Lengri sumarlokanir í verksmiðjum GM vegna dræmrar sölu Finnur Thorlacius skrifar 15. júní 2017 10:26 Úr einni verksmiðju General Motors í Bandaríkjunum. Dræm sala fólksbíla General Motors mun leiða til lengri sumarlokana í verksmiðjum fyrirtækisins í sumar. Dæmi um það er verksmiðja GM í Ohio sem framleiðir Chevrolet Cruze bílinn en þar var meiningin að loka í 2 vikur í sumar en ákveðið hefur verið að framlengja lokunina í 5 vikur. Það sama á við um verksmiðju GM í Kentucky þar sem Chevrolet Malibu bíllinn er framleiddur. Lokanirnar verða í tveimur síðustu vikum júní og fyrstu 3 vikum júlí. Ekki er það sama upp á teningnum í verksmiðjum GM sem framleiða jepplinga, jeppa eða pallbíla. Sala Chevrolet Malibu hefur minnkað um 30% á þessu ári og munar um minna. General Motors hefur einnig brugðist við minnkandi sölu fólksbíla sinna með því að fækka vöktum í verksmiðjum sínum, úr þremur í tvær. Hjá GM er gert ráð fyrir því að í þeim verksmiðjum sem framleiddir eru fóksbílar muni starfsemin í æ meira mæli verða færð til framleiðslu jepplinga, jeppa og pallbíla. Í byrjun júní átti GM 95 daga birgðir af bílum og hafði sú tala farið niður úr 97 dögum í byrjun maí, en er samt talsvert hærri en hjá öðrum bílaframleiðendum. Eftir 7 ára stöðuga aukningu í bílasölu í Bandaríkjunum hefur sala bíla minnkað það sem af er ári um 2%. Sala fólksbíla GM hefur á þessum tíma minnkað um 13%, en á móti kemur að sala á jepplingu, jeppum og pallbílum fyrirtækisins hefur aukist um 4,1%. Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent
Dræm sala fólksbíla General Motors mun leiða til lengri sumarlokana í verksmiðjum fyrirtækisins í sumar. Dæmi um það er verksmiðja GM í Ohio sem framleiðir Chevrolet Cruze bílinn en þar var meiningin að loka í 2 vikur í sumar en ákveðið hefur verið að framlengja lokunina í 5 vikur. Það sama á við um verksmiðju GM í Kentucky þar sem Chevrolet Malibu bíllinn er framleiddur. Lokanirnar verða í tveimur síðustu vikum júní og fyrstu 3 vikum júlí. Ekki er það sama upp á teningnum í verksmiðjum GM sem framleiða jepplinga, jeppa eða pallbíla. Sala Chevrolet Malibu hefur minnkað um 30% á þessu ári og munar um minna. General Motors hefur einnig brugðist við minnkandi sölu fólksbíla sinna með því að fækka vöktum í verksmiðjum sínum, úr þremur í tvær. Hjá GM er gert ráð fyrir því að í þeim verksmiðjum sem framleiddir eru fóksbílar muni starfsemin í æ meira mæli verða færð til framleiðslu jepplinga, jeppa og pallbíla. Í byrjun júní átti GM 95 daga birgðir af bílum og hafði sú tala farið niður úr 97 dögum í byrjun maí, en er samt talsvert hærri en hjá öðrum bílaframleiðendum. Eftir 7 ára stöðuga aukningu í bílasölu í Bandaríkjunum hefur sala bíla minnkað það sem af er ári um 2%. Sala fólksbíla GM hefur á þessum tíma minnkað um 13%, en á móti kemur að sala á jepplingu, jeppum og pallbílum fyrirtækisins hefur aukist um 4,1%.
Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent