Hrákasmíð Magnús Guðmundsson skrifar 7. júní 2017 07:00 „Ætíð vill valdið sinn vilja hafa,“ stendur víst einhvers staðar og má til sanns vegar færa þegar íslenskt samfélag er annars vegar. Einhverra hluta vegna er málum þannig háttað á Íslandi að sá einn ræður sem mest hefur valdið, óháð visku, samræðu eða einfaldlega hvort viðkomandi kemst að bestu mögulegu niðurstöðu fyrir heildina. Í íslenskum stjórnmálum er oft talað um ráðherravald og það ekki að ósekju því vald ráðherra yfir sínum málaflokkum virðist á stundum vera allt að því algert. Embættismenn, sérfræðingar, nefndir og ráð eru að vísu látin paufast og eiga heiður skilinn fyrir að fóðra viðkomandi ráðherra á upplýsingum og leiða þá til niðurstöðu en allt kemur fyrir ekki. Ef ráðherra líkar ekki niðurstaða sérfræðinga er einfaldlega ekki farið eftir henni. Tillaga Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra um skipan dómaraembætta við hinn nýja Landsrétt, er nýjasta dæmið um það sem við getum kallað: Eins-og-mér-finnst-og-rétt-er–pólitík. Í fjórum tilvikum af fimmtán, taldi ráðherra sig vita betur en nefnd skipaða sérfræðingum og þar með var það niðurstaðan. Umræður um niðurstöðuna og atkvæðagreiðslan á Alþingi voru svo eins fyrirsjáanleg og verið gat því hér er lítil hefð fyrir því að stjórnarliðar taki afstöðu gegn ráðherrum sínum, því miður. Þetta er gott dæmi um að betur færi á því að ráðherra væri í raun framkvæmdaaðili þingsins, fremur en að stjórnarliðar á þingi starfi við að skrifa upp á vilja ráðherra. Óháð því hversu rétt eða röng niðurstaðan er þá grafa þessir stjórnarhættir undan lýðræðinu og undan fagmennsku í stjórnun. Með öðrum orðum þá er þetta einfaldlega fúsk. Að auki hefur nú komið í ljós að skipan dómara við Landsrétt var ekki í samræmi við lög og gæti skapað ríkinu bótaábyrgð, samkvæmt áliti lögfræðinga sem Fréttablaðið leitaði til í vikunni. En þannig er það með fúsk, það á það til að koma í bakið á viðkomandi fúskurum með einum eða öðrum hætti og þetta tiltekna tilfelli gæti svo sannarlega reynst landsmönnum dýrt. Íslendingar eru þreyttir á fúski í stjórnmálum. Þreyttir á því að sérhagsmunir séu teknir fram yfir heildarhagsmuni og fagmennska látin víkja fyrir persónulegri sannfæringu einstaklinga sem fara með völd hverju sinni. Þessi þreyta var forsenda þess að í síðustu kosningum komust að nýir flokkar og nýtt fólk. Fólk sem fullyrti við kjósendur að nú yrði látið af öllu fúski, fagmennska og heildarhagsmunir ættu að ráða för. Engu að síður hikaði þetta sama fólk ekki við að beygja sig undir ráðherravaldið margfræga. Lét sér nægja að jórtra rólyndislega á forsendum og röksemdafærslu ráðherra eins og tannhreinsityggjói og nýtti svo klessurnar til þess að reisa stoðir Landsréttar. Óháð því hversu hæfir viðkomandi einstaklingar eru, sem munu taka þar sæti dómara, þá er þegar búið að grafa undan þeim og senda um leið þjóðinni þau skilaboð að þetta sé hrákasmíð. Dómsvald reist á stoðum ráðherravalds og sérhagsmuna fremur en fagmennsku og lýðræðis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Magnús Guðmundsson Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
„Ætíð vill valdið sinn vilja hafa,“ stendur víst einhvers staðar og má til sanns vegar færa þegar íslenskt samfélag er annars vegar. Einhverra hluta vegna er málum þannig háttað á Íslandi að sá einn ræður sem mest hefur valdið, óháð visku, samræðu eða einfaldlega hvort viðkomandi kemst að bestu mögulegu niðurstöðu fyrir heildina. Í íslenskum stjórnmálum er oft talað um ráðherravald og það ekki að ósekju því vald ráðherra yfir sínum málaflokkum virðist á stundum vera allt að því algert. Embættismenn, sérfræðingar, nefndir og ráð eru að vísu látin paufast og eiga heiður skilinn fyrir að fóðra viðkomandi ráðherra á upplýsingum og leiða þá til niðurstöðu en allt kemur fyrir ekki. Ef ráðherra líkar ekki niðurstaða sérfræðinga er einfaldlega ekki farið eftir henni. Tillaga Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra um skipan dómaraembætta við hinn nýja Landsrétt, er nýjasta dæmið um það sem við getum kallað: Eins-og-mér-finnst-og-rétt-er–pólitík. Í fjórum tilvikum af fimmtán, taldi ráðherra sig vita betur en nefnd skipaða sérfræðingum og þar með var það niðurstaðan. Umræður um niðurstöðuna og atkvæðagreiðslan á Alþingi voru svo eins fyrirsjáanleg og verið gat því hér er lítil hefð fyrir því að stjórnarliðar taki afstöðu gegn ráðherrum sínum, því miður. Þetta er gott dæmi um að betur færi á því að ráðherra væri í raun framkvæmdaaðili þingsins, fremur en að stjórnarliðar á þingi starfi við að skrifa upp á vilja ráðherra. Óháð því hversu rétt eða röng niðurstaðan er þá grafa þessir stjórnarhættir undan lýðræðinu og undan fagmennsku í stjórnun. Með öðrum orðum þá er þetta einfaldlega fúsk. Að auki hefur nú komið í ljós að skipan dómara við Landsrétt var ekki í samræmi við lög og gæti skapað ríkinu bótaábyrgð, samkvæmt áliti lögfræðinga sem Fréttablaðið leitaði til í vikunni. En þannig er það með fúsk, það á það til að koma í bakið á viðkomandi fúskurum með einum eða öðrum hætti og þetta tiltekna tilfelli gæti svo sannarlega reynst landsmönnum dýrt. Íslendingar eru þreyttir á fúski í stjórnmálum. Þreyttir á því að sérhagsmunir séu teknir fram yfir heildarhagsmuni og fagmennska látin víkja fyrir persónulegri sannfæringu einstaklinga sem fara með völd hverju sinni. Þessi þreyta var forsenda þess að í síðustu kosningum komust að nýir flokkar og nýtt fólk. Fólk sem fullyrti við kjósendur að nú yrði látið af öllu fúski, fagmennska og heildarhagsmunir ættu að ráða för. Engu að síður hikaði þetta sama fólk ekki við að beygja sig undir ráðherravaldið margfræga. Lét sér nægja að jórtra rólyndislega á forsendum og röksemdafærslu ráðherra eins og tannhreinsityggjói og nýtti svo klessurnar til þess að reisa stoðir Landsréttar. Óháð því hversu hæfir viðkomandi einstaklingar eru, sem munu taka þar sæti dómara, þá er þegar búið að grafa undan þeim og senda um leið þjóðinni þau skilaboð að þetta sé hrákasmíð. Dómsvald reist á stoðum ráðherravalds og sérhagsmuna fremur en fagmennsku og lýðræðis.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun