Plastnotkun og matarsóun í lágmarki í Mathöllinni Guðný Hrönn skrifar 13. júní 2017 11:15 Ragnar Egilsson og Bryndís Sveinsdóttir geta ekki beðið eftir að hægt verði að opna Hlemm Mathöll, útlit er fyrir að það verði í júlí. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR Það eru margir sælkerar sem bíða spenntir eftir opnun Mathallarinnar á Hlemmi þar sem hægt verður að kaupa fjölbreyttan mat og drykki úr fersku hráefni. „Það er ekki komin nákvæm dagsetning á hvenær markaðurinn verður opnaður. En það er óhætt að segja að þetta verði opnað á næstu vikum,“ segir Ragnar Egilsson, markaðsstjóri hjá Hlemmi Mathöll. Til stóð að opna matarmarkaðinn í vor en nokkrar tafir urðu. „Það sem við strönduðum á er að það þurfti margt að laga í húsnæðinu. Þetta er hús sem er komið til ára sinna og borgin er að skila því af sér núna. Þetta lítur vel út,“ útskýrir Ragnar sem spáir því að markaðurinn verði opnaður í júlí. En núna er allt að smella og ljóst er að allir sem koma að markaðinum munu vinna með það að leiðarljósi að lágmarka matarsóun og hugsa vel um umhverfið. „Við ættum að vera eins umhverfisvæn og við mögulega getum. Markmiðið er að vera alveg plastlaus og ég tel að það náist alveg. Grænmetið verður til dæmis flest umbúðalaust, og þær umbúðir sem verða notaðar eru með „fair trade“-vottun,“ segir Ragnar sem hvetur viðskiptavini til að mæta með margnota poka á markaðinn. „Það er auðvitað best en svo verðum við með einhverja pappírspoka líka.“ Minnir á nammibarBryndís Sveinsdóttir sér um grænmetisverslun Mathallarinnar. Sú verslun hefur hlotið nafnið Rabbar Barinn. „Allt grænmetið verður selt í lausu og það verður allt íslenskt hjá okkur,“ segir hún. Bryndís segir fyrirkomulagið í kringum Rabbar Barinn minna svolítið á nammibarinn í Hagkaupum. „Fólk kemur inn og fær að plokka algjörlega það sem það vill og svo er hráefnið selt eftir vigt. Hérna fær fólk að kaupa nákvæmlega það magn sem það vantar,“ segir Bryndís sem er orðin afar spennt fyrir opnuninni.„Við munum gefa Íslendingum færi á að kaupa alvöru íslenskar vörur sem eru algjört sælgæti og auðvitað miklu hollari en það sem fæst á hefðbundnum nammibar.“ Á Rabbar Barnum verður svo hægt að kaupa gómsætar grænmetissúpur. „Helga Mogensen er að búa til uppskriftir fyrir okkur. Það verða tvær til þrjár súpur til sölu hjá okkur á hverjum degi, ýmist til að borða á staðnum eða til að taka með. Ein súpan verður úr grænmeti sem er alveg að falla á tíma og hún verður ódýrari en hinar,“ útskýrir Bryndís sem er mikið í mun að draga úr matarsóun. „Þetta er því fullkomið fyrir þá sem vilja taka þátt í að vernda umhverfið.“ Þegar Ragnar er spurður nánar út í fyrirkomulagið segir hann: „Hérna verða 10 rekstraraðilar með bása. Og hér verða pop-up básar á svæðinu, þannig að það er ákveðið svigrúm fyrir tímabundna viðburði. Mathöllin verður opin allan ársins hring, frá morgni til kvölds. Fyrir utan verður svo útisvæði þannig að vonandi náum við að opna á meðan það er einhver sól,“ segir hann og hlær. „Þetta er auðvitað svæði sem hefur ekki verið nógu vel nýtt undanfarið.“ Ragnar segir að í Mathöllinni verði lögð áhersla á samstarf. „Þarna fá rekstraraðilar tækifæri til að nota hráefni frá öðrum sem taka þátt í matarmarkaðinum. Þetta hefur vantað í matarmenningu á Íslandi.“ Matur Mest lesið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning Cruise afþakkaði boð Trump Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Fleiri fréttir Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Sjá meira
Það eru margir sælkerar sem bíða spenntir eftir opnun Mathallarinnar á Hlemmi þar sem hægt verður að kaupa fjölbreyttan mat og drykki úr fersku hráefni. „Það er ekki komin nákvæm dagsetning á hvenær markaðurinn verður opnaður. En það er óhætt að segja að þetta verði opnað á næstu vikum,“ segir Ragnar Egilsson, markaðsstjóri hjá Hlemmi Mathöll. Til stóð að opna matarmarkaðinn í vor en nokkrar tafir urðu. „Það sem við strönduðum á er að það þurfti margt að laga í húsnæðinu. Þetta er hús sem er komið til ára sinna og borgin er að skila því af sér núna. Þetta lítur vel út,“ útskýrir Ragnar sem spáir því að markaðurinn verði opnaður í júlí. En núna er allt að smella og ljóst er að allir sem koma að markaðinum munu vinna með það að leiðarljósi að lágmarka matarsóun og hugsa vel um umhverfið. „Við ættum að vera eins umhverfisvæn og við mögulega getum. Markmiðið er að vera alveg plastlaus og ég tel að það náist alveg. Grænmetið verður til dæmis flest umbúðalaust, og þær umbúðir sem verða notaðar eru með „fair trade“-vottun,“ segir Ragnar sem hvetur viðskiptavini til að mæta með margnota poka á markaðinn. „Það er auðvitað best en svo verðum við með einhverja pappírspoka líka.“ Minnir á nammibarBryndís Sveinsdóttir sér um grænmetisverslun Mathallarinnar. Sú verslun hefur hlotið nafnið Rabbar Barinn. „Allt grænmetið verður selt í lausu og það verður allt íslenskt hjá okkur,“ segir hún. Bryndís segir fyrirkomulagið í kringum Rabbar Barinn minna svolítið á nammibarinn í Hagkaupum. „Fólk kemur inn og fær að plokka algjörlega það sem það vill og svo er hráefnið selt eftir vigt. Hérna fær fólk að kaupa nákvæmlega það magn sem það vantar,“ segir Bryndís sem er orðin afar spennt fyrir opnuninni.„Við munum gefa Íslendingum færi á að kaupa alvöru íslenskar vörur sem eru algjört sælgæti og auðvitað miklu hollari en það sem fæst á hefðbundnum nammibar.“ Á Rabbar Barnum verður svo hægt að kaupa gómsætar grænmetissúpur. „Helga Mogensen er að búa til uppskriftir fyrir okkur. Það verða tvær til þrjár súpur til sölu hjá okkur á hverjum degi, ýmist til að borða á staðnum eða til að taka með. Ein súpan verður úr grænmeti sem er alveg að falla á tíma og hún verður ódýrari en hinar,“ útskýrir Bryndís sem er mikið í mun að draga úr matarsóun. „Þetta er því fullkomið fyrir þá sem vilja taka þátt í að vernda umhverfið.“ Þegar Ragnar er spurður nánar út í fyrirkomulagið segir hann: „Hérna verða 10 rekstraraðilar með bása. Og hér verða pop-up básar á svæðinu, þannig að það er ákveðið svigrúm fyrir tímabundna viðburði. Mathöllin verður opin allan ársins hring, frá morgni til kvölds. Fyrir utan verður svo útisvæði þannig að vonandi náum við að opna á meðan það er einhver sól,“ segir hann og hlær. „Þetta er auðvitað svæði sem hefur ekki verið nógu vel nýtt undanfarið.“ Ragnar segir að í Mathöllinni verði lögð áhersla á samstarf. „Þarna fá rekstraraðilar tækifæri til að nota hráefni frá öðrum sem taka þátt í matarmarkaðinum. Þetta hefur vantað í matarmenningu á Íslandi.“
Matur Mest lesið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning Cruise afþakkaði boð Trump Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Fleiri fréttir Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Sjá meira