Kerti sem koma skilaboðum til skila Guðný Hrönn skrifar 15. júní 2017 11:00 Núna er hægt að koma út úr skápnum með því að kveikja á kerti. Í dag verður fögnuður í Kiosk í tilefni þess að vöruhönnuðurinn Þórunn Árnadóttir er að senda frá sér nýja kertalínu en flestir fagurkerar ættu að kannast við PyroPet-kertin sem Þórunn er þekkt fyrir. Fyrir þá sem ekki þekkja PyroPet-kerti Þórunnar þá er um að ræða kerti sem eru eins og dýr í laginu og þegar vaxið bráðnar kemur í ljós beinagrind. „Ég stofnaði PyroPet Candle Company með félaga mínum, Dan Koval árið 2014. PyroPet fæst nú í 27 löndum víðs vegar um heiminn, þar á meðal í yfir 100 verslunum í USA og um 150 verslunum í Frakklandi,“ segir Þórunn um fyrirtækið sem heitir nú 54 Celsius. Nýjasta lína Þórunnar byggir á sömu hugmynd og PyroPet-kertin- þegar vaxið bráðnar kemur í ljós eitthvað óvænt. Nýja kertalínan kallast „I Just Wanted To Tell You“ eða „Mig langaði bara að segja þér“ á íslensku.Þórunn Árnadóttir sendir frá sér nýja kertalínu.FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN„Hvert kerti kemur í lítilli sætri postulínsskál, og ofan á vaxinu stendur: „I Just Wanted To Tell You“. Þegar vaxið bráðnar verður það smátt og smátt glært og þá koma í ljós leyniskilaboð á botni skálarinnar. Þetta er kjörin tækifærisgjöf sem býður upp á óvenjulega og skemmtilega upplifun,“ segir Þórunn. Átta mismunandi kerti eru innan línunnar og öll hafa þau ólík skilaboð. Spurð út í sitt uppáhaldskerti segir Þórunn:„Uppáhaldskertið mitt er eiginlega „I'm flaming gay!“. Er það ekki alveg frábær leið til þess að koma út úr skápnum?“ Partýið í Kiosk hefst klukkan 17.00. „Léttar veigar verða í boði, happdrætti og 20% kynningarafsláttur af kertunum aðeins á þessum viðburði,“ segir Þórunn og hvetur fólk til að láta sjá sig. Mest lesið Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Lífið „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Lífið Öldrun í hársverði - Fríða Rut gefur ráð Lífið samstarf Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Lífið Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Tónlist Hágæða merkjavara á geggjuðum afslætti út föstudaginn Lífið samstarf Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Lífið „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Tónlist Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Lífið Fleiri fréttir Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Skemmtilegasti partur dagsins að klæða sig upp „Fataskápurinn minn gerir ekki ráð fyrir sól“ Íslensk hátíska úr fiskileðri slær í gegn í Vogue Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Er Rihanna best klædda mamma allra tíma? Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra „Núna þori ég miklu meira“ „Þetta kom mér jafnmikið á óvart eins og öðrum“ Stálu senunni í París Byrjaði fjögurra ára í búningaleik og hætti aldrei Katrín og Inga Rut í stjórn Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs Það allra heitasta í sumarförðuninni Sjá meira
Í dag verður fögnuður í Kiosk í tilefni þess að vöruhönnuðurinn Þórunn Árnadóttir er að senda frá sér nýja kertalínu en flestir fagurkerar ættu að kannast við PyroPet-kertin sem Þórunn er þekkt fyrir. Fyrir þá sem ekki þekkja PyroPet-kerti Þórunnar þá er um að ræða kerti sem eru eins og dýr í laginu og þegar vaxið bráðnar kemur í ljós beinagrind. „Ég stofnaði PyroPet Candle Company með félaga mínum, Dan Koval árið 2014. PyroPet fæst nú í 27 löndum víðs vegar um heiminn, þar á meðal í yfir 100 verslunum í USA og um 150 verslunum í Frakklandi,“ segir Þórunn um fyrirtækið sem heitir nú 54 Celsius. Nýjasta lína Þórunnar byggir á sömu hugmynd og PyroPet-kertin- þegar vaxið bráðnar kemur í ljós eitthvað óvænt. Nýja kertalínan kallast „I Just Wanted To Tell You“ eða „Mig langaði bara að segja þér“ á íslensku.Þórunn Árnadóttir sendir frá sér nýja kertalínu.FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN„Hvert kerti kemur í lítilli sætri postulínsskál, og ofan á vaxinu stendur: „I Just Wanted To Tell You“. Þegar vaxið bráðnar verður það smátt og smátt glært og þá koma í ljós leyniskilaboð á botni skálarinnar. Þetta er kjörin tækifærisgjöf sem býður upp á óvenjulega og skemmtilega upplifun,“ segir Þórunn. Átta mismunandi kerti eru innan línunnar og öll hafa þau ólík skilaboð. Spurð út í sitt uppáhaldskerti segir Þórunn:„Uppáhaldskertið mitt er eiginlega „I'm flaming gay!“. Er það ekki alveg frábær leið til þess að koma út úr skápnum?“ Partýið í Kiosk hefst klukkan 17.00. „Léttar veigar verða í boði, happdrætti og 20% kynningarafsláttur af kertunum aðeins á þessum viðburði,“ segir Þórunn og hvetur fólk til að láta sjá sig.
Mest lesið Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Lífið „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Lífið Öldrun í hársverði - Fríða Rut gefur ráð Lífið samstarf Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Lífið Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Tónlist Hágæða merkjavara á geggjuðum afslætti út föstudaginn Lífið samstarf Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Lífið „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Tónlist Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Lífið Fleiri fréttir Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Skemmtilegasti partur dagsins að klæða sig upp „Fataskápurinn minn gerir ekki ráð fyrir sól“ Íslensk hátíska úr fiskileðri slær í gegn í Vogue Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Er Rihanna best klædda mamma allra tíma? Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra „Núna þori ég miklu meira“ „Þetta kom mér jafnmikið á óvart eins og öðrum“ Stálu senunni í París Byrjaði fjögurra ára í búningaleik og hætti aldrei Katrín og Inga Rut í stjórn Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs Það allra heitasta í sumarförðuninni Sjá meira