Toyota á ráspól í Le Mans Finnur Thorlacius skrifar 16. júní 2017 09:28 Það verða tveir Toyota bílar fremstir í ræsingunni í Le Mans um helgina. Hin árlega 24 klukkustunda þolaksturskeppni í Le Mans í Frakklandi fer fram um helgina. Keppt var um uppröðun bíla í ræsingu keppninnar í gærkvöldi. Toyota náði bæði besta og næstbesta tímanum í þessari keppni um ráspólinn. Í þriðja og fjórða sæti komu svo tveir bílar frá Porsche. Í raun mun keppnin í ár, líkt og í fyrra, líklega standa milli Toyota og Porsche, en Porsche hafði sigur í Le Mans keppninni í fyrra. Það var Kamui Kobayashi sem ók þeim Toyota bíl sem náði bestum tímanum í gær, en tími hans í brautinni var 3 mínútur og 14,791 sekúnda. Næst besta tímanum náði Kazuki Nakajima á 3 mínútum og 17,128 ekúndum og tími Porsche bílsins í þriðja sæti var 3 mínútur og 17,159 og honum ók Neel Jani. Það munaði því ekki miklu að Porsche bíllinn skytist á milli Toyota bílanna í annað sætið. Það er svo einn annar Toyota bíll sem er í fimmta sætinu. Það var svo ENSO bíll í sjötta sætinu á tímanum 3 mínútur og 24,170 sekúndum, svo talsvert miklu munar á Toyota og Porsche bílunum og bílum annarra keppanda í Le Mans keppninni að þessu sinni. Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent
Hin árlega 24 klukkustunda þolaksturskeppni í Le Mans í Frakklandi fer fram um helgina. Keppt var um uppröðun bíla í ræsingu keppninnar í gærkvöldi. Toyota náði bæði besta og næstbesta tímanum í þessari keppni um ráspólinn. Í þriðja og fjórða sæti komu svo tveir bílar frá Porsche. Í raun mun keppnin í ár, líkt og í fyrra, líklega standa milli Toyota og Porsche, en Porsche hafði sigur í Le Mans keppninni í fyrra. Það var Kamui Kobayashi sem ók þeim Toyota bíl sem náði bestum tímanum í gær, en tími hans í brautinni var 3 mínútur og 14,791 sekúnda. Næst besta tímanum náði Kazuki Nakajima á 3 mínútum og 17,128 ekúndum og tími Porsche bílsins í þriðja sæti var 3 mínútur og 17,159 og honum ók Neel Jani. Það munaði því ekki miklu að Porsche bíllinn skytist á milli Toyota bílanna í annað sætið. Það er svo einn annar Toyota bíll sem er í fimmta sætinu. Það var svo ENSO bíll í sjötta sætinu á tímanum 3 mínútur og 24,170 sekúndum, svo talsvert miklu munar á Toyota og Porsche bílunum og bílum annarra keppanda í Le Mans keppninni að þessu sinni.
Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent