Porsche 911 Turbo S árgerð 1993 fór á 75 milljónir 6. júní 2017 12:00 Porsche 911 Turbo S Leichtbau var aðeins smíðaður í 86 eintökum af árgerð 1993. Fyrir 719.500 dollara, eða 75 milljónir króna, má fá þrjá nýja Porsche 911 Turbo S og einn Porsche Panamera Turbo fyrir afganginn. Það var þó ekki þannig sem kaupandinn á þessum bíl vildi eyða peningum sínum. Hann keypti heldur 1993 árgerðina af Porsche 911 Turbo S á Silverstone Auctions uppboðinu fyrir skömmu. Ástæðan fyrir svo háu verði bílsins er að hann er af „Leichtbau“-gerð og voru aðeins 86 slíkir bílar smíðaðir á sínum tíma. Þessi bíll er líka einn af aðeins 6 sem voru með svörtu lakki og mjög sérstökum þriggja lita sætum, innréttingu og stýri, þar sem fjólublár er einn litanna. Mjög var barist á uppboðinu fyrir bílnum og fékkst fyrir hann mun hærra verð en búist hafði verið við. Porsche 911 Turbo S Leichtbau er 180 kílóum léttari en hefðbundin gerð Porsche 911 Turbo S frá þessum tíma. Notkun koltrefja og áls, engin aftursæti, þynnra gler og teppi, skottlok og vindskeið úr kevlar-efni eiga mestan hlut í því að bíllinn er svo léttur. Ekki nóg með það að Porsche 911 Turbo S Leichtbau sé svona miklu léttari þá er hann með 61 hestafli meira en hefðbundna gerðin og skilar 381 hestafli úr 3,3 lítra og 6 strokka vél með forþjöppu, sem tengd er við 5 gíra beinskiptingu. Mest lesið Verst þegar barninu líður eins og það sé annars flokks Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Innlent Fjórtán ára á rúntinum Innlent Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Dómur yfir Bergvini óbreyttur en þarf að greiða hærri miskabætur Innlent Segir Ísraelsher hafa myrt leiðtoga Hamas Erlent Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Innlent
Fyrir 719.500 dollara, eða 75 milljónir króna, má fá þrjá nýja Porsche 911 Turbo S og einn Porsche Panamera Turbo fyrir afganginn. Það var þó ekki þannig sem kaupandinn á þessum bíl vildi eyða peningum sínum. Hann keypti heldur 1993 árgerðina af Porsche 911 Turbo S á Silverstone Auctions uppboðinu fyrir skömmu. Ástæðan fyrir svo háu verði bílsins er að hann er af „Leichtbau“-gerð og voru aðeins 86 slíkir bílar smíðaðir á sínum tíma. Þessi bíll er líka einn af aðeins 6 sem voru með svörtu lakki og mjög sérstökum þriggja lita sætum, innréttingu og stýri, þar sem fjólublár er einn litanna. Mjög var barist á uppboðinu fyrir bílnum og fékkst fyrir hann mun hærra verð en búist hafði verið við. Porsche 911 Turbo S Leichtbau er 180 kílóum léttari en hefðbundin gerð Porsche 911 Turbo S frá þessum tíma. Notkun koltrefja og áls, engin aftursæti, þynnra gler og teppi, skottlok og vindskeið úr kevlar-efni eiga mestan hlut í því að bíllinn er svo léttur. Ekki nóg með það að Porsche 911 Turbo S Leichtbau sé svona miklu léttari þá er hann með 61 hestafli meira en hefðbundna gerðin og skilar 381 hestafli úr 3,3 lítra og 6 strokka vél með forþjöppu, sem tengd er við 5 gíra beinskiptingu.
Mest lesið Verst þegar barninu líður eins og það sé annars flokks Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Innlent Fjórtán ára á rúntinum Innlent Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Dómur yfir Bergvini óbreyttur en þarf að greiða hærri miskabætur Innlent Segir Ísraelsher hafa myrt leiðtoga Hamas Erlent Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Innlent