Tesla orðið fjórða verðmætasta bílafyrirtæki heims Finnur Thorlacius skrifar 13. júní 2017 09:25 Tesla Model X. Þegar verðmæti Tesla á hlutabréfmarkaði fór upp fyrir Ford og General Motors ráku margir upp stór augu, en nú hefur verðmæti Tesla enn vaxið og farið upp fyrir BMW og er fyrir vikið orðið fjórða verðmætasta bílafyrirtæki heims. Hlutabréfverð Tesla jókst í síðustu viku um 1,9% og fór upp fyrir verðmæti BMW sem nú stendur í 61,3 milljörðum bandaríkjadala, eða um 6.130 milljörðum króna. Þetta hefur gerst þrátt fyrir að Tesla hafi svo til aldrei skilað hagnaði, að minnsta kosti ekki á heilu ári, þó svo það hafi gerst á einum ársfjórðungi. Framleiðsla Tesla er heldur ekki svo mikil og seldi Tesla aðeins 80.000 bíla í fyrra. Á meðan seldi 2,4 milljón bíla og hagnaðist um 7,7 milljarða bandaríkjadala, eða 770 milljarða króna. Í fyrra tapaði Tesla 725 milljónum bandaríkjadala, eða 72,5 milljörðum króna. Fjárfestar sjá hins vegar framtíð fólgna í rafmagnsbílasölu, en ekki í framleiðslu bíla með brunavélar og það skýrir verðmæti Tesla og trúna á framtíð þess. Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent
Þegar verðmæti Tesla á hlutabréfmarkaði fór upp fyrir Ford og General Motors ráku margir upp stór augu, en nú hefur verðmæti Tesla enn vaxið og farið upp fyrir BMW og er fyrir vikið orðið fjórða verðmætasta bílafyrirtæki heims. Hlutabréfverð Tesla jókst í síðustu viku um 1,9% og fór upp fyrir verðmæti BMW sem nú stendur í 61,3 milljörðum bandaríkjadala, eða um 6.130 milljörðum króna. Þetta hefur gerst þrátt fyrir að Tesla hafi svo til aldrei skilað hagnaði, að minnsta kosti ekki á heilu ári, þó svo það hafi gerst á einum ársfjórðungi. Framleiðsla Tesla er heldur ekki svo mikil og seldi Tesla aðeins 80.000 bíla í fyrra. Á meðan seldi 2,4 milljón bíla og hagnaðist um 7,7 milljarða bandaríkjadala, eða 770 milljarða króna. Í fyrra tapaði Tesla 725 milljónum bandaríkjadala, eða 72,5 milljörðum króna. Fjárfestar sjá hins vegar framtíð fólgna í rafmagnsbílasölu, en ekki í framleiðslu bíla með brunavélar og það skýrir verðmæti Tesla og trúna á framtíð þess.
Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent