Erlent

Samþykktu refsiaðgerðir gagnvart Norður-Kóreu

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Norður-Kóreumenn hafa gert ítrekaðar tilraunir til að skjóta eldflagum á loft.
Norður-Kóreumenn hafa gert ítrekaðar tilraunir til að skjóta eldflagum á loft. vísir/afp
Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti í dag að beita viðurlögum gegn átján embættismönnum Norður-Kóreu. Það er gert vegna ítrekaðra tilrauna stjórnvalda þar í landi til að skjóta eldflaugum á loft.

Ferðabann og eignir frystar

Um er að ræða grunaðan njósnaforingja, þrettán embættismenn og fjóra aðra sem fara á svokallaðan svartan lista öryggisráðsins. Þeir hafa verið settir í ferðabann og allar eignir þeirra verið frystar.

Ráðið segir í yfirlýsingu að senda þurfi skýr skilaboð um að eldflaugatilraunir Norður-Kóreu séu ólíðandi, og að gripið verði til frekari aðgerða láti þeir ekki af slíkum tilraunum.

Bandaríkjamenn, Rússar og Kínverjar hafa samþykkt ályktunina. 


Tengdar fréttir

Enn eitt tilraunaskot Norður-Kóreu

Her Suður-Kóreu segir nágranna sína hafa skotið ótilgreindri gerð eldflauga á loft, sem flaug í um 500 kílómetra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×