Líkir forseta Golfsambandsins við leiðtoga Norður-Kóreu Henry Birgir Gunnarsson skrifar 14. júní 2017 16:30 Haukur Örn Birgisson, forseti GSÍ. vísir/stefán Sú ákvörðun Golfsambands Íslands að spila Íslandsmótið í holukeppni á aðeins 13 holum hefur vakið mikil viðbrögð í golfheiminum. Sumum líst vel á þetta á meðan öðrum hugnast það alls ekki og sumir eru hreinlega reiðir. Einn þeirra er Margeir Vilhjálmsson sem ritar harðorðan pistil á kylfingur.is. Pistillinn ber yfirskriftina: „Mesta vanvirðing íslenskrar golfsögu“. Í pistlinum líkir Margeir forseta GSÍ, Hauki Erni Birgissyni, við leiðtoga Norður-Kóreu. Þetta er að minnsta kosti í annað sinn sem hann gerir það. „Að sögn forseta GSÍ, sem ég einhverntíma líkti við mann að nafni Kim hefur þessi tilkynning vakið heimsathygli. Yfirlýsingin um heimsathygli þessarar tilkynningar minnir óneitanlega svolítið á yfirlýsingar tvífara hans í Kóreu um yfirnáttúrulega getu sína á golfvellinum,“ skrifar Margeir meðal annars. „Það er margt sem gerst hefur í íslensku golfi í gegnum tíðina sem seint verður talið til fyrirmyndar. Ég fullyrði þó að þessi ákvörðun sem Golfsamband Íslands hefur tekið í samstarfi við Golfklúbb Vestmannaeyja er sú aumasta sem tekin hefur verið í íslenskri golfsögu. Hún er golfhreyfingunni allri til háborinnar skammar. Meiri vanvirðingu er ekki hægt sýna keppnisfólki,“ skrifar Margeir harðorður.Pistilinn má lesa hér. Haukar ritar pistil á golf.is í dag þar sem hann fer yfir þessa ákvörðun Golfsambandsins. „Það var lauslega rætt um möguleikann á að halda Íslandsmótið í holukeppni á golfvelli með færri en átján holur í náinni framtíð, enda er holukeppi heppilegasta keppnisfyrirkomulagið fyrir óhefðbundinn holufjölda. Forgjafarútreikningur skiptir engu máli auk þess sem hefðbundin holukeppni er sjaldnast akkúrat 18 holur, henni lýkur yfirleitt fyrr og stundum síðar. Það sama gildir ekki um höggleiksmót og forgjafarreglur standa þessu beinlínis í vegi,“ ritar Haukar og bætir við að ástand vallarins í Eyjum hafi ekki verið nógu gott á öllum holum. „Mótshaldarar stóðu því frammi fyrir þremur valkostum. Í fyrsta lagi að leika á hinum skemmdu flötum. Í öðru lagi að færa mótið á annan golfvöll og í þriðja lagi að leika færri en átján holur vallarins. Fyrsti kosturinn kom aldrei til greina, því eins og áður segir þá viljum við bjóða upp á bestu keppnisaðstæður hverju sinni. Slæmar flatir falla ekki þar undir. Annar kosturinn krafðist þess að finna hefði þurft annan golfvöll með afar skömmum fyrirvara, sem alls ekki er hlaupið að, auk þess sem kylfingar og golfklúbburinn í Eyjum hefðu orðið fyrir fjárhagstjóni vegna breytinganna. Golfklúbburinn var búinn að fjárfesta mikið í mótinu og margir keppendur búnir að kaupa sér ferðir og gistingu umrædda helgi. Þriðji kosturinn blasti því við og ákveðið var að fækka holunum.“Lesa má pistil Hauks hér. Golf Mest lesið Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Sú ákvörðun Golfsambands Íslands að spila Íslandsmótið í holukeppni á aðeins 13 holum hefur vakið mikil viðbrögð í golfheiminum. Sumum líst vel á þetta á meðan öðrum hugnast það alls ekki og sumir eru hreinlega reiðir. Einn þeirra er Margeir Vilhjálmsson sem ritar harðorðan pistil á kylfingur.is. Pistillinn ber yfirskriftina: „Mesta vanvirðing íslenskrar golfsögu“. Í pistlinum líkir Margeir forseta GSÍ, Hauki Erni Birgissyni, við leiðtoga Norður-Kóreu. Þetta er að minnsta kosti í annað sinn sem hann gerir það. „Að sögn forseta GSÍ, sem ég einhverntíma líkti við mann að nafni Kim hefur þessi tilkynning vakið heimsathygli. Yfirlýsingin um heimsathygli þessarar tilkynningar minnir óneitanlega svolítið á yfirlýsingar tvífara hans í Kóreu um yfirnáttúrulega getu sína á golfvellinum,“ skrifar Margeir meðal annars. „Það er margt sem gerst hefur í íslensku golfi í gegnum tíðina sem seint verður talið til fyrirmyndar. Ég fullyrði þó að þessi ákvörðun sem Golfsamband Íslands hefur tekið í samstarfi við Golfklúbb Vestmannaeyja er sú aumasta sem tekin hefur verið í íslenskri golfsögu. Hún er golfhreyfingunni allri til háborinnar skammar. Meiri vanvirðingu er ekki hægt sýna keppnisfólki,“ skrifar Margeir harðorður.Pistilinn má lesa hér. Haukar ritar pistil á golf.is í dag þar sem hann fer yfir þessa ákvörðun Golfsambandsins. „Það var lauslega rætt um möguleikann á að halda Íslandsmótið í holukeppni á golfvelli með færri en átján holur í náinni framtíð, enda er holukeppi heppilegasta keppnisfyrirkomulagið fyrir óhefðbundinn holufjölda. Forgjafarútreikningur skiptir engu máli auk þess sem hefðbundin holukeppni er sjaldnast akkúrat 18 holur, henni lýkur yfirleitt fyrr og stundum síðar. Það sama gildir ekki um höggleiksmót og forgjafarreglur standa þessu beinlínis í vegi,“ ritar Haukar og bætir við að ástand vallarins í Eyjum hafi ekki verið nógu gott á öllum holum. „Mótshaldarar stóðu því frammi fyrir þremur valkostum. Í fyrsta lagi að leika á hinum skemmdu flötum. Í öðru lagi að færa mótið á annan golfvöll og í þriðja lagi að leika færri en átján holur vallarins. Fyrsti kosturinn kom aldrei til greina, því eins og áður segir þá viljum við bjóða upp á bestu keppnisaðstæður hverju sinni. Slæmar flatir falla ekki þar undir. Annar kosturinn krafðist þess að finna hefði þurft annan golfvöll með afar skömmum fyrirvara, sem alls ekki er hlaupið að, auk þess sem kylfingar og golfklúbburinn í Eyjum hefðu orðið fyrir fjárhagstjóni vegna breytinganna. Golfklúbburinn var búinn að fjárfesta mikið í mótinu og margir keppendur búnir að kaupa sér ferðir og gistingu umrædda helgi. Þriðji kosturinn blasti því við og ákveðið var að fækka holunum.“Lesa má pistil Hauks hér.
Golf Mest lesið Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira