Í eldhúsi Evu: Morgunverðarbaka með kartöflum, beikoni og eggjum Eva Laufey skrifar 17. júní 2017 15:00 Frábær réttur fyrir þá sem vilja njóta morgunsins. Eva Laufey Í þáttunum Í eldhúsi Evu, sem sýndir eru á Stöð 2 á fimmtudögum, töfra ég fram ýmsar kræsingar. Hér má finna uppskrift að dásamlegri morgunverðarböku. Morgunverðarbaka með kartöflum, beikoni og eggjum 1 msk ólífuolía ¼ blaðlaukur, smátt skorinn 150 g kurlað beikon 1 rauð paprika, smátt skorin 1 hvítlauksrif, marin 4 bökunarkartöflur, skornar í teninga salt og nýmalaður pipar 10 kirsuberjatómatar 4 – 5 egg fersk Steinselja Parmesan ostur Aðferð: Hitið ofninn i 180°. Hitið olíu á pönnu og steikið laukinn við vægan hita þar til laukurinn verður mjúkur. Bætið beikonkurlinu, paprikunni og hvítlauknum út á pönnuna og steikið í nokkrar mínútur. Bætið kartöfluteningum saman við og kryddið með salti og pipar. Setjið blönduna í eldfast mót þegar kartöflurnar eru eldaðar í gegn. Skerið niður kirsuberjatómata og dreifið yfir. Brjótið eggin yfir og bakið við 180°C í ca. 10 mínútur eða þar til eggin eru fullelduð. Þegar kartöflubakan kemur út úr ofninum er gott að saxa niður ferska steinselju og strá yfir réttinn ásamt því að rífa duglega niður af parmesan osti. Dögurður Eva Laufey Morgunmatur Uppskriftir Mest lesið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Lífið Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Menning Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Lífið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið
Í þáttunum Í eldhúsi Evu, sem sýndir eru á Stöð 2 á fimmtudögum, töfra ég fram ýmsar kræsingar. Hér má finna uppskrift að dásamlegri morgunverðarböku. Morgunverðarbaka með kartöflum, beikoni og eggjum 1 msk ólífuolía ¼ blaðlaukur, smátt skorinn 150 g kurlað beikon 1 rauð paprika, smátt skorin 1 hvítlauksrif, marin 4 bökunarkartöflur, skornar í teninga salt og nýmalaður pipar 10 kirsuberjatómatar 4 – 5 egg fersk Steinselja Parmesan ostur Aðferð: Hitið ofninn i 180°. Hitið olíu á pönnu og steikið laukinn við vægan hita þar til laukurinn verður mjúkur. Bætið beikonkurlinu, paprikunni og hvítlauknum út á pönnuna og steikið í nokkrar mínútur. Bætið kartöfluteningum saman við og kryddið með salti og pipar. Setjið blönduna í eldfast mót þegar kartöflurnar eru eldaðar í gegn. Skerið niður kirsuberjatómata og dreifið yfir. Brjótið eggin yfir og bakið við 180°C í ca. 10 mínútur eða þar til eggin eru fullelduð. Þegar kartöflubakan kemur út úr ofninum er gott að saxa niður ferska steinselju og strá yfir réttinn ásamt því að rífa duglega niður af parmesan osti.
Dögurður Eva Laufey Morgunmatur Uppskriftir Mest lesið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Lífið Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Menning Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Lífið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið