Sport

Buffer-bræðurnir munu líklega kynna peningabardagann

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Fagmennirnir Michael og Bruce Buffer.
Fagmennirnir Michael og Bruce Buffer. vísir/getty
Bardagi Floyd Mayweather og Conor McGregor verður örugglega mikil skrautsýning en hann er líka einstakt tækifæri fyrir Buffer-bræðurna sem eru þekktustu íþróttakynnar heims enda miklir gullbarkar báðir.

Kynnarnir Michael og Bruce Buffer eru hálfbræður og fá nú líklega að vinna saman í fyrsta skipti á risastórum viðburði. Bardagi þeirra Mayweather og Conor gengur undir nafninu peningabardaginn.

Eldri bróðirinn Michael hefur verið rödd hnefaleikanna á meðan Buffer er rödd UFC. Nú er hægt að leiða þá saman í hringinn fyrir einn bardaga. Það verður frekar svalt er Michael kynnir Mayweather en Bruce kynnir Conor.

Michael er orðinn 72 ára gamall og hefur verið í faginu síðan árið 1982. Lengi vel þar á undan vann hann fyrir sér sem fyrirsæta.

Bruce er sextugur og byrjaði að kynna árið 1996. Hann er líka stjórnarformaður fyrirtækis þeirra bræðra sem heitir The Buffer Partnership.

Þeirra tenging í bardagaheiminn kemur upprunalega frá afa þeirra, Johnny Buff, sem var hnefaleikakappi.

MMA

Tengdar fréttir

Dana White: Conor er 100% viss um að vinna

Dana White, forseti UFC, segir að Conor McGregor sé handviss um að hann muni sigra Floyd Mayweather þegar þeir mætast í hringnum þann 26. ágúst næstkomandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×