Annað tækifæri Magnús Guðmundsson skrifar 19. júní 2017 07:00 Þegar konur fengu loks kosningarétt árið 1915 tilkynnti Ingibjörg H. Bjarnason í ræðu við setningu Alþingis síðar um sumarið að næsta baráttumál yrði stofnun Landspítala, öllum til heilla. Það er lýsandi fyrir það að baráttan fyrir kvenfrelsi er barátta fyrir bættu samfélagi. Samfélagi umhyggju, mannvirðingar og réttlætis. Þessi hugtök hafa verið mörgum ofarlega í huga af því tilefni að Robert Downey, áður Róbert Árni Hreiðarsson, hlaut uppreist æru frá yfirvöldum og endurheimti þar með full lögmannsréttindi sem hann var sviptur árið 2008 þegar hann var dæmdur fyrir kynferðisbrot gegn fjórum unglingsstúlkum. Þegar forseti Íslands veitti Robert uppreist æru að tillögu innanríkisráðherra öðlaðist maður sem hafði brotið með viðurstyggilegum hætti gegn fjórum unglingsstúlkum óflekkað mannorð í skilningi laga og þar með t.d. réttinn til þess að verja aðra kynferðisbrotamenn. Sársaukinn sem þetta felur í sér fyrir þolendur er ósegjanlegur og lítilsvirðingin sem þeim er sýnd af hálfu kerfisins algjör. Það undarlega er að það er eins og kerfið hafi veitt Robert Downey uppreist æru upp á sitt eindæmi. Eins og að málinu komi aldrei viti borin manneskja sem lætur sig varða hag, tilfinningar og stöðu þeirra stúlkna sem voru og eru fórnarlömb Róberts. Það er nefnilega vitað að kynferðisglæpir eru glæpir sem halda áfram að særa og meiða fórnarlömb sín jafnvel ævina á enda. Hafi einhver átt að vera meðvitaður um þetta er það gerandinn sem dvaldi oft innan Barnahúss þar sem hann yfirheyrði fórnarlömb meintra kynferðisbrotamanna sem voru skjólstæðingar hans. Að sækja um uppreist æru sýnir því eitthvað annað af hálfu Róberts en iðrun. Kannski sýnir það aðeins vilja til þess að öðlast þetta margfræga annað tækifæri sem samfélagið eftirlætur brotamönnum en gleymir oft að veita fórnarlömbum. Fórnarlömb kynferðisbrotamanna eiga nefnilega skilið annað tækifæri til þess að lifa hamingjuríku lífi án ótta. Annað tækifæri til þess að meta sig að verðleikum – að elska og vera elskuð. Að rífa hrúðrið af sárum fórnarlamba með því að líta svo á að glæpamaður hafi nú hreint mannorð, eins og glæpurinn hafi aldrei átt sér stað, er ekki til þess gert að veita þessum fórnarlömbum annað tækifæri í lífinu. Þvert á móti er það aðför að lífi þeirri og sálarheill. Robert Downey fékk sitt annað tækifæri þegar hann var laus úr fangelsi og fékk tækifæri til þess að lifa í siðuðu samfélagi. Tækifæri til þess að vinna, mennta sig, ferðast og jafnvel elska og vera elskaður. En það var ekki nóg. Hann vildi tækifæri til þess að snúa til fyrri starfa, rétt eins og það að starfa sem lögmaður væru sjálfsögð mannréttindi sem það er auðvitað ekki fremur en önnur ábyrgðarstörf, og það virðist hafa verið honum dýrmætara en sálarheill og annað tækifæri þeirra sem hann meiddi. En svona er kerfið, segja þeir sem þar starfa og ráða, en þá er að breyta kerfinu. Því að kerfi sem veldur slíkum sársauka og gætir ekki betur að hag og sálarheill saklausra barna er ekki samfélag umhyggju, mannvirðingar og réttlætis.Leiðarinn birtist fyrst í Fréttablaðinu 19. júní. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Guðmundsson Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Þegar konur fengu loks kosningarétt árið 1915 tilkynnti Ingibjörg H. Bjarnason í ræðu við setningu Alþingis síðar um sumarið að næsta baráttumál yrði stofnun Landspítala, öllum til heilla. Það er lýsandi fyrir það að baráttan fyrir kvenfrelsi er barátta fyrir bættu samfélagi. Samfélagi umhyggju, mannvirðingar og réttlætis. Þessi hugtök hafa verið mörgum ofarlega í huga af því tilefni að Robert Downey, áður Róbert Árni Hreiðarsson, hlaut uppreist æru frá yfirvöldum og endurheimti þar með full lögmannsréttindi sem hann var sviptur árið 2008 þegar hann var dæmdur fyrir kynferðisbrot gegn fjórum unglingsstúlkum. Þegar forseti Íslands veitti Robert uppreist æru að tillögu innanríkisráðherra öðlaðist maður sem hafði brotið með viðurstyggilegum hætti gegn fjórum unglingsstúlkum óflekkað mannorð í skilningi laga og þar með t.d. réttinn til þess að verja aðra kynferðisbrotamenn. Sársaukinn sem þetta felur í sér fyrir þolendur er ósegjanlegur og lítilsvirðingin sem þeim er sýnd af hálfu kerfisins algjör. Það undarlega er að það er eins og kerfið hafi veitt Robert Downey uppreist æru upp á sitt eindæmi. Eins og að málinu komi aldrei viti borin manneskja sem lætur sig varða hag, tilfinningar og stöðu þeirra stúlkna sem voru og eru fórnarlömb Róberts. Það er nefnilega vitað að kynferðisglæpir eru glæpir sem halda áfram að særa og meiða fórnarlömb sín jafnvel ævina á enda. Hafi einhver átt að vera meðvitaður um þetta er það gerandinn sem dvaldi oft innan Barnahúss þar sem hann yfirheyrði fórnarlömb meintra kynferðisbrotamanna sem voru skjólstæðingar hans. Að sækja um uppreist æru sýnir því eitthvað annað af hálfu Róberts en iðrun. Kannski sýnir það aðeins vilja til þess að öðlast þetta margfræga annað tækifæri sem samfélagið eftirlætur brotamönnum en gleymir oft að veita fórnarlömbum. Fórnarlömb kynferðisbrotamanna eiga nefnilega skilið annað tækifæri til þess að lifa hamingjuríku lífi án ótta. Annað tækifæri til þess að meta sig að verðleikum – að elska og vera elskuð. Að rífa hrúðrið af sárum fórnarlamba með því að líta svo á að glæpamaður hafi nú hreint mannorð, eins og glæpurinn hafi aldrei átt sér stað, er ekki til þess gert að veita þessum fórnarlömbum annað tækifæri í lífinu. Þvert á móti er það aðför að lífi þeirri og sálarheill. Robert Downey fékk sitt annað tækifæri þegar hann var laus úr fangelsi og fékk tækifæri til þess að lifa í siðuðu samfélagi. Tækifæri til þess að vinna, mennta sig, ferðast og jafnvel elska og vera elskaður. En það var ekki nóg. Hann vildi tækifæri til þess að snúa til fyrri starfa, rétt eins og það að starfa sem lögmaður væru sjálfsögð mannréttindi sem það er auðvitað ekki fremur en önnur ábyrgðarstörf, og það virðist hafa verið honum dýrmætara en sálarheill og annað tækifæri þeirra sem hann meiddi. En svona er kerfið, segja þeir sem þar starfa og ráða, en þá er að breyta kerfinu. Því að kerfi sem veldur slíkum sársauka og gætir ekki betur að hag og sálarheill saklausra barna er ekki samfélag umhyggju, mannvirðingar og réttlætis.Leiðarinn birtist fyrst í Fréttablaðinu 19. júní.
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun