Andri Rúnar búinn að ná bronsskó síðasta árs í átta leikjum Tómas Þór Þórðarson skrifar 19. júní 2017 10:30 Andri Rúnar hefur skorað í fimm deildarleikjum í röð. vísir/andri marinó Andri Rúnar Bjarnason, framherji spútnikliðs Grindavíkur í Pepsi-deild karla í fótbolta, heldur áfram að skora en hann setti tvö mörk í gær þegar Grindjánar unnu ÍBV, 3-1, í áttundu umferð deildarinnar. Hann á stóran þátt í því að Grindavík er með 17 stig í öðru sæti Pepsi-deildarinnar eftir átta umferðir en liðið verður í öðru sætinu sama hvernig fer í leikjunum fjórum í kvöld þar sem Grindavík er með fjögurra stiga forskot á Stjörnuna sem er í þriðja sæti. Andri Rúnar er búinn að skora í heildina níu mörk í átta fyrstu leikjum sumarsins og væri, eins og fótboltaáhugamaðurinn Stefán Arnar Ómarsson bendir á á Twitter, nú þegar kominn með bronsskóinn á síðustu leiktíð. Króatinn Hrvoje Tokic, sem lék með Víkingi Ólafsvík síðasta sumar, fékk bronsskó Adidas fyrir að skora níu mörk í 21 leik í fyrra en sama fjölda náði Martin Lund Pedersen, frmaherji Fjölnis. Báðir gengu í raðir Breiðabliks eftir tímabilið. Andri Rúnar er með þriggja marka forskot á Steven Lennon í baráttunni um gullskóinn en hann er búinn að skora tveimur mörkum inna en FH-ingarnir Lennon og Kristján Flóki Finnbogason til saman. Þeir eru í öðru og þriðja sæti með sex og fimm mörk. Andri er búinn að skora í fimm leikjum í röð en eftir 3-1 tap á heimavelli fyrir Ólsurum í fjórðu umferð er Grindavík búið að vinna fjóra af síðustu fimm leikjum og safna þrettán stigum af fimmtán mögulegum. Framherjinn magnaði, sem skoraði sjö mörk í 17 leikjum í Inkasso-deildinni á síðustu leiktíð, er búinn að tryggja Grindavík 1-0 sigra á Val og KR, stig á móti FH og skora þrennu á móti Grindavík og tvennu á móti ÍBV. Næsta varnarlína sem fær að spreyta sig gegn heitasta framherja deildarinnar er Breiðablik en Blikar taka á móti Grindjánum í sjónvarpsleik næsta mánudag.9.mörk til að fá bronsskóinn árið 2016. Jafnmikið og ARB99 er kominn með eftir 8.umferðir. #pepsi365 #fotboltinet— Stefan ArnarÓmarsson (@stefan_arnar) June 18, 2017 Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Grindavík - ÍBV 3-1 | Eyjamenn réðu ekkert við Andra Rúnar | Sjáðu mörkin Grindavík vann sinn fimmta sigur í Pepsi-deildinni í sumar þegar Eyjamenn komu í heimsókn. 18. júní 2017 20:15 Mest lesið „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Íslenski boltinn „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Körfubolti Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Handbolti „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Körfubolti Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Dagskráin í dag: Stórleikur að Hlíðarenda Sport Fleiri fréttir „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Sjá meira
Andri Rúnar Bjarnason, framherji spútnikliðs Grindavíkur í Pepsi-deild karla í fótbolta, heldur áfram að skora en hann setti tvö mörk í gær þegar Grindjánar unnu ÍBV, 3-1, í áttundu umferð deildarinnar. Hann á stóran þátt í því að Grindavík er með 17 stig í öðru sæti Pepsi-deildarinnar eftir átta umferðir en liðið verður í öðru sætinu sama hvernig fer í leikjunum fjórum í kvöld þar sem Grindavík er með fjögurra stiga forskot á Stjörnuna sem er í þriðja sæti. Andri Rúnar er búinn að skora í heildina níu mörk í átta fyrstu leikjum sumarsins og væri, eins og fótboltaáhugamaðurinn Stefán Arnar Ómarsson bendir á á Twitter, nú þegar kominn með bronsskóinn á síðustu leiktíð. Króatinn Hrvoje Tokic, sem lék með Víkingi Ólafsvík síðasta sumar, fékk bronsskó Adidas fyrir að skora níu mörk í 21 leik í fyrra en sama fjölda náði Martin Lund Pedersen, frmaherji Fjölnis. Báðir gengu í raðir Breiðabliks eftir tímabilið. Andri Rúnar er með þriggja marka forskot á Steven Lennon í baráttunni um gullskóinn en hann er búinn að skora tveimur mörkum inna en FH-ingarnir Lennon og Kristján Flóki Finnbogason til saman. Þeir eru í öðru og þriðja sæti með sex og fimm mörk. Andri er búinn að skora í fimm leikjum í röð en eftir 3-1 tap á heimavelli fyrir Ólsurum í fjórðu umferð er Grindavík búið að vinna fjóra af síðustu fimm leikjum og safna þrettán stigum af fimmtán mögulegum. Framherjinn magnaði, sem skoraði sjö mörk í 17 leikjum í Inkasso-deildinni á síðustu leiktíð, er búinn að tryggja Grindavík 1-0 sigra á Val og KR, stig á móti FH og skora þrennu á móti Grindavík og tvennu á móti ÍBV. Næsta varnarlína sem fær að spreyta sig gegn heitasta framherja deildarinnar er Breiðablik en Blikar taka á móti Grindjánum í sjónvarpsleik næsta mánudag.9.mörk til að fá bronsskóinn árið 2016. Jafnmikið og ARB99 er kominn með eftir 8.umferðir. #pepsi365 #fotboltinet— Stefan ArnarÓmarsson (@stefan_arnar) June 18, 2017
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Grindavík - ÍBV 3-1 | Eyjamenn réðu ekkert við Andra Rúnar | Sjáðu mörkin Grindavík vann sinn fimmta sigur í Pepsi-deildinni í sumar þegar Eyjamenn komu í heimsókn. 18. júní 2017 20:15 Mest lesið „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Íslenski boltinn „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Körfubolti Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Handbolti „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Körfubolti Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Dagskráin í dag: Stórleikur að Hlíðarenda Sport Fleiri fréttir „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Grindavík - ÍBV 3-1 | Eyjamenn réðu ekkert við Andra Rúnar | Sjáðu mörkin Grindavík vann sinn fimmta sigur í Pepsi-deildinni í sumar þegar Eyjamenn komu í heimsókn. 18. júní 2017 20:15