Andinn á Skjaldborg stór hluti hátíðarinnar Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 3. júní 2017 08:15 "Fólki finnst gaman að tala um myndirnar sínar og fá viðbrögð frá áhorfendum,“ segir Kristín Andrea verkefnastjóri. Það er alltaf gaman á Skjaldborg. Fyrir utan að kynnast merkum heiðursgestum og sjá fullt af nýjum og ferskum myndum er andinn sem ríkir hér stór hluti hátíðarinnar. Því tek ég alltaf frá þessa helgi ef það er mögulegt en ég hef aldrei verið í verkefnastjórn fyrr en núna,“ segir Kristín Andrea Þórðardóttir kvikmyndagerðarkona. Heiðursgestir á Skjaldborg nú eru myndlistarfólkið Steina og Woody Vasulka sem verða þar með námskeið. Nýtt myndlistarrými, skammt frá bíóinu á Patreksfirði, skartar verkum eftir þau sem fengin eru að láni hjá Listasafni Íslands. Auk þess er mynd um þau, eftir Hrafnhildi Gunnarsdóttur, sýnd á hátíðinni undir liðnum Verk í vinnslu. Kristín Andrea segir þar um spennandi efni að ræða. „Það er gaman fyrir alla að kynnast þessum hjónum sem eru þvílíkir frumkvöðlar í vídeólist og voru líka í heimildarmyndagerð.“Úr 690 Vopnafjörður.Annað myndlistartengt atriði í dagskrá Skjaldborgar er heimildarmynd um Birgi Andrésson myndlistarmann (1955-2007) sem Kristján Loðmfjörð er að gera. Kristín Andrea nefnir einnig íþróttaþema. „Ein mynd er um körfuboltaþjálfara, önnur um frjálsíþróttakonu, þriðja um hjólaskautamót, Blóð, sviti og derby nefnist hún og lengsta mynd hátíðarinnar snýst um mýrarboltamót á Ísafirði.“ Fleiri myndir tengjast Vestfjörðum en sú um mýrarboltamótið. Ein er um Svein á Múla á Barðaströnd sem hefur rekið bensínstöð í um fjóra áratugi. Hún heitir Íslendingurinn sem varð bensínlaus og er eftir franska konu, Marine Ottogalli. „Mér skilst að Sveinn hafi verið dálítið númer hér á Patró, oft hafi verið tekinn rúntur í sjoppuna til hans,“ segir Kristín Andrea. Ýtt úr vör snýst um Önundarfjörð, það er eitt af verkum í vinnslu. „Fólk er búið að hreinsa upp gamalt filmuefni úr Önundarfirði frá 1983. Einn aðstandandi þess verkefnis, Þórir Ingvarsson, er lærður forvörður í filmuvinnslu og starfar við það í Gautaborg,“ lýsir Kristín Andrea.Skjól og skart – handverk og saga íslensku búninganna eftir Ásdísi Thoroddsen. „Svo fjöllum við líka um Austfirðina, Árstíð á Seyðisfirði 1964 er eftir Woody Vasulka og aðstandendur myndarinnar 690 Vopnafjörður, hafa dvalið á Vopnafirði löngum stundum, kynnst mannlífinu og hvaða ógnir steðja að því.“ Alls eru 35 myndir frumsýndar á hátíðinni, allar íslenskar eða með íslenska tengingu. Patreksfjörður iðar af lífi að sögn Kristínar Andreu. „Kvikmyndagerðarfólki finnst gaman að tala um myndirnar sínar og fá viðbrögð frá áhorfendum. Við erum öll komin til að vera hér alla helgina, spá í verkin, borða saman, fara í partí og á ball og upplifa einstaka stemningu.“ Allt um dagskrá Skjaldborgar er á www.skjaldborg.com. Menning Mest lesið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Lífið Setja markið á 29. sætið Lífið Gurrý selur slotið Lífið Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Lífið Ekkert gefið eftir í elegansinum Tíska og hönnun Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Einar og Milla eiga von á barni Lífið Fleiri fréttir Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Það er alltaf gaman á Skjaldborg. Fyrir utan að kynnast merkum heiðursgestum og sjá fullt af nýjum og ferskum myndum er andinn sem ríkir hér stór hluti hátíðarinnar. Því tek ég alltaf frá þessa helgi ef það er mögulegt en ég hef aldrei verið í verkefnastjórn fyrr en núna,“ segir Kristín Andrea Þórðardóttir kvikmyndagerðarkona. Heiðursgestir á Skjaldborg nú eru myndlistarfólkið Steina og Woody Vasulka sem verða þar með námskeið. Nýtt myndlistarrými, skammt frá bíóinu á Patreksfirði, skartar verkum eftir þau sem fengin eru að láni hjá Listasafni Íslands. Auk þess er mynd um þau, eftir Hrafnhildi Gunnarsdóttur, sýnd á hátíðinni undir liðnum Verk í vinnslu. Kristín Andrea segir þar um spennandi efni að ræða. „Það er gaman fyrir alla að kynnast þessum hjónum sem eru þvílíkir frumkvöðlar í vídeólist og voru líka í heimildarmyndagerð.“Úr 690 Vopnafjörður.Annað myndlistartengt atriði í dagskrá Skjaldborgar er heimildarmynd um Birgi Andrésson myndlistarmann (1955-2007) sem Kristján Loðmfjörð er að gera. Kristín Andrea nefnir einnig íþróttaþema. „Ein mynd er um körfuboltaþjálfara, önnur um frjálsíþróttakonu, þriðja um hjólaskautamót, Blóð, sviti og derby nefnist hún og lengsta mynd hátíðarinnar snýst um mýrarboltamót á Ísafirði.“ Fleiri myndir tengjast Vestfjörðum en sú um mýrarboltamótið. Ein er um Svein á Múla á Barðaströnd sem hefur rekið bensínstöð í um fjóra áratugi. Hún heitir Íslendingurinn sem varð bensínlaus og er eftir franska konu, Marine Ottogalli. „Mér skilst að Sveinn hafi verið dálítið númer hér á Patró, oft hafi verið tekinn rúntur í sjoppuna til hans,“ segir Kristín Andrea. Ýtt úr vör snýst um Önundarfjörð, það er eitt af verkum í vinnslu. „Fólk er búið að hreinsa upp gamalt filmuefni úr Önundarfirði frá 1983. Einn aðstandandi þess verkefnis, Þórir Ingvarsson, er lærður forvörður í filmuvinnslu og starfar við það í Gautaborg,“ lýsir Kristín Andrea.Skjól og skart – handverk og saga íslensku búninganna eftir Ásdísi Thoroddsen. „Svo fjöllum við líka um Austfirðina, Árstíð á Seyðisfirði 1964 er eftir Woody Vasulka og aðstandendur myndarinnar 690 Vopnafjörður, hafa dvalið á Vopnafirði löngum stundum, kynnst mannlífinu og hvaða ógnir steðja að því.“ Alls eru 35 myndir frumsýndar á hátíðinni, allar íslenskar eða með íslenska tengingu. Patreksfjörður iðar af lífi að sögn Kristínar Andreu. „Kvikmyndagerðarfólki finnst gaman að tala um myndirnar sínar og fá viðbrögð frá áhorfendum. Við erum öll komin til að vera hér alla helgina, spá í verkin, borða saman, fara í partí og á ball og upplifa einstaka stemningu.“ Allt um dagskrá Skjaldborgar er á www.skjaldborg.com.
Menning Mest lesið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Lífið Setja markið á 29. sætið Lífið Gurrý selur slotið Lífið Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Lífið Ekkert gefið eftir í elegansinum Tíska og hönnun Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Einar og Milla eiga von á barni Lífið Fleiri fréttir Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira