Dennis Rodman á leiðinni til Norður-Kóreu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 12. júní 2017 23:15 Dennis Rodman. vísir/getty Körfuboltastjarnan Dennis Rodman er á leiðinni til Norður-Kóreu og er búist við því að hann lendi þar á morgun, þriðjudag. Greint er frá þessu á vef CNN en þar segir að fréttamenn miðilsins hafi rekist á Rodman á flugvellinum í Beijing. Rodman vildi hins vegar ekki svara neinum spurningum blaðamanna. CNN spurðist þá fyrir um heimsókn Rodman hjá embættismönnum í Pyongyang og fengust þá þau svör að körfuboltamaðurinn fyrrverandi væri væntanlegur þangað á morgun. Rodman hefur heimsótt Norður-Kóreu að minnsta kosti fjórum sinnum áður en þar af voru þrjár af ferðum hans á árunum 2013 og 2014. Hann er einn af fáum Bandaríkjamönnum sem hitt hafa einræðisherra landsins, Kim Jong Un. Ekki er vitað hvert er tilefni heimsóknar Rodman núna en síðasta heimsóknin hans var í janúar 2014. Þá fór hann til Norður-Kóreu ásamt nokkrum öðrum fyrrverandi leikmönnum úr NBA-deildinni og léku þeir nokkurs konar sýningar-körfuboltaleik sem sagður var vera afmælisgjöf til Kim Jong Un. Rodman hefur varið ferðir sínar til Norður-Kóreu og sagst vera þar í erindrekstri fyrir körfuboltann. Eins og þekkt er er Norður-Kórea afar einangruð, bæði í efnahagslegu og pólitísku tilliti, auk þess sem stjórnvöld þar í landi hafa brotið á mannréttindum þegna sinna í áraraðir. Rodman virðist þó ekki láta það á sig fá en hann lék meðal annars með Chicago Bulls, San Antonio Spurs og Detroit Pistons í NBA á 10. áratugnum. Norður-Kórea Tengdar fréttir Prófun á eldflaugavarnarkerfi Bandaríkjanna heppnaðist Höfuðstöðvar Bandaríska varnarmálaráðuneytisins, Pentagon, hafa skotið niður tilraunasprengihleðslu sína yfir Kyrrahafinu. Með þessari tilraun hefur lykiltakmarki í þróun á eldflaugavarnarkerfi Bandaríkjanna verið náð. 30. maí 2017 21:14 Yfirvöld Norður-Kóreu segja tilraunaskotið hafa heppnast vel Ríkisfréttastofa Norður-Kóreu hefur staðfest að tilraunaskot á miðdrægri eldflaug, sem skotið var á loft fyrr í dag, hafi tekist eins og áætlað var. 21. maí 2017 23:55 Norður-Kóreumenn gagnrýna Trump vegna Parísarsamkomulagsins "Þetta er hámark sjálfselskunnar og siðferðislegs tómarúms sem sækist aðeins eftir eigin velferð á kostnað allrar plánetunnar,“ segir utanríkisráðuneyti Norður-Kóreu um að Donald Trump hafi ákveðið að draga Bandaríkin út úr Parísarsamkomulaginu. 7. júní 2017 17:27 Mest lesið Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi Innlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Bílvelta á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Sjá meira
Körfuboltastjarnan Dennis Rodman er á leiðinni til Norður-Kóreu og er búist við því að hann lendi þar á morgun, þriðjudag. Greint er frá þessu á vef CNN en þar segir að fréttamenn miðilsins hafi rekist á Rodman á flugvellinum í Beijing. Rodman vildi hins vegar ekki svara neinum spurningum blaðamanna. CNN spurðist þá fyrir um heimsókn Rodman hjá embættismönnum í Pyongyang og fengust þá þau svör að körfuboltamaðurinn fyrrverandi væri væntanlegur þangað á morgun. Rodman hefur heimsótt Norður-Kóreu að minnsta kosti fjórum sinnum áður en þar af voru þrjár af ferðum hans á árunum 2013 og 2014. Hann er einn af fáum Bandaríkjamönnum sem hitt hafa einræðisherra landsins, Kim Jong Un. Ekki er vitað hvert er tilefni heimsóknar Rodman núna en síðasta heimsóknin hans var í janúar 2014. Þá fór hann til Norður-Kóreu ásamt nokkrum öðrum fyrrverandi leikmönnum úr NBA-deildinni og léku þeir nokkurs konar sýningar-körfuboltaleik sem sagður var vera afmælisgjöf til Kim Jong Un. Rodman hefur varið ferðir sínar til Norður-Kóreu og sagst vera þar í erindrekstri fyrir körfuboltann. Eins og þekkt er er Norður-Kórea afar einangruð, bæði í efnahagslegu og pólitísku tilliti, auk þess sem stjórnvöld þar í landi hafa brotið á mannréttindum þegna sinna í áraraðir. Rodman virðist þó ekki láta það á sig fá en hann lék meðal annars með Chicago Bulls, San Antonio Spurs og Detroit Pistons í NBA á 10. áratugnum.
Norður-Kórea Tengdar fréttir Prófun á eldflaugavarnarkerfi Bandaríkjanna heppnaðist Höfuðstöðvar Bandaríska varnarmálaráðuneytisins, Pentagon, hafa skotið niður tilraunasprengihleðslu sína yfir Kyrrahafinu. Með þessari tilraun hefur lykiltakmarki í þróun á eldflaugavarnarkerfi Bandaríkjanna verið náð. 30. maí 2017 21:14 Yfirvöld Norður-Kóreu segja tilraunaskotið hafa heppnast vel Ríkisfréttastofa Norður-Kóreu hefur staðfest að tilraunaskot á miðdrægri eldflaug, sem skotið var á loft fyrr í dag, hafi tekist eins og áætlað var. 21. maí 2017 23:55 Norður-Kóreumenn gagnrýna Trump vegna Parísarsamkomulagsins "Þetta er hámark sjálfselskunnar og siðferðislegs tómarúms sem sækist aðeins eftir eigin velferð á kostnað allrar plánetunnar,“ segir utanríkisráðuneyti Norður-Kóreu um að Donald Trump hafi ákveðið að draga Bandaríkin út úr Parísarsamkomulaginu. 7. júní 2017 17:27 Mest lesið Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi Innlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Bílvelta á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Sjá meira
Prófun á eldflaugavarnarkerfi Bandaríkjanna heppnaðist Höfuðstöðvar Bandaríska varnarmálaráðuneytisins, Pentagon, hafa skotið niður tilraunasprengihleðslu sína yfir Kyrrahafinu. Með þessari tilraun hefur lykiltakmarki í þróun á eldflaugavarnarkerfi Bandaríkjanna verið náð. 30. maí 2017 21:14
Yfirvöld Norður-Kóreu segja tilraunaskotið hafa heppnast vel Ríkisfréttastofa Norður-Kóreu hefur staðfest að tilraunaskot á miðdrægri eldflaug, sem skotið var á loft fyrr í dag, hafi tekist eins og áætlað var. 21. maí 2017 23:55
Norður-Kóreumenn gagnrýna Trump vegna Parísarsamkomulagsins "Þetta er hámark sjálfselskunnar og siðferðislegs tómarúms sem sækist aðeins eftir eigin velferð á kostnað allrar plánetunnar,“ segir utanríkisráðuneyti Norður-Kóreu um að Donald Trump hafi ákveðið að draga Bandaríkin út úr Parísarsamkomulaginu. 7. júní 2017 17:27
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent