Koenigsegg seldi 80 Regera á 190 milljónir hvern Finnur Thorlacius skrifar 14. júní 2017 13:53 Koenigsegg Regera er sannkallaður ofurbíl, enda kostar hann skildinginn. Sænski bílasmiðurinn Christian von Koenigsegg hefur selt upp alla fyrirhugaða framleiðslu á ofurbílnum Koenigsegg Regera, en hver slíkur kostar litlar 190 milljónir króna. Samtals hefur hann því selt þessa 80 bíla fyrir 15,2 milljarða króna. Aldrei stóð til að framleiða meira en þessa 80 bíla af Regera, en þessi bíll er 1.500 hestöfl og er bæði með brunavél og rafmótora, eða tengiltvinnbíll. Koenigsegg hefur aldrei áður selt eins marga bíla af einni tegund, en hingað til hefur framleiðslan fremur skorðast við örfá eintök af hverri gerð. Koenigsegg Regera er með 5,0 lítra V8 vél og þrjá rafmagnsmótora og þessi drifrás kemur bílnum í 100 km hraða á 2,8 sekúndum. Bíllinn er með hámarkshraðann 400 km/klst og það sem merkilegast er að hann nær þeim hraða á minna en 20 sekúndum. Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent
Sænski bílasmiðurinn Christian von Koenigsegg hefur selt upp alla fyrirhugaða framleiðslu á ofurbílnum Koenigsegg Regera, en hver slíkur kostar litlar 190 milljónir króna. Samtals hefur hann því selt þessa 80 bíla fyrir 15,2 milljarða króna. Aldrei stóð til að framleiða meira en þessa 80 bíla af Regera, en þessi bíll er 1.500 hestöfl og er bæði með brunavél og rafmótora, eða tengiltvinnbíll. Koenigsegg hefur aldrei áður selt eins marga bíla af einni tegund, en hingað til hefur framleiðslan fremur skorðast við örfá eintök af hverri gerð. Koenigsegg Regera er með 5,0 lítra V8 vél og þrjá rafmagnsmótora og þessi drifrás kemur bílnum í 100 km hraða á 2,8 sekúndum. Bíllinn er með hámarkshraðann 400 km/klst og það sem merkilegast er að hann nær þeim hraða á minna en 20 sekúndum.
Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent