Valur mun fá mikinn liðsstyrk er félagaskiptaglugginn opnar aftur um miðjan júlí.
Samkvæmt Stavanger Aftenblad þá hefur Valur náð samkomulagi við Viking um kaupverð á danska framherjanum Patrick Pedersen.
Pedersen lék síðast með Val árið 2015 er hann varð markahæsti leikmaður Pepsi-deildarinnar. Þarf því ekkert að fjölyrða um hversu mikill liðsstyrkur þetta er fyrir Valsmenn.
Það var mikið rætt um að Pedersen væri á leið til Vals í maí en þá gengu hlutirnir ekki upp. Nú hafa liðin aftur á móti náð saman.
Pedersen hefur ekki fundið í búningi Viking og því var félagið til í að selja. Pedersen skoraði fimm mörk í 28 leikjum í fyrra og er búinn að skora eitt mark í fimm leikjum í ár.
Valur búinn að kaupa Pedersen frá Viking
Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Mest lesið



Lærisveinar Alfreðs að stinga af
Handbolti


Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ
Körfubolti

Svona var þing KKÍ
Körfubolti

Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn
Enski boltinn


„Þetta var góður gluggi fyrir marga“
Handbolti
