Erlent

Rokkhátíð stöðvuð vegna hryðjuverkaógnar

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Grunur leikur á að hryðjuverk hafi verið yfirvofandi.
Grunur leikur á að hryðjuverk hafi verið yfirvofandi. vísir/afp
Þýska lögreglan hefur rýmt tónleikasvæði rokkhátíðarinnar Rock am Ring í Nürburg í vesturhluta landsins vegna hryðjuverkaógnar. Um er að ræða eina stærstu rokkhátíð Þýskalands sem hófst í dag og átti að standa yfir í þrjá daga.

Níutíu þúsund manns voru samankomin á svæðinu. Lögreglan segist hafa haldbærar sannanir fyrir því að hryðjuverk hafi verið yfirvofandi og bað fólk því um að yfirgefa svæðið, en tónleikagestir voru á sama tíma beðnir um að halda ró sinni og hefur rýmingin gengið vel. Rannsókn stendur nú yfir á svæðinu og segja tónleikahaldarar á Facebook að bundnar séu vonir við að hátíðinni verði framhaldið á morgun.

Hátíðin fagnar þrjátíu ára afmæli í ár. Hljómsveitirnar Welshy, Arms, In Flames og 2Cellos áttu að stíga á svið í kvöld. Þá eru hljómsveitirnar Rammstein og System of a Down sömuleiðis á dagskrá, svo fátt eitt sé nefnt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×