Fjaðurvigtin heldur áfram án Conor McGregor Pétur Marinó Jónsson skrifar 3. júní 2017 09:00 Jose Aldo og Max Holloway í vigtuninni í gær. Vísir/Getty UFC 212 fer fram í nótt þar sem Jose Aldo og Max Holloway mætast í aðalbardaga kvöldsins. Fjaðurvigtarbeltið verður í húfi og getur þyngdarflokkurinn komist aftur í smá jafnvægi eftir ákveðna ringulreið. Jose Aldo var fyrsti og eini fjaðurvigtarmeistari UFC þangað til Conor McGregor rotaði hann á 13 sekúndum. Á meðan fjaðurvigtarmeistarinn Conor barðist í öðrum flokkum ákvað UFC til að gera bráðabirgðartitil (e. interim title) í fjaðurvigtinni. Þann titil vann Jose Aldo síðasta sumar eftir sigur á Frankie Edgar. Undarleg atburðarrás fór svo í gang þegar aðalbardaginn á UFC 206 féll niður vegna meiðsla. Bardagi Anthony Pettis og Max Holloway var gerður að aðalbardaga kvöldsins á UFC 206 og allt í einu bráðabirgðartitill í fjaðurvigtinni í húfi. Á sama tíma var Conor McGregor svo sviptur fjaðurvigtartitlinum sínum og Jose Aldo gerður að „alvöru meistaranum“. Max Holloway sigraði síðan Anthony Pettis í desember og varð því bráðabirgðarmeistarinn í fjaðurvigt. Eftir alla þessa ringulreið og misgáfulega bráðabirgðartitla verður aftur komin ákveðin ró í fjaðurvigtina í nótt. Þeir Jose Aldo og Max Holloway munu þá sameina beltin í aðalbardaga kvöldsins. Sigri Jose Aldo má segja að fjaðurvigtin sé aftur komin á sama stað og flokkurinn var á fyrir tíma Conor McGregor - Jose Aldo ríkjandi meistari og engin augljós ógn framundan fyrir hann. Sigur gegn Holloway gæti að vissu leyti verið nýtt upphaf fyrir Aldo. Tími til að loka þessum Conor McGregor kafla þar sem Aldo verður aftur kóngurinn í fjaðurvigtinni. Jose Aldo og heimurinn mun þó seint gleyma 13 sekúndna rothögginu gegn Conor McGregor. Aldo vill ekkert heitar en að fá tækifæri á hefnd gegn Conor McGregor. Það er þó afar ólíklegt sem stendur og hefur Aldo sagt að hann sé ekki bjartsýnn á mæta Conor aftur. Bardagaheimurinn er grimmur enda hefur arfleifð Jose Aldo fallið í skuggann á tapinu gegn Conor. Hann fær þó fullkomið tækifæri til að minna alla á að hann sé ennþá sá besti í fjaðurvigtinni með sigri gegn Max Holloway í kvöld. Það verður langt í frá auðvelt enda er Holloway á ótrúlegri tíu bardaga sigurgöngu í UFC. Frá því Holloway tapaði fyrir Conor McGregor í ágúst 2013 hefur hann unnið tíu bardaga í röð. Tveggja stafa sigurganga í UFC er sjaldgæf sjón enda er þetta sjötta lengsta sigurganga í sögu UFC. Holloway kom ungur að árum í UFC, með aðeins fjóra bardaga að baki og hefur þróast og orðið að þeim manni sem hann er í dag á stóra sviðinu. Með sigri á Jose Aldo fullkomnar hann ótrúlegan uppgang í UFC. Skuggi Conor McGregor hefur hvílt yfir fjaðurvigtinni undanfarin ár. Nú er hann hins vegar ríkjandi léttvigtarmeistari UFC, mun líklegast aldrei keppa í fjaðurvigt UFC aftur og er auðvitað upptekinn við að eltast við boxbardaga gegn Floyd Mayweather. Jose Aldo og Max Holloway virðast báðir hafa gefist upp á að fá annað tækifæri gegn Conor og horfa fram á veginn. Fjaðurvigtin mun því halda áfram án Conor McGregor í nótt þegar þeir Jose Aldo og Max Holloway mætast. UFC 212 verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport en bein útsending hefst kl 2 í nótt. MMA Tengdar fréttir Búrið: Kíkt aftur til fortíðar hjá UFC Pétur Marinó Jónsson og Steindi Jr. kíktu á gamla UFC-bardaga í Búrinu sem verður sýnt á Stöð 2 Sport í kvöld. 1. júní 2017 16:15 Vita allir að ég mun aldrei berjast aftur við Conor Eftir rúma viku mun Brasilíumaðurinn Jose Aldo berjast við Max Holloway um titilinn í fjaðurvigt UFC. Titilinn sem var tekinn af Conor McGregor. 26. maí 2017 18:45 Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Sport BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Fleiri fréttir Valskonur óstöðvandi William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Ísland náði jafntefli gegn Spáni PSV og Zagreb skoruðu fjögur Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram Frestað vegna veðurs „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Stuðningsmenn Arsenal mega ekki kaupa áfengi í Mílanó Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Íslendingar hjálpuðu við að setja heimsmet í New York Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Wendell Green rekinn frá Keflavík Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Eldamennskan stærsta áskorunin Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sjá meira
UFC 212 fer fram í nótt þar sem Jose Aldo og Max Holloway mætast í aðalbardaga kvöldsins. Fjaðurvigtarbeltið verður í húfi og getur þyngdarflokkurinn komist aftur í smá jafnvægi eftir ákveðna ringulreið. Jose Aldo var fyrsti og eini fjaðurvigtarmeistari UFC þangað til Conor McGregor rotaði hann á 13 sekúndum. Á meðan fjaðurvigtarmeistarinn Conor barðist í öðrum flokkum ákvað UFC til að gera bráðabirgðartitil (e. interim title) í fjaðurvigtinni. Þann titil vann Jose Aldo síðasta sumar eftir sigur á Frankie Edgar. Undarleg atburðarrás fór svo í gang þegar aðalbardaginn á UFC 206 féll niður vegna meiðsla. Bardagi Anthony Pettis og Max Holloway var gerður að aðalbardaga kvöldsins á UFC 206 og allt í einu bráðabirgðartitill í fjaðurvigtinni í húfi. Á sama tíma var Conor McGregor svo sviptur fjaðurvigtartitlinum sínum og Jose Aldo gerður að „alvöru meistaranum“. Max Holloway sigraði síðan Anthony Pettis í desember og varð því bráðabirgðarmeistarinn í fjaðurvigt. Eftir alla þessa ringulreið og misgáfulega bráðabirgðartitla verður aftur komin ákveðin ró í fjaðurvigtina í nótt. Þeir Jose Aldo og Max Holloway munu þá sameina beltin í aðalbardaga kvöldsins. Sigri Jose Aldo má segja að fjaðurvigtin sé aftur komin á sama stað og flokkurinn var á fyrir tíma Conor McGregor - Jose Aldo ríkjandi meistari og engin augljós ógn framundan fyrir hann. Sigur gegn Holloway gæti að vissu leyti verið nýtt upphaf fyrir Aldo. Tími til að loka þessum Conor McGregor kafla þar sem Aldo verður aftur kóngurinn í fjaðurvigtinni. Jose Aldo og heimurinn mun þó seint gleyma 13 sekúndna rothögginu gegn Conor McGregor. Aldo vill ekkert heitar en að fá tækifæri á hefnd gegn Conor McGregor. Það er þó afar ólíklegt sem stendur og hefur Aldo sagt að hann sé ekki bjartsýnn á mæta Conor aftur. Bardagaheimurinn er grimmur enda hefur arfleifð Jose Aldo fallið í skuggann á tapinu gegn Conor. Hann fær þó fullkomið tækifæri til að minna alla á að hann sé ennþá sá besti í fjaðurvigtinni með sigri gegn Max Holloway í kvöld. Það verður langt í frá auðvelt enda er Holloway á ótrúlegri tíu bardaga sigurgöngu í UFC. Frá því Holloway tapaði fyrir Conor McGregor í ágúst 2013 hefur hann unnið tíu bardaga í röð. Tveggja stafa sigurganga í UFC er sjaldgæf sjón enda er þetta sjötta lengsta sigurganga í sögu UFC. Holloway kom ungur að árum í UFC, með aðeins fjóra bardaga að baki og hefur þróast og orðið að þeim manni sem hann er í dag á stóra sviðinu. Með sigri á Jose Aldo fullkomnar hann ótrúlegan uppgang í UFC. Skuggi Conor McGregor hefur hvílt yfir fjaðurvigtinni undanfarin ár. Nú er hann hins vegar ríkjandi léttvigtarmeistari UFC, mun líklegast aldrei keppa í fjaðurvigt UFC aftur og er auðvitað upptekinn við að eltast við boxbardaga gegn Floyd Mayweather. Jose Aldo og Max Holloway virðast báðir hafa gefist upp á að fá annað tækifæri gegn Conor og horfa fram á veginn. Fjaðurvigtin mun því halda áfram án Conor McGregor í nótt þegar þeir Jose Aldo og Max Holloway mætast. UFC 212 verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport en bein útsending hefst kl 2 í nótt.
MMA Tengdar fréttir Búrið: Kíkt aftur til fortíðar hjá UFC Pétur Marinó Jónsson og Steindi Jr. kíktu á gamla UFC-bardaga í Búrinu sem verður sýnt á Stöð 2 Sport í kvöld. 1. júní 2017 16:15 Vita allir að ég mun aldrei berjast aftur við Conor Eftir rúma viku mun Brasilíumaðurinn Jose Aldo berjast við Max Holloway um titilinn í fjaðurvigt UFC. Titilinn sem var tekinn af Conor McGregor. 26. maí 2017 18:45 Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Sport BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Fleiri fréttir Valskonur óstöðvandi William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Ísland náði jafntefli gegn Spáni PSV og Zagreb skoruðu fjögur Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram Frestað vegna veðurs „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Stuðningsmenn Arsenal mega ekki kaupa áfengi í Mílanó Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Íslendingar hjálpuðu við að setja heimsmet í New York Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Wendell Green rekinn frá Keflavík Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Eldamennskan stærsta áskorunin Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sjá meira
Búrið: Kíkt aftur til fortíðar hjá UFC Pétur Marinó Jónsson og Steindi Jr. kíktu á gamla UFC-bardaga í Búrinu sem verður sýnt á Stöð 2 Sport í kvöld. 1. júní 2017 16:15
Vita allir að ég mun aldrei berjast aftur við Conor Eftir rúma viku mun Brasilíumaðurinn Jose Aldo berjast við Max Holloway um titilinn í fjaðurvigt UFC. Titilinn sem var tekinn af Conor McGregor. 26. maí 2017 18:45