Segir getu slökkviliðs til að takast á við eldsvoða í háhýsum háða brunavörnum Jóhann K. Jóhannsson skrifar 14. júní 2017 18:30 Slökkviliðsstjóri höfuðborgarsvæðisins segir brunavarnir skipta öllu máli komi upp eldur í háhýsi líkt og gerðist í London í nótt. Hann segir slökkviliðið í stakk búið til þess að takast á við sambærilegan bruna, komi hann upp, séu eldvarnir í lagi. Byggingafyrirkomulag á Íslandi hefur breyst í áranna rás og með þéttingu byggðar hefur til að mynda háhýsum á höfuðborgarsvæðinu fjölgað. Hallgrímskirkja er enn með hæstu byggingum landsins en háum fjölbýlishúsum og skrifstofubyggingum hefur fjölgað mikið. Hæstu íbúðablokkirnar eru í Skuggahverfinu og í Salahverfi í Kópavogi. Hæstu skrifstofubyggingarnar eru á Höfðatorgi og turnarnir við Smáralind. Slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu segir brunavarnir skipta öllu máli þegar upp kemur eldur í byggingum sem þessum. „Okkar geta gagnvart svona brunum er rosalega háð því að allar eldvarnir séu í lagi í húsnæðinu og menn hafa fylgt þeim stöðlum sem lagt er upp með og að menn séu með reglubundið og gott eftirlit eftir brunavörnum,“ segir Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu. Jón Viðar segir að hvergi megi slaka á í forvörnum og að fyrirmælum um brunavarnir sé fylgt til hins ýtrasta. „Eins og með brunaviðvörunarkerfi, vatnsúðakerfi og í rauninni öllu því og þarna er mikilvægasti hlekkurinn í því fyrir okkur til þess að tryggja öryggi þeirra sem búa á okkar svæði,“ segir Jón Viðar. Um tvö hundruð slökkviliðsmenn hafa að slökkvistarfi í London í nótt á yfir fjörutíu slökkvibifreiðum, fyrir utan aðra bráðaþjónustu. Jón Viðar segir aðstæður hér á landi frábrugðnar þeim sem voru í London í nótt. „Það segir sig sjálft. Bara að því að London er stærri en Reykjavík. Þess vegna er enn og aftur mikilvægt að forvarnir og allt það sé í góðu lagi. Núna er hugur manns hjá því fólki sem þarna eru. Hjá kollegum okkar að glíma við þetta. Þetta er alveg skelfilegur atburður. Maður getur í rauninni ekki sett sig í þessi spor því þarna erum við að horfa á eitthvað sem að mér skilst að hafi ekki átt sér stað í London og ég man ekki eftir svona atviki allavega hérna í Evrópu eða nær okkur. Maður hefur séð svona atvik í löndum sem eru fjær okkur,“ segir Jón Viðar. Tengdar fréttir Helgi hlúði að slösuðum í nótt Helgi Jóhannsson, svæfingarlæknir á St. Mary's-sjúkrahúsinu, var ræstur út í nótt til að hlúa að íbúum Grenfell Tower sem brann í nótt. 14. júní 2017 12:12 Bruninn í London: Maður greip ungabarn sem sleppt var frá tíundu hæð Ótrúlegar sögur berast nú frá Norður-Kensington í London þar sem mikill bruni kom upp í Grenfell Tower í nótt. 14. júní 2017 10:30 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Sjá meira
Slökkviliðsstjóri höfuðborgarsvæðisins segir brunavarnir skipta öllu máli komi upp eldur í háhýsi líkt og gerðist í London í nótt. Hann segir slökkviliðið í stakk búið til þess að takast á við sambærilegan bruna, komi hann upp, séu eldvarnir í lagi. Byggingafyrirkomulag á Íslandi hefur breyst í áranna rás og með þéttingu byggðar hefur til að mynda háhýsum á höfuðborgarsvæðinu fjölgað. Hallgrímskirkja er enn með hæstu byggingum landsins en háum fjölbýlishúsum og skrifstofubyggingum hefur fjölgað mikið. Hæstu íbúðablokkirnar eru í Skuggahverfinu og í Salahverfi í Kópavogi. Hæstu skrifstofubyggingarnar eru á Höfðatorgi og turnarnir við Smáralind. Slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu segir brunavarnir skipta öllu máli þegar upp kemur eldur í byggingum sem þessum. „Okkar geta gagnvart svona brunum er rosalega háð því að allar eldvarnir séu í lagi í húsnæðinu og menn hafa fylgt þeim stöðlum sem lagt er upp með og að menn séu með reglubundið og gott eftirlit eftir brunavörnum,“ segir Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu. Jón Viðar segir að hvergi megi slaka á í forvörnum og að fyrirmælum um brunavarnir sé fylgt til hins ýtrasta. „Eins og með brunaviðvörunarkerfi, vatnsúðakerfi og í rauninni öllu því og þarna er mikilvægasti hlekkurinn í því fyrir okkur til þess að tryggja öryggi þeirra sem búa á okkar svæði,“ segir Jón Viðar. Um tvö hundruð slökkviliðsmenn hafa að slökkvistarfi í London í nótt á yfir fjörutíu slökkvibifreiðum, fyrir utan aðra bráðaþjónustu. Jón Viðar segir aðstæður hér á landi frábrugðnar þeim sem voru í London í nótt. „Það segir sig sjálft. Bara að því að London er stærri en Reykjavík. Þess vegna er enn og aftur mikilvægt að forvarnir og allt það sé í góðu lagi. Núna er hugur manns hjá því fólki sem þarna eru. Hjá kollegum okkar að glíma við þetta. Þetta er alveg skelfilegur atburður. Maður getur í rauninni ekki sett sig í þessi spor því þarna erum við að horfa á eitthvað sem að mér skilst að hafi ekki átt sér stað í London og ég man ekki eftir svona atviki allavega hérna í Evrópu eða nær okkur. Maður hefur séð svona atvik í löndum sem eru fjær okkur,“ segir Jón Viðar.
Tengdar fréttir Helgi hlúði að slösuðum í nótt Helgi Jóhannsson, svæfingarlæknir á St. Mary's-sjúkrahúsinu, var ræstur út í nótt til að hlúa að íbúum Grenfell Tower sem brann í nótt. 14. júní 2017 12:12 Bruninn í London: Maður greip ungabarn sem sleppt var frá tíundu hæð Ótrúlegar sögur berast nú frá Norður-Kensington í London þar sem mikill bruni kom upp í Grenfell Tower í nótt. 14. júní 2017 10:30 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Sjá meira
Helgi hlúði að slösuðum í nótt Helgi Jóhannsson, svæfingarlæknir á St. Mary's-sjúkrahúsinu, var ræstur út í nótt til að hlúa að íbúum Grenfell Tower sem brann í nótt. 14. júní 2017 12:12
Bruninn í London: Maður greip ungabarn sem sleppt var frá tíundu hæð Ótrúlegar sögur berast nú frá Norður-Kensington í London þar sem mikill bruni kom upp í Grenfell Tower í nótt. 14. júní 2017 10:30