Bakvið tjöldin við tökur á Game of Thrones: "Ísland eini staðurinn sem kemur til greina“ Stefán Árni Pálsson skrifar 14. júní 2017 11:30 Það styttist í að sjöunda serían hefjist. Í síðasta mánuði kom út ný stikla fyrir nýjustu seríu Game of Thrones og eru aðdáendur að verða spenntir fyrir því að sjöunda þáttaröðin hefjist í júlí. Þáttaröðin átti upphaflega að fara fyrr í loftið en dróst á langinn meðal annars vegna snjóleysis hér á Íslandi. Tafði það upptökur svo að frumsýningu var frestað. Tökuliðið var hér á ferð um miðjan janúar og fóru tökur meðal annars fram á Svínafellsjökli, í Reynisfjöru og við Jökulsárlón. Þetta var í fimmta skipti sem tökulið þáttanna kemur hingað til lands. Þáttaröðin sjálf, sem verður sú næstsíðasta í röðinni, hefst 16. júlí næstkomandi. Þættirnir verða sýndir samtímis í fjölda landa, þar á meðal á Stöð 2 á Íslandi. Nú hefur verið gefið út myndskeið sem sýnir bak við tjöldin frá tökunum á Íslandi og einnig á Spáni. „Við elskum öll að koma til íslands, þar er allt svo fallegt,“ segir Bernie Caulfield, úr GOT teyminu. „Á hverjum degi þegar sólin rís fáum við nýja gjöf fyrir okkur sem tökulið. Það getur verið mjög erfitt að taka upp á Íslandi,“ segir Caulfield. „Myndatökumennirnir eru oft í vandræðum með að finna fókusinn þar sem þeir eru kannski að drepast úr kulda á fingrunum.“Snow sáttur„Þetta náttúruumhverfi gefur þáttunum raunverulegan blæ,“ segir Kit Harington, einn af aðalleikurum þáttanna en hann fer með hlutverk Jon Snow. Alveg frá því í annarri seríu hefur Ísland alltaf verið tökustaðurinn þegar atburðir eiga að gerast norðan veggjarins. „Það er oft gaman að mæta á tökustað í myrkrinu og síðan sjá hvernig staðurinn lítur út þegar sólin kemur upp. Þá áttar maður sig á því að þessi staður mun algjörlega gera þáttinn að því sem hann er.“ „Ef við viljum gefa norðrinu villt umhverfi, þá er Ísland eini staðurinn sem kemur til greina,“ segir Kristofer Hivju, sem leikur Tormund.Hér að neðan má sjá myndbandið sjálft. Game of Thrones Tengdar fréttir Fimm þáttaraðir í bígerð, ekki fjórar George RR Martin segir þættina fjalla um forsögu sögumheims A Song of Ice and Fire. 15. maí 2017 14:15 Ný stikla úr sjöundu þáttaröð Game of Thrones Þáttaröðin sjálf, sem verður sú næstsíðasta í röðinni, hefst 16. júlí næstkomandi. 24. maí 2017 17:17 Teiknaði öll morðin í GOT til að hjálpa okkur að rifja upp allar þáttaraðirnar Núna styttist óðum í það að sjöunda þáttaröðin af Game of Thrones hefjist á Stöð 2 og um heim allan. 29. maí 2017 11:15 Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Fleiri fréttir Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum vampíruhryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Í síðasta mánuði kom út ný stikla fyrir nýjustu seríu Game of Thrones og eru aðdáendur að verða spenntir fyrir því að sjöunda þáttaröðin hefjist í júlí. Þáttaröðin átti upphaflega að fara fyrr í loftið en dróst á langinn meðal annars vegna snjóleysis hér á Íslandi. Tafði það upptökur svo að frumsýningu var frestað. Tökuliðið var hér á ferð um miðjan janúar og fóru tökur meðal annars fram á Svínafellsjökli, í Reynisfjöru og við Jökulsárlón. Þetta var í fimmta skipti sem tökulið þáttanna kemur hingað til lands. Þáttaröðin sjálf, sem verður sú næstsíðasta í röðinni, hefst 16. júlí næstkomandi. Þættirnir verða sýndir samtímis í fjölda landa, þar á meðal á Stöð 2 á Íslandi. Nú hefur verið gefið út myndskeið sem sýnir bak við tjöldin frá tökunum á Íslandi og einnig á Spáni. „Við elskum öll að koma til íslands, þar er allt svo fallegt,“ segir Bernie Caulfield, úr GOT teyminu. „Á hverjum degi þegar sólin rís fáum við nýja gjöf fyrir okkur sem tökulið. Það getur verið mjög erfitt að taka upp á Íslandi,“ segir Caulfield. „Myndatökumennirnir eru oft í vandræðum með að finna fókusinn þar sem þeir eru kannski að drepast úr kulda á fingrunum.“Snow sáttur„Þetta náttúruumhverfi gefur þáttunum raunverulegan blæ,“ segir Kit Harington, einn af aðalleikurum þáttanna en hann fer með hlutverk Jon Snow. Alveg frá því í annarri seríu hefur Ísland alltaf verið tökustaðurinn þegar atburðir eiga að gerast norðan veggjarins. „Það er oft gaman að mæta á tökustað í myrkrinu og síðan sjá hvernig staðurinn lítur út þegar sólin kemur upp. Þá áttar maður sig á því að þessi staður mun algjörlega gera þáttinn að því sem hann er.“ „Ef við viljum gefa norðrinu villt umhverfi, þá er Ísland eini staðurinn sem kemur til greina,“ segir Kristofer Hivju, sem leikur Tormund.Hér að neðan má sjá myndbandið sjálft.
Game of Thrones Tengdar fréttir Fimm þáttaraðir í bígerð, ekki fjórar George RR Martin segir þættina fjalla um forsögu sögumheims A Song of Ice and Fire. 15. maí 2017 14:15 Ný stikla úr sjöundu þáttaröð Game of Thrones Þáttaröðin sjálf, sem verður sú næstsíðasta í röðinni, hefst 16. júlí næstkomandi. 24. maí 2017 17:17 Teiknaði öll morðin í GOT til að hjálpa okkur að rifja upp allar þáttaraðirnar Núna styttist óðum í það að sjöunda þáttaröðin af Game of Thrones hefjist á Stöð 2 og um heim allan. 29. maí 2017 11:15 Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Fleiri fréttir Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum vampíruhryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Fimm þáttaraðir í bígerð, ekki fjórar George RR Martin segir þættina fjalla um forsögu sögumheims A Song of Ice and Fire. 15. maí 2017 14:15
Ný stikla úr sjöundu þáttaröð Game of Thrones Þáttaröðin sjálf, sem verður sú næstsíðasta í röðinni, hefst 16. júlí næstkomandi. 24. maí 2017 17:17
Teiknaði öll morðin í GOT til að hjálpa okkur að rifja upp allar þáttaraðirnar Núna styttist óðum í það að sjöunda þáttaröðin af Game of Thrones hefjist á Stöð 2 og um heim allan. 29. maí 2017 11:15