karolinafund.com en það eru tæpir 40 dagar til stefnu. Einnig má finna Veganæs á Facebook.
Matur Mest lesið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Sígildar myndir og heimsfræg leikkona á franskri kvikmyndahátíð Menning „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni Lífið Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Lífið Fleiri fréttir Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Sjá meira