Menning

Fuglarnir, fjörðurinn og landið og Hugsað heim í Þjóðminjasafninu

Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar
Inga Lísa og Kristín Halla við vegginn með myndum þeirrar fyrrnefndu.
Inga Lísa og Kristín Halla við vegginn með myndum þeirrar fyrrnefndu. Vísir/Anton Brink
Tvær ljósmyndasýningar verða opnaðar í dag, 3. júní í Þjóðminjasafninu. Sýningin Fuglarnir, fjörðurinn og landið – Ljósmyndir Björns Björnssonar er í stóra salnum og sýningin Hugsað heim með þrykktum eftir Ingu Lísu Middleton er á veggnum fyrir framan.



Kristín Halla Baldvinsdóttir, sérfræðingur á Ljósmyndasafni Íslands er höfundur sýningar Björns. En hver var hann?

„Björn Björnsson sem fæddist 1885 og lést 1977 var mestalla ævi kaupmaður á Neskaupstað. Hann var sá fyrsti hér á landi sem lagði sig eftir fuglaljósmyndun og náði, held ég, að mynda alla varpfugla Íslands. Örninn var hans fugl því Björn lá úti til að ná myndum af honum og var harður talsmaður þess að örninn yrði friðaður, meðan ýmsir bændur vildu hann feigan því hann lagðist á búfé.“ 

 

Myndir Björns eru margar sögulegar og þar eiga fuglarnir líka sinn sess.
Björn var hálfgerður bæjarljósmyndari á Neskaupstað, að sögn Kristínar, myndaði viðburði, fólk, hús og staði. „Við erum með dálítið af myndum sem hann framkallaði og fjölfaldaði og seldi í búðinni sinni. Margir fengu slíkar myndir í gjafir.“

Á sýningunni í salnum eru sýndar gamlar prentanir frá Birni, sumar handlitaðar og svo nýjar stækkanir eftir filmum hans sem ljósmyndari safnsins hefur framkallað.

Kristín segir í raun fjögur þemu í sýningunni, ferðalangurinn og náttúruunnandinn Björn, fuglarnir, Norðfjörður og nágrenni hans og Reykjavíkurmyndir. Hann hafi búið í Reykjavík síðustu 30 ár ævi sinnar.

Átti hann góðar myndarvélar. „Já, hann eyddi miklu í góðan vélbúnað og ferðalög, þó hann væri áhugaljósmyndari. Var kominn með bíl áður en Norðfjörður komst í vegasamband og geymdi hann á Eskifirði, fór þangað á hesti eða bát og keyrði þaðan.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×