Lítið stöðuvatn en fullt af fiski Karl Lúðvíksson skrifar 5. júní 2017 14:00 F'in veiði eftir 3 tíma og nóg á grillið fyrir alla Mynd: Linda Ragnarsdóttir Linda með fyrsta fisk dagsins Það er fátt eins skemmtilegt og að vera við vatn með það eina markmið að allir setji í fisk og helst að það veiðist nóg til að grilla um kvöldið. Undirritaður tók Lindu mágkonu sína, tvo frændur Mána og Breka og kærustu þess eldri, Ingu, í stutta ferð í Sléttuhlíðarvatn í Skagafirði en það hefur verið árlegt hjá fjölskyldunni að skjótast í vatnið um mánaðarmótin maí júní með þann eina tilgang að veiða nógu mikið til að grilla silung fyrir hópinn sem í heild taldi 15 manns. Nokkrir fara að veiða og hinir dvelja í yfirlæti og leik í bústaðnum. Það var fínasta veður við vatnið og tók ekki langan tíma að ná fyrsta fiskinum. Það sem gerir ferðir í Sléttuhlíðarvatn skemmtilegar er að það fá eiginlega allir fisk því það er nóg af fiski í vatninu og það sem meira er er að hann er sérstaklega bragðgóður. Eftir rétt tæplega þriggja tíma veiði var búið að fylla innkaupapoka af fallegum urriðum og nokkrum bleikjum. Fiskurinn tekur flugu og spún langsamlega best og það sem virkar t.d. í flugunni eru Alma Rún, Krókur og peacock með björtum rauðum kraga. Það er sama tæknin þar og í flestum vötnin, að nota langan taum og draga hægt inn. Spúnin er best að hafa silfraðan og smá rauðann en það eru nokkrar týpur sem passa í þá lýsingu. Þegar aðstæður eru réttar eins og í gær var mikil vök og takan góð en það hefur eiginlega varið alveg sama hvernitg veðrið hefur verið alltaf veiðist nóg í matinn. Núna er frábær tími í vötnunum um allt land og um að gera fyrir þá sem eru að detta í frí að drífa sig út og ná sér í silung á grillið enda fátt jafn íslenskt og grillaður silungur með kartöflum og smjöri. Mest lesið Óvænt truflun á veiðistað Veiði Fínasta veiði í Apavatni Veiði Sogið greinilega að taka við sér Veiði Frábær tími fyrir dorgveiði Veiði Vikulegar veiðitölur segja ekki allt Veiði Angling IQ búið að opna fyrir aðgang Veiði 122 stórlaxar á fyrsta degi í Eystri Rangá Veiði Tveir mánuðir í að veiðin byrji Veiði Þrjár flugur gáfu þrjá 22 punda laxa Veiði Gljúfurá í Borgarfirði komin yfir 200 laxa Veiði
Linda með fyrsta fisk dagsins Það er fátt eins skemmtilegt og að vera við vatn með það eina markmið að allir setji í fisk og helst að það veiðist nóg til að grilla um kvöldið. Undirritaður tók Lindu mágkonu sína, tvo frændur Mána og Breka og kærustu þess eldri, Ingu, í stutta ferð í Sléttuhlíðarvatn í Skagafirði en það hefur verið árlegt hjá fjölskyldunni að skjótast í vatnið um mánaðarmótin maí júní með þann eina tilgang að veiða nógu mikið til að grilla silung fyrir hópinn sem í heild taldi 15 manns. Nokkrir fara að veiða og hinir dvelja í yfirlæti og leik í bústaðnum. Það var fínasta veður við vatnið og tók ekki langan tíma að ná fyrsta fiskinum. Það sem gerir ferðir í Sléttuhlíðarvatn skemmtilegar er að það fá eiginlega allir fisk því það er nóg af fiski í vatninu og það sem meira er er að hann er sérstaklega bragðgóður. Eftir rétt tæplega þriggja tíma veiði var búið að fylla innkaupapoka af fallegum urriðum og nokkrum bleikjum. Fiskurinn tekur flugu og spún langsamlega best og það sem virkar t.d. í flugunni eru Alma Rún, Krókur og peacock með björtum rauðum kraga. Það er sama tæknin þar og í flestum vötnin, að nota langan taum og draga hægt inn. Spúnin er best að hafa silfraðan og smá rauðann en það eru nokkrar týpur sem passa í þá lýsingu. Þegar aðstæður eru réttar eins og í gær var mikil vök og takan góð en það hefur eiginlega varið alveg sama hvernitg veðrið hefur verið alltaf veiðist nóg í matinn. Núna er frábær tími í vötnunum um allt land og um að gera fyrir þá sem eru að detta í frí að drífa sig út og ná sér í silung á grillið enda fátt jafn íslenskt og grillaður silungur með kartöflum og smjöri.
Mest lesið Óvænt truflun á veiðistað Veiði Fínasta veiði í Apavatni Veiði Sogið greinilega að taka við sér Veiði Frábær tími fyrir dorgveiði Veiði Vikulegar veiðitölur segja ekki allt Veiði Angling IQ búið að opna fyrir aðgang Veiði 122 stórlaxar á fyrsta degi í Eystri Rangá Veiði Tveir mánuðir í að veiðin byrji Veiði Þrjár flugur gáfu þrjá 22 punda laxa Veiði Gljúfurá í Borgarfirði komin yfir 200 laxa Veiði