410 hestafla VW Golf í Worthersee Finnur Thorlacius skrifar 7. júní 2017 09:00 Fjári reffilegur þessi Golf sem sýndur verður í Worthersee í Austurríki. Á hverju ári sýnir bæði Volkswagen og eigendur breyttra Volkswagen bíla afkvæmi sín, við austurríska vatnið Worthersee. Þessi ökutæki eru alla jafna mikið breytt og mörg æði öflug. Volkswagen mætir með Golf GTI Worthersee Concept bíl sem útlitshannaður var af 13 lærlingum. Þar fer enginn aumingi er kemur að afli en hann er með 410 hestafla drifrás sem samanstendur af brunavél sem knýja framhjólin og rafmagnsmótorum sem knýja afturhjólin. Rafmótorarnir eru 48 Volt og með hámarkafl uppá 12 kílówött. Bíllinn er með Clubsport vindkljúf að aftan og bíllinn stendur á einstökum 20 tommu felgum. Engin aftursæti eru í bílnum en öflugu hljóðkerfi bílsins gefið þess meira pláss og bætt við slatta af hátölurum. Framsætin eru rafstillanleg og þau má stilla með appi úr farsíma og til að mynda láta þau nudda ökumann. Sætin eru klædd nappa leðri og alcantara áklæði og saumuð með bláum tvinna í stíl við ytra útlit bílsins. Volkswagen mun líka sýna Golf GTE langbak sem skartar 16,8 kWh rafhlöðu sem tvöfaldar drægi hans og sérstöku ytra útliti. Worthersee sýningin opnaði þann 24. maí, en þessi sýning dregur á ári hverju að sér margan gestinn. Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent
Á hverju ári sýnir bæði Volkswagen og eigendur breyttra Volkswagen bíla afkvæmi sín, við austurríska vatnið Worthersee. Þessi ökutæki eru alla jafna mikið breytt og mörg æði öflug. Volkswagen mætir með Golf GTI Worthersee Concept bíl sem útlitshannaður var af 13 lærlingum. Þar fer enginn aumingi er kemur að afli en hann er með 410 hestafla drifrás sem samanstendur af brunavél sem knýja framhjólin og rafmagnsmótorum sem knýja afturhjólin. Rafmótorarnir eru 48 Volt og með hámarkafl uppá 12 kílówött. Bíllinn er með Clubsport vindkljúf að aftan og bíllinn stendur á einstökum 20 tommu felgum. Engin aftursæti eru í bílnum en öflugu hljóðkerfi bílsins gefið þess meira pláss og bætt við slatta af hátölurum. Framsætin eru rafstillanleg og þau má stilla með appi úr farsíma og til að mynda láta þau nudda ökumann. Sætin eru klædd nappa leðri og alcantara áklæði og saumuð með bláum tvinna í stíl við ytra útlit bílsins. Volkswagen mun líka sýna Golf GTE langbak sem skartar 16,8 kWh rafhlöðu sem tvöfaldar drægi hans og sérstöku ytra útliti. Worthersee sýningin opnaði þann 24. maí, en þessi sýning dregur á ári hverju að sér margan gestinn.
Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent