Porsche hugleiðir að hætta í þolakstri Finnur Thorlacius skrifar 15. júní 2017 11:09 Þolakstursökumenn Porsche sigurreifir eftir einn sigurinn. Þeim gæti fækkað. Nú fer að styttast í Le Mans sólarhringsþolaksturkeppnina í Frakklandi. Einn þátttakenda þar í ár verður Porsche, en það gæti orðið í síðasta sinni í bili því þar á bæ eru uppi hugmyndir um að hætta þolakstri. Porsche 919 Hybrid bílar Porsche hafa verið einkar sigursælir í þolakstri undanfarin ár, en nú í ár hefur ekki gengið eins vel. Í World Endurance Championship þolakstursmótaröðinni í ár hefur Toyota haft sigur í fyrstu tveimur keppnum ársins og hvort það á hlut í máli skal ósagt látið. Núna eru hafnar æfingar í Le Mans fyrir þessa frægu árlegu keppni og á æfingu í gær náði Porsche besta tímanum, en daginn áður voru það þrír Toyota bílar sem náðu þremur bestu tímunum. Það gæti því orðið erfitt fyrir Porsche að verja titil sinn í ár frá fyrra ári og víst er að samkeppnin verður harðari frá Toyota. Toyota er með nýjan TS050 bíl í þolaksturkeppnunum í ár en Porsche 919 Hybrid bílarnir eru eldri og standast samkeppnina æ verr við Toyota. Því er Porsche einn kostur fær, að skapa nýjan bíl til að standa uppí hárinu á Toyota bílunum, eða annar kostur, að hætta keppni. Audi sem var afar sigursælt í þolakstri fyrir ekki svo löngu dró sig úr keppni fyrir örfáum árum og var dísilvélasvindli Volkswagen Group samstæðunnar kennt um brotthvarf þeirra. Það sama gæti verið uppá teningnum í tilfelli Porsche, en bæði fyrirtækin tilheyra Volkswagen Group. Volkswagen Group á í stökustu vandræðum með að standa undir öllum þeim kostnaði sem fylgir sektum og innköllunum sem dísilvélasvindlinu fylgir og því eru lúxusverkefni eins og þátttaka í þolakstruskeppnum ekki efst á baugi. Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Egill Þór er látinn Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent
Nú fer að styttast í Le Mans sólarhringsþolaksturkeppnina í Frakklandi. Einn þátttakenda þar í ár verður Porsche, en það gæti orðið í síðasta sinni í bili því þar á bæ eru uppi hugmyndir um að hætta þolakstri. Porsche 919 Hybrid bílar Porsche hafa verið einkar sigursælir í þolakstri undanfarin ár, en nú í ár hefur ekki gengið eins vel. Í World Endurance Championship þolakstursmótaröðinni í ár hefur Toyota haft sigur í fyrstu tveimur keppnum ársins og hvort það á hlut í máli skal ósagt látið. Núna eru hafnar æfingar í Le Mans fyrir þessa frægu árlegu keppni og á æfingu í gær náði Porsche besta tímanum, en daginn áður voru það þrír Toyota bílar sem náðu þremur bestu tímunum. Það gæti því orðið erfitt fyrir Porsche að verja titil sinn í ár frá fyrra ári og víst er að samkeppnin verður harðari frá Toyota. Toyota er með nýjan TS050 bíl í þolaksturkeppnunum í ár en Porsche 919 Hybrid bílarnir eru eldri og standast samkeppnina æ verr við Toyota. Því er Porsche einn kostur fær, að skapa nýjan bíl til að standa uppí hárinu á Toyota bílunum, eða annar kostur, að hætta keppni. Audi sem var afar sigursælt í þolakstri fyrir ekki svo löngu dró sig úr keppni fyrir örfáum árum og var dísilvélasvindli Volkswagen Group samstæðunnar kennt um brotthvarf þeirra. Það sama gæti verið uppá teningnum í tilfelli Porsche, en bæði fyrirtækin tilheyra Volkswagen Group. Volkswagen Group á í stökustu vandræðum með að standa undir öllum þeim kostnaði sem fylgir sektum og innköllunum sem dísilvélasvindlinu fylgir og því eru lúxusverkefni eins og þátttaka í þolakstruskeppnum ekki efst á baugi.
Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Egill Þór er látinn Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent