Þrír Íslendingar tryggðu sér sæti á Heimsleikunum í CrossFit sem fara fram í Madison í Wisconsin í Bandaríkjunum 3.-6. ágúst næstkomandi.
Þetta eru þau Annie Mist Þórisdóttir, Þuríður Erla Helgadóttir og Björgvin Karl Guðmundsson.
Annie Mist lenti í 3. sæti í undankeppninni með 512 stig. Þuríður Erla varð fimmta með 464 stig.
Björgvin Karl gerði sér lítið fyrir og varð efstur í undankeppninni karlamegin. Hann fékk 545 stig, 60 stigum meira en næsti maður.
Þá tryggðu tvö íslensk lið sér sæti í liðakeppni Heimsleikanna; lið XY og CrossFit Reykjavíkur.
Þrír íslenskir keppendur og tvö lið komin á Heimsleikana í CrossFit
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið


„Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“
Enski boltinn



„Vorum bara heppnir að landa þessu“
Körfubolti



„Orkustigið var skrítið út af okkur“
Körfubolti


Fleiri fréttir
