Nýir höfundar stíga fram Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 3. júní 2017 08:45 Fríða, Kristján Þór og Pedro Gunnlaugur í Gunnarshúsi, húsi Rithöfundasambandsins, þar sem afhending styrkjanna fór fram. Vísir/Ernir Nýræktarstyrkir eru ætlaðir til útgáfu á fyrstu skáldverkum höfunda sem eru að stíga frumskrefin á ritvellinum og til að hvetja þá til dáða á þeirri braut. Miðstöð íslenskra bókmennta veitir þau árlega og á fimmtudaginn tóku Fríða Ísberg og Pedro Gunnlaugur Garcia við þeim úr hendi Kristjáns Þórs Júlíussonar, menningar-og menntamálaráðherra. Fríða fyrir handritið Slitförin – Safn ljóða og Pedro Gunnlaugur fyrir skáldsöguna Ráðstefna talandi dýra. Pedro Gunnlaugur er hálfur Portúgali en hefur átt heima á Íslandi frá fjögurra ára aldri. Ráðstefna talandi dýra er frumraun hans í skáldsagnaskrifum. „Ég hafði áður prófað að skrifa leikrit sem lokaverkefni í hagnýtri menningarmiðlun en fannst eftir það að skáldsögur væru heppilegri miðill fyrir mig.“ Í umsögn bókmenntaráðgjafa stendur að Ráðstefna talandi dýra sé ekkert venjulegt byrjendaverk heldur viðamikil, þroskuð og heillandi skáldsaga. Var hann búinn að gera margar atrennur? „Nei, í rauninni ekki. Það er kannski helst því að þakka að ég tók mér ár til að safna saman hugmyndum, melta þær og leyfa þeim að taka á sig form, þá loksins settist ég niður til að setja eitthvað á blað. Eftir það tóku skriftirnar eitt og hálft ár með vinnu í einhverfudeild í grunnskóla. Eftir vinnu settist ég niður hvern einasta dag og skrifaði í tvo til þrjá tíma,“ segir hann. Bók Fríðu, Slitförin, er sextíu ljóða skáldverk og meistaraverkefni hennar í ritlist við Háskóla Íslands undir handleiðslu Sigurðar Pálssonar skálds. „Mér finnst dásamlegt að fá meðbyr og hvatningu og að einhver vilji sjá efnið útgefið. Fréttin um það kom á hárréttum tíma – tveimur dögum áður var ég að hugsa um að henda öllu draslinu,“ segir hún glaðlega. Fríða kveðst hafa ort ljóð frá því hún var fjögurra ára og í umsögn bókmenntaráðgjafa segir meðal annars að ljóð Fríðu taki pláss, sýni afstöðu og grípi lesendur föstum tökum. „Það var alltaf planið að verða rithöfundur,“ segir hún. „Ég fór í heimspeki í háskólanum, og svo ritlist. Það er mikið af leir og unglingsljóðum í skúffunni og ég hef alltaf stefnt að því að gefa út en er ánægð núna með að það gerðist ekki fyrr. Bókin kemur út í október og þá get ég meira talað um efni hennar. Ég þarf að fá aðeins fjarlægð á efnið.“ Í ár bárust 57 umsóknir um Nýræktarstyrki og er það metumsóknarfjöldi á þeim tíu árum sem styrkirnir hafa verið veittir. Verkin sem sótt var um fyrir eru af ýmsum toga, s.s. skáldsögur, leikrit, ljóð, barna- og ungmennabækur, smásögur og glæpasögur og eru höfundar á öllum aldri. Mest lesið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Lífið Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Lífið Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Lífið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Tímalausar og fallegar brúðargjafir Lífið Risastór menningarhátíð á Flateyri Menning Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Bíó og sjónvarp Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Tíska og hönnun Fleiri fréttir Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Nýræktarstyrkir eru ætlaðir til útgáfu á fyrstu skáldverkum höfunda sem eru að stíga frumskrefin á ritvellinum og til að hvetja þá til dáða á þeirri braut. Miðstöð íslenskra bókmennta veitir þau árlega og á fimmtudaginn tóku Fríða Ísberg og Pedro Gunnlaugur Garcia við þeim úr hendi Kristjáns Þórs Júlíussonar, menningar-og menntamálaráðherra. Fríða fyrir handritið Slitförin – Safn ljóða og Pedro Gunnlaugur fyrir skáldsöguna Ráðstefna talandi dýra. Pedro Gunnlaugur er hálfur Portúgali en hefur átt heima á Íslandi frá fjögurra ára aldri. Ráðstefna talandi dýra er frumraun hans í skáldsagnaskrifum. „Ég hafði áður prófað að skrifa leikrit sem lokaverkefni í hagnýtri menningarmiðlun en fannst eftir það að skáldsögur væru heppilegri miðill fyrir mig.“ Í umsögn bókmenntaráðgjafa stendur að Ráðstefna talandi dýra sé ekkert venjulegt byrjendaverk heldur viðamikil, þroskuð og heillandi skáldsaga. Var hann búinn að gera margar atrennur? „Nei, í rauninni ekki. Það er kannski helst því að þakka að ég tók mér ár til að safna saman hugmyndum, melta þær og leyfa þeim að taka á sig form, þá loksins settist ég niður til að setja eitthvað á blað. Eftir það tóku skriftirnar eitt og hálft ár með vinnu í einhverfudeild í grunnskóla. Eftir vinnu settist ég niður hvern einasta dag og skrifaði í tvo til þrjá tíma,“ segir hann. Bók Fríðu, Slitförin, er sextíu ljóða skáldverk og meistaraverkefni hennar í ritlist við Háskóla Íslands undir handleiðslu Sigurðar Pálssonar skálds. „Mér finnst dásamlegt að fá meðbyr og hvatningu og að einhver vilji sjá efnið útgefið. Fréttin um það kom á hárréttum tíma – tveimur dögum áður var ég að hugsa um að henda öllu draslinu,“ segir hún glaðlega. Fríða kveðst hafa ort ljóð frá því hún var fjögurra ára og í umsögn bókmenntaráðgjafa segir meðal annars að ljóð Fríðu taki pláss, sýni afstöðu og grípi lesendur föstum tökum. „Það var alltaf planið að verða rithöfundur,“ segir hún. „Ég fór í heimspeki í háskólanum, og svo ritlist. Það er mikið af leir og unglingsljóðum í skúffunni og ég hef alltaf stefnt að því að gefa út en er ánægð núna með að það gerðist ekki fyrr. Bókin kemur út í október og þá get ég meira talað um efni hennar. Ég þarf að fá aðeins fjarlægð á efnið.“ Í ár bárust 57 umsóknir um Nýræktarstyrki og er það metumsóknarfjöldi á þeim tíu árum sem styrkirnir hafa verið veittir. Verkin sem sótt var um fyrir eru af ýmsum toga, s.s. skáldsögur, leikrit, ljóð, barna- og ungmennabækur, smásögur og glæpasögur og eru höfundar á öllum aldri.
Mest lesið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Lífið Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Lífið Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Lífið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Tímalausar og fallegar brúðargjafir Lífið Risastór menningarhátíð á Flateyri Menning Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Bíó og sjónvarp Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Tíska og hönnun Fleiri fréttir Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“