„Líkurnar á að Conor McGregor eigi séns í Floyd Mayweather eru nákvæmlega engar“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 16. júní 2017 15:15 Conor McGregor er engum líkur en á hann séns? vísir/getty Einn stærsti íþróttaviðburður seinni tíma fer fram 26. ágúst í Las Vegas þegar einn besti hnefaleikakappi sögunnar, Floyd Mayweather Jr., mætir skærustu MMA-stjörnu heims, Conor McGregor, í hnefaleikahringnum. Mayweather er af mörgum talinn besti hnefaleikakappi allra tíma en hann hefur unnið alla 49 bardaga sína sem atvinnumaður. Conor er fimur boxari en stundar auðvitað blandaðar bardagalistir að atvinnu en ekki hnefaleika. Max Kellerman, annar tvíeykisins í First Take á ESPN, er mikill hnefaleikasérfræðingur en hann hefur fylgst með íþróttinni í ríflega tvo áratugi og starfað við sjónvarpsútsendingar í kringum hnefaleika í mörg ár. Hann fékk spurninguna: Á Conor McGregor möguleika í Floyd Mayweather og það stóð ekki á svari. „Nei, engan séns. Enginn bardagamaður, sem hefur æft hnefaleika frá því hann var krakki, hefur átt möguleika gegn Mayweather. Kannski einn til tveir voru mögulega nálægt því en það voru menn sem höfðu æft íþróttina frá unga aldri,“ sagði hann og hélt áfram: „Það skiptir engu þótt að Conor McGregor sér náttúrlega hæfileikaríkasti boxari sögunnar og sé með meiri náttúrlegri hæfileika en Sugar Ray Robinson og Roy Jones sem báðir höfðu meiri hæfileika en Mayweather.“ „Þrátt fyrir það á Conor ekki möguleika í Floyd Mayweather. Þetta er algjör móðgun við hnefaleika. Alveg eins ætti Mayweather ekki séns í Conor McGregor í MMA. Það er bara ekki hægt að búa til sexhyrning og deila í tvennt.“ „Þetta er eins og að spyrja sig hvor myndi vinna: Michael Phelps eða LeBron James? Þá myndu menn spyrja hvort keppt væri í sundlaug eða körfuboltavelli. Það er kannski ósanngjarn samanburður en tökum þá annað dæmi.“ „Ef við látum sundkappa keppa við sundknattleikskappa myndi sundmaðurinn vinna í sundi í hvert einasta skipti og sundknattleiksmaðurinn myndi vinna í sundknattleik í hvert einasta skipti þrátt fyrir að báðir stundi vatnaíþróttir. Líkurnar á að Conor McGregor eigi séns í Floyd Mayweather eru nákvæmlega engar,“ sagði Max Kellerman. Alla umræðuna má sjá hér að neðan. MMA Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Sport Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Liverpool - Leverkusen | Xabi Alonso snýr aftur á Anfield Í beinni: Real Madrid - Milan | Risaleikur á Santiago Bernabéu Í beinni: Sporting - Man. City | Síðasti heimaleikur Amorims Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram Frestað vegna veðurs „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Stuðningsmenn Arsenal mega ekki kaupa áfengi í Mílanó Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Íslendingar hjálpuðu við að setja heimsmet í New York Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Wendell Green rekinn frá Keflavík Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Eldamennskan stærsta áskorunin Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Sjá meira
Einn stærsti íþróttaviðburður seinni tíma fer fram 26. ágúst í Las Vegas þegar einn besti hnefaleikakappi sögunnar, Floyd Mayweather Jr., mætir skærustu MMA-stjörnu heims, Conor McGregor, í hnefaleikahringnum. Mayweather er af mörgum talinn besti hnefaleikakappi allra tíma en hann hefur unnið alla 49 bardaga sína sem atvinnumaður. Conor er fimur boxari en stundar auðvitað blandaðar bardagalistir að atvinnu en ekki hnefaleika. Max Kellerman, annar tvíeykisins í First Take á ESPN, er mikill hnefaleikasérfræðingur en hann hefur fylgst með íþróttinni í ríflega tvo áratugi og starfað við sjónvarpsútsendingar í kringum hnefaleika í mörg ár. Hann fékk spurninguna: Á Conor McGregor möguleika í Floyd Mayweather og það stóð ekki á svari. „Nei, engan séns. Enginn bardagamaður, sem hefur æft hnefaleika frá því hann var krakki, hefur átt möguleika gegn Mayweather. Kannski einn til tveir voru mögulega nálægt því en það voru menn sem höfðu æft íþróttina frá unga aldri,“ sagði hann og hélt áfram: „Það skiptir engu þótt að Conor McGregor sér náttúrlega hæfileikaríkasti boxari sögunnar og sé með meiri náttúrlegri hæfileika en Sugar Ray Robinson og Roy Jones sem báðir höfðu meiri hæfileika en Mayweather.“ „Þrátt fyrir það á Conor ekki möguleika í Floyd Mayweather. Þetta er algjör móðgun við hnefaleika. Alveg eins ætti Mayweather ekki séns í Conor McGregor í MMA. Það er bara ekki hægt að búa til sexhyrning og deila í tvennt.“ „Þetta er eins og að spyrja sig hvor myndi vinna: Michael Phelps eða LeBron James? Þá myndu menn spyrja hvort keppt væri í sundlaug eða körfuboltavelli. Það er kannski ósanngjarn samanburður en tökum þá annað dæmi.“ „Ef við látum sundkappa keppa við sundknattleikskappa myndi sundmaðurinn vinna í sundi í hvert einasta skipti og sundknattleiksmaðurinn myndi vinna í sundknattleik í hvert einasta skipti þrátt fyrir að báðir stundi vatnaíþróttir. Líkurnar á að Conor McGregor eigi séns í Floyd Mayweather eru nákvæmlega engar,“ sagði Max Kellerman. Alla umræðuna má sjá hér að neðan.
MMA Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Sport Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Liverpool - Leverkusen | Xabi Alonso snýr aftur á Anfield Í beinni: Real Madrid - Milan | Risaleikur á Santiago Bernabéu Í beinni: Sporting - Man. City | Síðasti heimaleikur Amorims Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram Frestað vegna veðurs „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Stuðningsmenn Arsenal mega ekki kaupa áfengi í Mílanó Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Íslendingar hjálpuðu við að setja heimsmet í New York Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Wendell Green rekinn frá Keflavík Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Eldamennskan stærsta áskorunin Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Sjá meira