Sex manna alsírskri fjölskyldu vísað úr landi Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 6. júní 2017 22:45 Þegar ljósmyndara bar að garði var Haddouche fjölskyldan á leið á Keflavíkurflugvöll í lögreglufylgd. Vísir/Andri Marinó Sex manna alsírskri fjölskyldu verður vísað úr landi í kvöld. Fjölskyldan var sótt á heimili sitt um klukkan tíu í kvöld og fylgdi lögregla þeim á Keflavíkurflugvöll þar sem þau verða flutt til Spánar. Vinir fjölskyldunnar fengu að fylgja þeim út á flugvöll.Sid Ahmed Haddouche og eiginkona hans Mimouna eiga fjögur börn. Tvíburana Aymane og Imane sem eru nítján ára, drenginn Hichem sem er þrettán ára og stúlkuna Aya sem er sex ára. Fjölskyldan kom til Íslands í ágúst 2016 og sóttu þá um alþjóðlega vernd. Á styrktarsíðu fjölskyldunnar segir að Sid hafi verið lögreglumaður í bænum Remchi sem er nálægt landamærum Marokkó. Árið 2013 hafi Sid tekið þátt í handtöku á meðlimi AIS (Islamic Salvation Army). Í kjölfarið hafi samstarfsmaður Sid verið myrtur af meðlimum AIS og Sid hafi kjölfarið farið einn til Írlands og sótt um hæli. Hann sneri aftur til Alsír árið 2014.Morgane Priet-MaheoVísir/Andri MarinóMorgane Priet-Maheo er vinkona fjölskyldunnar og hafa þau veitt henni umboð til að fara með mál þeirra, en lögmaður fjölskyldunnar er staddur erlendis. Hún segist hafa síðast í dag sótt um endurupptöku á máli fjölskyldunnar. „Þau voru núna að taka þau í burtu og ég er búin að reyna alls konar í dag til að fresta þessu. Það er ekki búið að tala við Aya og HIchem, yngstu börnin þeirra. Það eru alls konar brot á réttindum barna í máli þeirra,“ segir Morgane í samtali við Vísi. „Ég sendi beiðni um endurupptöku á máli þeirra í dag og mér var sagt að það myndi fresta brottvísuninni en það gerðist ekki.“ Hún segist hafa fengið þau svör að fjölskyldunni hafi verið neitað um hæli og að brottvísun þeirra yrði ekki frestað en að hún gæti lagt fram ný gögn í málinu. „Það var ekkert rætt við Ayu og Hichem. Í skýrslu kærunefndar eru þau nefnd einu sinni í byrjun þegar það er sagt hvenær þau fæddust og svo er bara talað um þau sem börn hennar,“ segir Morgane. „Ég er búin að finna skýrslur frá umboðsmanni í Spáni þar sem segir að oft þurfi fólk að bíða í állt að mánuð til að fá húsnæði.“ Hún segir að fjölskyldan þekki engan á Spáni og tali enga spænsku. Á styrktarsíðu fjölskyldunnar segir einnig að Aymane, elsti sonur þeirra hjóna, hafi neitað að gegna herskyldu og getur hann átt yfir sér fangelsisdóm í Alsír fyrir vikið. Auk þess hafi föðurbróður Sid reynt að neyða Imane, eldri dóttur þeirra, í hjónaband með ókunnugum manni á meðan Sid var á Írlandi. Þar segir að Sid sé sannfærður um að þrýstingur frá AIS hafi legið á baki tilrauninni til nauðgunargiftingarinnar. Flóttamenn Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Sex manna alsírskri fjölskyldu verður vísað úr landi í kvöld. Fjölskyldan var sótt á heimili sitt um klukkan tíu í kvöld og fylgdi lögregla þeim á Keflavíkurflugvöll þar sem þau verða flutt til Spánar. Vinir fjölskyldunnar fengu að fylgja þeim út á flugvöll.Sid Ahmed Haddouche og eiginkona hans Mimouna eiga fjögur börn. Tvíburana Aymane og Imane sem eru nítján ára, drenginn Hichem sem er þrettán ára og stúlkuna Aya sem er sex ára. Fjölskyldan kom til Íslands í ágúst 2016 og sóttu þá um alþjóðlega vernd. Á styrktarsíðu fjölskyldunnar segir að Sid hafi verið lögreglumaður í bænum Remchi sem er nálægt landamærum Marokkó. Árið 2013 hafi Sid tekið þátt í handtöku á meðlimi AIS (Islamic Salvation Army). Í kjölfarið hafi samstarfsmaður Sid verið myrtur af meðlimum AIS og Sid hafi kjölfarið farið einn til Írlands og sótt um hæli. Hann sneri aftur til Alsír árið 2014.Morgane Priet-MaheoVísir/Andri MarinóMorgane Priet-Maheo er vinkona fjölskyldunnar og hafa þau veitt henni umboð til að fara með mál þeirra, en lögmaður fjölskyldunnar er staddur erlendis. Hún segist hafa síðast í dag sótt um endurupptöku á máli fjölskyldunnar. „Þau voru núna að taka þau í burtu og ég er búin að reyna alls konar í dag til að fresta þessu. Það er ekki búið að tala við Aya og HIchem, yngstu börnin þeirra. Það eru alls konar brot á réttindum barna í máli þeirra,“ segir Morgane í samtali við Vísi. „Ég sendi beiðni um endurupptöku á máli þeirra í dag og mér var sagt að það myndi fresta brottvísuninni en það gerðist ekki.“ Hún segist hafa fengið þau svör að fjölskyldunni hafi verið neitað um hæli og að brottvísun þeirra yrði ekki frestað en að hún gæti lagt fram ný gögn í málinu. „Það var ekkert rætt við Ayu og Hichem. Í skýrslu kærunefndar eru þau nefnd einu sinni í byrjun þegar það er sagt hvenær þau fæddust og svo er bara talað um þau sem börn hennar,“ segir Morgane. „Ég er búin að finna skýrslur frá umboðsmanni í Spáni þar sem segir að oft þurfi fólk að bíða í állt að mánuð til að fá húsnæði.“ Hún segir að fjölskyldan þekki engan á Spáni og tali enga spænsku. Á styrktarsíðu fjölskyldunnar segir einnig að Aymane, elsti sonur þeirra hjóna, hafi neitað að gegna herskyldu og getur hann átt yfir sér fangelsisdóm í Alsír fyrir vikið. Auk þess hafi föðurbróður Sid reynt að neyða Imane, eldri dóttur þeirra, í hjónaband með ókunnugum manni á meðan Sid var á Írlandi. Þar segir að Sid sé sannfærður um að þrýstingur frá AIS hafi legið á baki tilrauninni til nauðgunargiftingarinnar.
Flóttamenn Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira