Veiði 2017 veiðiblað Veiðihornsins kemur út í dag. Karl Lúðvíksson skrifar 1. júní 2017 09:31 Blaðið Veiði 2017 kemur út á morgun, 1. Júní og að þessu sinni er blaðið er stærra en nokkru sinni fyrr eða 100 síður fullar af fróðleik og veiðivörum. "Við leggjum mikinn metnað í blaðið okkar sem hefur nú komið út síðan 2012 en í blaðinu kynnum við helstu vörur okkar, birtum myndir og vörulýsingar auk verðs" segir Ólafur Vigfússon hjá Veiðihorninu sem er ein af vinsælli veiðibúðum landsins. "Það er alltaf erfitt að birta verð í blaði sem þessu í því óstöðuga umhverfi sem við vinnum í. Við reynum þó af fremsta megni að tryggja að verð okkar sé rétt fram á veturinn eða að minnsta kosti það hækki ekki frá því sem gefið er til kynna í blaðinu en að þessu sinni má sjá umtalsverðar verðlækkanir frá því í fyrra í langflestum vöruflokkum" bætir Ólafur við. Tollar af vöðlum og fatnaði voru felldir niður í ársbyrjun 2016 og af öðrum veiðivörum nú í ársbyrjun 2017. Auk þess hefur krónan styrkst umtalsvert eins og öllum er kunnugt um. Verðlækkanir hófust af krafti hjá Veiðihorninu í fyrra og halda áfram nú eins og sjá má þegar þessu blaði og eldri tölublöðum er flett. Veiði 2017 er ekki bara venjulegur vörubæklingur heldur er reynt að birta nokkra fróðleiksmola og góð ráð fyrir viðskiptavini og veiðimenn auk þess sem finna má grein um fluguveiði í sjó í blaðinu. "Það er gríðarlegt átak fyrir litla búð á litlum markaði að standa í útgáfu sem þessari en við teljum að blaðið hjálpi viðskiptavinum okkar við vöruval og meðhöndlun búnaðar og munum því halda útgáfunni áfram af miklum metnaði" segir Ólafur en það er víst nóg að gera framundan hjá starfsfólki Veiðihornsins þar sem laxveiðin byrjar eftir tvo daga. Mest lesið Veiðin fer ágætlega af stað í Hlíðarvatni Veiði Veiðin með Gunnari Bender - 8. þáttur Veiði 18.135 fiskar veiðst í Veiðivötnum Veiði Norðurá komin yfir 1000 laxa og góður gangur í Langá Veiði Veiðibúðin við Lækinn skiptir um eigendur Veiði Gott skot í Tungufljóti í Biskupstungum Veiði Stefnir í kuldalega veiðiopnun Veiði 60 laxar síðustu 12 tímana í Stóru Laxá Veiði Eyjafjarðará að ná sér eftir mikil skakkaföll Veiði Laugardalsá opnuð Veiði
Blaðið Veiði 2017 kemur út á morgun, 1. Júní og að þessu sinni er blaðið er stærra en nokkru sinni fyrr eða 100 síður fullar af fróðleik og veiðivörum. "Við leggjum mikinn metnað í blaðið okkar sem hefur nú komið út síðan 2012 en í blaðinu kynnum við helstu vörur okkar, birtum myndir og vörulýsingar auk verðs" segir Ólafur Vigfússon hjá Veiðihorninu sem er ein af vinsælli veiðibúðum landsins. "Það er alltaf erfitt að birta verð í blaði sem þessu í því óstöðuga umhverfi sem við vinnum í. Við reynum þó af fremsta megni að tryggja að verð okkar sé rétt fram á veturinn eða að minnsta kosti það hækki ekki frá því sem gefið er til kynna í blaðinu en að þessu sinni má sjá umtalsverðar verðlækkanir frá því í fyrra í langflestum vöruflokkum" bætir Ólafur við. Tollar af vöðlum og fatnaði voru felldir niður í ársbyrjun 2016 og af öðrum veiðivörum nú í ársbyrjun 2017. Auk þess hefur krónan styrkst umtalsvert eins og öllum er kunnugt um. Verðlækkanir hófust af krafti hjá Veiðihorninu í fyrra og halda áfram nú eins og sjá má þegar þessu blaði og eldri tölublöðum er flett. Veiði 2017 er ekki bara venjulegur vörubæklingur heldur er reynt að birta nokkra fróðleiksmola og góð ráð fyrir viðskiptavini og veiðimenn auk þess sem finna má grein um fluguveiði í sjó í blaðinu. "Það er gríðarlegt átak fyrir litla búð á litlum markaði að standa í útgáfu sem þessari en við teljum að blaðið hjálpi viðskiptavinum okkar við vöruval og meðhöndlun búnaðar og munum því halda útgáfunni áfram af miklum metnaði" segir Ólafur en það er víst nóg að gera framundan hjá starfsfólki Veiðihornsins þar sem laxveiðin byrjar eftir tvo daga.
Mest lesið Veiðin fer ágætlega af stað í Hlíðarvatni Veiði Veiðin með Gunnari Bender - 8. þáttur Veiði 18.135 fiskar veiðst í Veiðivötnum Veiði Norðurá komin yfir 1000 laxa og góður gangur í Langá Veiði Veiðibúðin við Lækinn skiptir um eigendur Veiði Gott skot í Tungufljóti í Biskupstungum Veiði Stefnir í kuldalega veiðiopnun Veiði 60 laxar síðustu 12 tímana í Stóru Laxá Veiði Eyjafjarðará að ná sér eftir mikil skakkaföll Veiði Laugardalsá opnuð Veiði