FH vann öruggan sigur á Stjörnunni, 3-0, í stórleik 6. umferðar Pepsi-deildar karla í Kaplakrika í gær.
Með sigrinum lyftu FH-ingar sér upp í 4. sæti deildarinnar en þeir eru nú aðeins fjórum stigum á eftir Stjörnunni og Val.
Steven Lennon kom FH á bragðið þegar hann skoraði með skoti beint úr aukaspyrnu á 23. mínútu.
Stjarnan byrjaði seinni hálfleikinn af krafti en tókst ekki að skora. Kristján Flóki Finnbogason refsaði Garðbæingum svo þegar hann skoraði annað mark Hafnfirðinga á 63. mínútu.
Þórarinn Ingi Valdimarsson skoraði svo þriðja mark FH á 81. mínútu, skömmu eftir að hafa komið inn á sem varamaður.
Mörkin úr leiknum má sjá í spilaranum hér að ofan.
Sjáðu mörkin úr stórleiknum í Krikanum | Myndband
Tengdar fréttir

Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: FH - Stjarnan 3-0 | Dýrkeypt mistök Stjörnumanna
FH-ingar björguðu tímabilinu sínu með nauðsynlegum 2-0 sigri á Stjörnunni sem tapaði sínum fyrsta leik í sumar.

Heimir: Jói Lax lenti í miklu basli með Atla
Heimir Guðjónsson var ánægður með sína menn eftir 3-0 sigur á Stjörnunni í Pepsi-deild karla í kvöld.