Aldrei séð jafn stressaðan mann í þingsal og Willum í gær Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. júní 2017 10:00 Willum Þór Þórsson. Mynd/Hanna Willum Þór Þórsson, þjálfari karlaliðs KR, þurfti að fylgjast með því úr þingsal í gær þegar lið hans keppti við b-deildarlið ÍR í sextán liða úrslitum Borgunarbikarsins. Willum Þór er varaþingmaður Suðvesturkjördæmis og var kallaður inn í fjarveru Eyglóar Harðardóttur. Í gærkvöldi var mikið í gangi á Alþingi þar sem þingmenn voru að reyna að ganga frá öllum lausum endum áður en þeir komust sumarfrí. Willum komst því ekki upp í Mjódd til að stýra sínu liði í bikarleiknum en Arnar Gunnlaugsson, aðstoðarþjálfari hans hjá KR, var þjálfari KR-liðsins í þessum leik. Flestir hefðu búist við frekar auðveldum sigri hjá KR en annað kom á daginn því leikurinn fór alla leið í vítaspyrnukeppni sem KR vann svo 7-6. Í marki KR lengst af í leiknum stóð Jakob Eggertsson í sínum fyrsta alvöru leik en hann kom inná sem varamaður eftir að Sindri Snær Jensson meiddist. ÍR-ingar fengu tækifæri til að tryggja sér sigur í vítakeppninni en hinn 19 ára gamli markvöður kom þá til bjargar og tryggði KR bráðabana. Jakob varði síðan síðustu vítaspyrnu ÍR og tryggði KR-liðinu sæti í átta liða úrslitunum. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfsstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður, tók vel eftir því þegar Willum Þór var að fylgjast með vítaspyrnukeppninni í þingsal. „Aldrei séð jafn stressaðan mann í þingsal og Willum sem fylgdist með vitakeppni sinna manna úr þingsal,“ skrifaði Áslaug Arna inn á Twitter. Þeir sem ekki sáu Willum Þór í þingsalnum í gærkvöldi en eru vanir að sjá hann arka fram og til baka í þjálfaraboxinu á hliðarlínunni geta örugglega auðveldað ímyndað sér hvernig gekk hjá honum í gærkvöldi þegar hann fylgdist með liði sínu úr fjarska í svona spennandi leik.Aldrei séð jafn stressaðan mann í þingsal og Willum sem fylgdist með vitakeppni sinna manna úr þingsal. https://t.co/SbUsgxHeDG — Áslaug Arna (@aslaugarna) May 31, 2017 Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Willum komst ekki af Alþingi til þess að stýra KR Það er enginn Willum Þór Þórsson á bekknum hjá KR í kvöld þar sem það er brjálað að gera hjá honum niður á þingi. 31. maí 2017 20:23 Willum Þór: Við verðum bara betri Willum Þór Þórsson var nokkuð sáttur með leik KR-inga gegn Val í kvöld þó auðvitað væri hann ekki sáttur með að fara stigalaus frá Hlíðarenda. 22. maí 2017 23:15 Umfjöllun og viðtöl: ÍR - KR 7-8 | KR skreið í átta liða úrslitin KR er komið í átta liða úrslitin í Borgunarbikar karla eftir sigur á ÍR í vítaspyrnukeppni. 31. maí 2017 22:00 Mest lesið Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Handbolti Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Handbolti Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Fótbolti Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Handbolti Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Handbolti Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti ICE-fulltrúar á Vetrarólympíuleikunum: „Þetta er hersveit sem drepur“ Sport EM í dag: Einn ótrúlegasti sólarhringur í sögu íslenskra íþrótta Handbolti Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Fleiri fréttir Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Sjá meira
Willum Þór Þórsson, þjálfari karlaliðs KR, þurfti að fylgjast með því úr þingsal í gær þegar lið hans keppti við b-deildarlið ÍR í sextán liða úrslitum Borgunarbikarsins. Willum Þór er varaþingmaður Suðvesturkjördæmis og var kallaður inn í fjarveru Eyglóar Harðardóttur. Í gærkvöldi var mikið í gangi á Alþingi þar sem þingmenn voru að reyna að ganga frá öllum lausum endum áður en þeir komust sumarfrí. Willum komst því ekki upp í Mjódd til að stýra sínu liði í bikarleiknum en Arnar Gunnlaugsson, aðstoðarþjálfari hans hjá KR, var þjálfari KR-liðsins í þessum leik. Flestir hefðu búist við frekar auðveldum sigri hjá KR en annað kom á daginn því leikurinn fór alla leið í vítaspyrnukeppni sem KR vann svo 7-6. Í marki KR lengst af í leiknum stóð Jakob Eggertsson í sínum fyrsta alvöru leik en hann kom inná sem varamaður eftir að Sindri Snær Jensson meiddist. ÍR-ingar fengu tækifæri til að tryggja sér sigur í vítakeppninni en hinn 19 ára gamli markvöður kom þá til bjargar og tryggði KR bráðabana. Jakob varði síðan síðustu vítaspyrnu ÍR og tryggði KR-liðinu sæti í átta liða úrslitunum. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfsstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður, tók vel eftir því þegar Willum Þór var að fylgjast með vítaspyrnukeppninni í þingsal. „Aldrei séð jafn stressaðan mann í þingsal og Willum sem fylgdist með vitakeppni sinna manna úr þingsal,“ skrifaði Áslaug Arna inn á Twitter. Þeir sem ekki sáu Willum Þór í þingsalnum í gærkvöldi en eru vanir að sjá hann arka fram og til baka í þjálfaraboxinu á hliðarlínunni geta örugglega auðveldað ímyndað sér hvernig gekk hjá honum í gærkvöldi þegar hann fylgdist með liði sínu úr fjarska í svona spennandi leik.Aldrei séð jafn stressaðan mann í þingsal og Willum sem fylgdist með vitakeppni sinna manna úr þingsal. https://t.co/SbUsgxHeDG — Áslaug Arna (@aslaugarna) May 31, 2017
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Willum komst ekki af Alþingi til þess að stýra KR Það er enginn Willum Þór Þórsson á bekknum hjá KR í kvöld þar sem það er brjálað að gera hjá honum niður á þingi. 31. maí 2017 20:23 Willum Þór: Við verðum bara betri Willum Þór Þórsson var nokkuð sáttur með leik KR-inga gegn Val í kvöld þó auðvitað væri hann ekki sáttur með að fara stigalaus frá Hlíðarenda. 22. maí 2017 23:15 Umfjöllun og viðtöl: ÍR - KR 7-8 | KR skreið í átta liða úrslitin KR er komið í átta liða úrslitin í Borgunarbikar karla eftir sigur á ÍR í vítaspyrnukeppni. 31. maí 2017 22:00 Mest lesið Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Handbolti Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Handbolti Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Fótbolti Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Handbolti Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Handbolti Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti ICE-fulltrúar á Vetrarólympíuleikunum: „Þetta er hersveit sem drepur“ Sport EM í dag: Einn ótrúlegasti sólarhringur í sögu íslenskra íþrótta Handbolti Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Fleiri fréttir Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Sjá meira
Willum komst ekki af Alþingi til þess að stýra KR Það er enginn Willum Þór Þórsson á bekknum hjá KR í kvöld þar sem það er brjálað að gera hjá honum niður á þingi. 31. maí 2017 20:23
Willum Þór: Við verðum bara betri Willum Þór Þórsson var nokkuð sáttur með leik KR-inga gegn Val í kvöld þó auðvitað væri hann ekki sáttur með að fara stigalaus frá Hlíðarenda. 22. maí 2017 23:15
Umfjöllun og viðtöl: ÍR - KR 7-8 | KR skreið í átta liða úrslitin KR er komið í átta liða úrslitin í Borgunarbikar karla eftir sigur á ÍR í vítaspyrnukeppni. 31. maí 2017 22:00