Sport

Stríðsvélin fékk lífstíðardóm

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Jonathan Kopperhaver er ekki á leið úr steininum á næstunni.
Jonathan Kopperhaver er ekki á leið úr steininum á næstunni. vísir/getty
Fyrrum UFC-kappinn Jonathan Koppenhaver, sem kallaði sig War Machine, hefur verið dæmdur í lífstíðarfangelsi.

Koppenhaver þarf að dúsa í steininum í að minnsta kosti 36 ár en á þá möguleika á reynslulausn. Þá verður hann orðin 71 árs.

Hann hafði áður hafnað tilboði um að sitja af sér að minnsta kosti 16 ár í steininum. Fórnarlamb hans var ekki hrifið af því tilboði og sagði galið að hleypa honum úr steininum eftir svo stuttan tíma. Þá myndi hann klárlega reyna að drepa hana.

Sú heitir Christine Mackinday en er þekktust sem klámmyndaleikkonan Christy Mack. Stríðsvélin lamdi úr henni tennur, brákaði í henni rif og fleira til í þau skipti sem hann lamdi hana og síðan rændi henni.

Hann reyndi líka að nauðga henni með hníf í hendi en náði ekki að koma fram vilja sínum. Þá skar hann af henni hárið með hnífnum.

Koppenhaver segist vera breyttur maður. Hann hafi fundið Guð og sjái eftir gjörðum sínum hvern dag. Hann hreinlega lemji sjálfan sig á stundum. Stríðsvélin líkti sjálfum sér við NFL-leikmanninn Aaron Hernandez sem svipti sig lífi í fangelsi á dögunum.

MMA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×