Frábær veiði á urriða við Árbót Karl Lúðvíksson skrifar 16. júní 2017 06:09 Feyknaveiði hefur verið á Árbótarsvæðinu í Aðaldal. Mynd: Kristján Páll Rafnsson Veiðisvæðið kennt við Árbót þekkja kannski ekki margir en þetta er engu að síður eitt af skemmtilegri veiðisvæðum á urriða og lax í Aðaldalnum. Heildarlengdin á veiðisvæðinu eru tæpir 4 km og á því svæði má finna marga þekkta veiðistaði eins og Tjarnarhólmaflúð, Símastrengu Höskuldavík, Bótastreng og Lönguflúð. Það getur verið mikill urriði á svæðinu og hann er að öllu jöfnu vænn en meðalþyngd er um 3-4 pund og það er ekkert sjaldgæft í sjálfu sér að fá fiska um 5-8 pund. Stærri sjást reglulega en veiðast sjaldan. Veiðimenn sem hafa verið að veiðum í Árbót hafa átt frábæra daga í vikunni en á tveimur dögum lönduðu stangirnar tvær sem veiða svæðið hátt í 60 vænum urriðum og að sögn veiðimanna er mikið líf á svæðinu. Það hafa að auki sést laxar við nokkra veiðistaði svo hann er klárlega mættur á svæðið og bara tíma spursmál hvenær sá fyrsti fellur fyrir flugum veiðimanna. Það sem gefur síðan best í urriðann er þurrfluga og andstreymisveiði með púpu en straumflugurnar geta gefið vel líka ef það er kalt í veðri. Mest lesið Gljúfurá kynnt á veiðikvöldi hjá SVFR Veiði Nýtt nám í veiðileiðsögn Veiði Ný fluga nefnd eftir Zelensky Veiði Villtur lax á tuttugu þúsund krónur kílóið Veiði Veiðir einhver með Devon í dag? Veiði Góðar fréttir af gæsaveiði um allt land Veiði Málþing LS í heild sinni: Áheyrendur slegnir yfir niðurstöðum um áhrif sjókvíaeldis Veiði Enn hægt að finna útsölur Veiði Allt er þegar þrennt er Veiði Hróarslækur kominn til Iceland Outfitters Veiði
Veiðisvæðið kennt við Árbót þekkja kannski ekki margir en þetta er engu að síður eitt af skemmtilegri veiðisvæðum á urriða og lax í Aðaldalnum. Heildarlengdin á veiðisvæðinu eru tæpir 4 km og á því svæði má finna marga þekkta veiðistaði eins og Tjarnarhólmaflúð, Símastrengu Höskuldavík, Bótastreng og Lönguflúð. Það getur verið mikill urriði á svæðinu og hann er að öllu jöfnu vænn en meðalþyngd er um 3-4 pund og það er ekkert sjaldgæft í sjálfu sér að fá fiska um 5-8 pund. Stærri sjást reglulega en veiðast sjaldan. Veiðimenn sem hafa verið að veiðum í Árbót hafa átt frábæra daga í vikunni en á tveimur dögum lönduðu stangirnar tvær sem veiða svæðið hátt í 60 vænum urriðum og að sögn veiðimanna er mikið líf á svæðinu. Það hafa að auki sést laxar við nokkra veiðistaði svo hann er klárlega mættur á svæðið og bara tíma spursmál hvenær sá fyrsti fellur fyrir flugum veiðimanna. Það sem gefur síðan best í urriðann er þurrfluga og andstreymisveiði með púpu en straumflugurnar geta gefið vel líka ef það er kalt í veðri.
Mest lesið Gljúfurá kynnt á veiðikvöldi hjá SVFR Veiði Nýtt nám í veiðileiðsögn Veiði Ný fluga nefnd eftir Zelensky Veiði Villtur lax á tuttugu þúsund krónur kílóið Veiði Veiðir einhver með Devon í dag? Veiði Góðar fréttir af gæsaveiði um allt land Veiði Málþing LS í heild sinni: Áheyrendur slegnir yfir niðurstöðum um áhrif sjókvíaeldis Veiði Enn hægt að finna útsölur Veiði Allt er þegar þrennt er Veiði Hróarslækur kominn til Iceland Outfitters Veiði