FME spurðist fyrir um óhæði nýs stjórnarmanns í Arion banka Hörður Ægisson skrifar 7. júní 2017 07:30 Kaupþing á 58 prósent í Arion í gegnum Kaupskil. vísir/eyþór Jakob Ásmundsson, sem var kjörinn stjórnarmaður í Arion banka á aðalfundi 9. mars síðastliðinn, sótti ekki fundi stjórnar bankans eða tók þátt í öðrum stjórnarstörfum í meira en tvo mánuði vegna skoðunar Kaupskila, dótturfélags Kaupþings sem á 58 prósenta hlut í bankanum, á óhæði hans sem stjórnarmanns. Ráðist var í þá skoðun eftir að Kaupskilum barst fyrirspurn frá Fjármálaeftirlitinu (FME) um hvort Jakob kynni að vera háður stjórnarmaður vegna mögulegra fyrri tengsla hans við Kaupþing, samkvæmt heimildum Markaðarins. Reynir Karlsson, stjórnarformaður Kaupskila, segir í samtali við Markaðinn að slík fyrirspurn hafi borist í lok marsmánaðar en vill þó ekki staðfesta að hún hafi komið frá FME. Í kjölfarið hafi Kaupskil beint því til Jakobs að hann myndi ekki sinna stjórnarstörfum á meðan farið væri í frekari vinnu á fyrra mati félagsins um að hann væri óháður stjórnarmaður. Jakob sótti meðal annars ekki fund stjórnar Arion banka 12. maí síðastliðinn þegar stjórnin samþykkti árshlutareikning bankans fyrir fyrsta ársfjórðung. Reynir segir hins vegar að þeirri vinnu Kaupskila sé nú lokið og að niðurstaðan hafi verið sú hin sama og áður um að Jakob væri óháður Kaupþingi. Hann muni því sækja næsta fund stjórnar Arion banka.Jakob Ásmundsson var forstjóri Straums fjárfestingabanka frá 2013 til 2015.Jakob var forstjóri Straums fjárfestingarbanka á árunum 2013 til 2015 en þar áður starfaði hann sem fjármálastjóri eignaumsýslufélagsins ALMC (gamla Straums). Hann var á meðal nokkurra fyrrverandi lykilstjórnenda ALMC sem fengu hundruð milljóna króna hver í sinn hlut þegar félagið greiddi samanlagt út yfir þrjá milljarða í bónusa til starfsmanna í desember 2015. Hluthafar ALMC eru ýmsir erlendir fjárfestingarsjóðir og fjármálafyrirtæki, meðal annars Goldman Sachs, en bankinn var fimmti stærsti hluthaf félagsins í árslok 2016 með tæplega sjö prósenta hlut. Félag í eigu Goldman Sachs var sem kunnugt er í hópi stórra kröfuhafa í Kaupþingi sem keyptu samanlagt 29,2 prósenta hlut í Arion banka fyrr á þessu ári.Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Telja vegið að eignarrétti Sýnar Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Sjá meira
Jakob Ásmundsson, sem var kjörinn stjórnarmaður í Arion banka á aðalfundi 9. mars síðastliðinn, sótti ekki fundi stjórnar bankans eða tók þátt í öðrum stjórnarstörfum í meira en tvo mánuði vegna skoðunar Kaupskila, dótturfélags Kaupþings sem á 58 prósenta hlut í bankanum, á óhæði hans sem stjórnarmanns. Ráðist var í þá skoðun eftir að Kaupskilum barst fyrirspurn frá Fjármálaeftirlitinu (FME) um hvort Jakob kynni að vera háður stjórnarmaður vegna mögulegra fyrri tengsla hans við Kaupþing, samkvæmt heimildum Markaðarins. Reynir Karlsson, stjórnarformaður Kaupskila, segir í samtali við Markaðinn að slík fyrirspurn hafi borist í lok marsmánaðar en vill þó ekki staðfesta að hún hafi komið frá FME. Í kjölfarið hafi Kaupskil beint því til Jakobs að hann myndi ekki sinna stjórnarstörfum á meðan farið væri í frekari vinnu á fyrra mati félagsins um að hann væri óháður stjórnarmaður. Jakob sótti meðal annars ekki fund stjórnar Arion banka 12. maí síðastliðinn þegar stjórnin samþykkti árshlutareikning bankans fyrir fyrsta ársfjórðung. Reynir segir hins vegar að þeirri vinnu Kaupskila sé nú lokið og að niðurstaðan hafi verið sú hin sama og áður um að Jakob væri óháður Kaupþingi. Hann muni því sækja næsta fund stjórnar Arion banka.Jakob Ásmundsson var forstjóri Straums fjárfestingabanka frá 2013 til 2015.Jakob var forstjóri Straums fjárfestingarbanka á árunum 2013 til 2015 en þar áður starfaði hann sem fjármálastjóri eignaumsýslufélagsins ALMC (gamla Straums). Hann var á meðal nokkurra fyrrverandi lykilstjórnenda ALMC sem fengu hundruð milljóna króna hver í sinn hlut þegar félagið greiddi samanlagt út yfir þrjá milljarða í bónusa til starfsmanna í desember 2015. Hluthafar ALMC eru ýmsir erlendir fjárfestingarsjóðir og fjármálafyrirtæki, meðal annars Goldman Sachs, en bankinn var fimmti stærsti hluthaf félagsins í árslok 2016 með tæplega sjö prósenta hlut. Félag í eigu Goldman Sachs var sem kunnugt er í hópi stórra kröfuhafa í Kaupþingi sem keyptu samanlagt 29,2 prósenta hlut í Arion banka fyrr á þessu ári.Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Telja vegið að eignarrétti Sýnar Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Sjá meira