Dennis Rodman á leiðinni til Norður-Kóreu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 12. júní 2017 23:15 Dennis Rodman. vísir/getty Körfuboltastjarnan Dennis Rodman er á leiðinni til Norður-Kóreu og er búist við því að hann lendi þar á morgun, þriðjudag. Greint er frá þessu á vef CNN en þar segir að fréttamenn miðilsins hafi rekist á Rodman á flugvellinum í Beijing. Rodman vildi hins vegar ekki svara neinum spurningum blaðamanna. CNN spurðist þá fyrir um heimsókn Rodman hjá embættismönnum í Pyongyang og fengust þá þau svör að körfuboltamaðurinn fyrrverandi væri væntanlegur þangað á morgun. Rodman hefur heimsótt Norður-Kóreu að minnsta kosti fjórum sinnum áður en þar af voru þrjár af ferðum hans á árunum 2013 og 2014. Hann er einn af fáum Bandaríkjamönnum sem hitt hafa einræðisherra landsins, Kim Jong Un. Ekki er vitað hvert er tilefni heimsóknar Rodman núna en síðasta heimsóknin hans var í janúar 2014. Þá fór hann til Norður-Kóreu ásamt nokkrum öðrum fyrrverandi leikmönnum úr NBA-deildinni og léku þeir nokkurs konar sýningar-körfuboltaleik sem sagður var vera afmælisgjöf til Kim Jong Un. Rodman hefur varið ferðir sínar til Norður-Kóreu og sagst vera þar í erindrekstri fyrir körfuboltann. Eins og þekkt er er Norður-Kórea afar einangruð, bæði í efnahagslegu og pólitísku tilliti, auk þess sem stjórnvöld þar í landi hafa brotið á mannréttindum þegna sinna í áraraðir. Rodman virðist þó ekki láta það á sig fá en hann lék meðal annars með Chicago Bulls, San Antonio Spurs og Detroit Pistons í NBA á 10. áratugnum. Norður-Kórea Tengdar fréttir Prófun á eldflaugavarnarkerfi Bandaríkjanna heppnaðist Höfuðstöðvar Bandaríska varnarmálaráðuneytisins, Pentagon, hafa skotið niður tilraunasprengihleðslu sína yfir Kyrrahafinu. Með þessari tilraun hefur lykiltakmarki í þróun á eldflaugavarnarkerfi Bandaríkjanna verið náð. 30. maí 2017 21:14 Yfirvöld Norður-Kóreu segja tilraunaskotið hafa heppnast vel Ríkisfréttastofa Norður-Kóreu hefur staðfest að tilraunaskot á miðdrægri eldflaug, sem skotið var á loft fyrr í dag, hafi tekist eins og áætlað var. 21. maí 2017 23:55 Norður-Kóreumenn gagnrýna Trump vegna Parísarsamkomulagsins "Þetta er hámark sjálfselskunnar og siðferðislegs tómarúms sem sækist aðeins eftir eigin velferð á kostnað allrar plánetunnar,“ segir utanríkisráðuneyti Norður-Kóreu um að Donald Trump hafi ákveðið að draga Bandaríkin út úr Parísarsamkomulaginu. 7. júní 2017 17:27 Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Innlent Fleiri fréttir Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sjá meira
Körfuboltastjarnan Dennis Rodman er á leiðinni til Norður-Kóreu og er búist við því að hann lendi þar á morgun, þriðjudag. Greint er frá þessu á vef CNN en þar segir að fréttamenn miðilsins hafi rekist á Rodman á flugvellinum í Beijing. Rodman vildi hins vegar ekki svara neinum spurningum blaðamanna. CNN spurðist þá fyrir um heimsókn Rodman hjá embættismönnum í Pyongyang og fengust þá þau svör að körfuboltamaðurinn fyrrverandi væri væntanlegur þangað á morgun. Rodman hefur heimsótt Norður-Kóreu að minnsta kosti fjórum sinnum áður en þar af voru þrjár af ferðum hans á árunum 2013 og 2014. Hann er einn af fáum Bandaríkjamönnum sem hitt hafa einræðisherra landsins, Kim Jong Un. Ekki er vitað hvert er tilefni heimsóknar Rodman núna en síðasta heimsóknin hans var í janúar 2014. Þá fór hann til Norður-Kóreu ásamt nokkrum öðrum fyrrverandi leikmönnum úr NBA-deildinni og léku þeir nokkurs konar sýningar-körfuboltaleik sem sagður var vera afmælisgjöf til Kim Jong Un. Rodman hefur varið ferðir sínar til Norður-Kóreu og sagst vera þar í erindrekstri fyrir körfuboltann. Eins og þekkt er er Norður-Kórea afar einangruð, bæði í efnahagslegu og pólitísku tilliti, auk þess sem stjórnvöld þar í landi hafa brotið á mannréttindum þegna sinna í áraraðir. Rodman virðist þó ekki láta það á sig fá en hann lék meðal annars með Chicago Bulls, San Antonio Spurs og Detroit Pistons í NBA á 10. áratugnum.
Norður-Kórea Tengdar fréttir Prófun á eldflaugavarnarkerfi Bandaríkjanna heppnaðist Höfuðstöðvar Bandaríska varnarmálaráðuneytisins, Pentagon, hafa skotið niður tilraunasprengihleðslu sína yfir Kyrrahafinu. Með þessari tilraun hefur lykiltakmarki í þróun á eldflaugavarnarkerfi Bandaríkjanna verið náð. 30. maí 2017 21:14 Yfirvöld Norður-Kóreu segja tilraunaskotið hafa heppnast vel Ríkisfréttastofa Norður-Kóreu hefur staðfest að tilraunaskot á miðdrægri eldflaug, sem skotið var á loft fyrr í dag, hafi tekist eins og áætlað var. 21. maí 2017 23:55 Norður-Kóreumenn gagnrýna Trump vegna Parísarsamkomulagsins "Þetta er hámark sjálfselskunnar og siðferðislegs tómarúms sem sækist aðeins eftir eigin velferð á kostnað allrar plánetunnar,“ segir utanríkisráðuneyti Norður-Kóreu um að Donald Trump hafi ákveðið að draga Bandaríkin út úr Parísarsamkomulaginu. 7. júní 2017 17:27 Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Innlent Fleiri fréttir Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sjá meira
Prófun á eldflaugavarnarkerfi Bandaríkjanna heppnaðist Höfuðstöðvar Bandaríska varnarmálaráðuneytisins, Pentagon, hafa skotið niður tilraunasprengihleðslu sína yfir Kyrrahafinu. Með þessari tilraun hefur lykiltakmarki í þróun á eldflaugavarnarkerfi Bandaríkjanna verið náð. 30. maí 2017 21:14
Yfirvöld Norður-Kóreu segja tilraunaskotið hafa heppnast vel Ríkisfréttastofa Norður-Kóreu hefur staðfest að tilraunaskot á miðdrægri eldflaug, sem skotið var á loft fyrr í dag, hafi tekist eins og áætlað var. 21. maí 2017 23:55
Norður-Kóreumenn gagnrýna Trump vegna Parísarsamkomulagsins "Þetta er hámark sjálfselskunnar og siðferðislegs tómarúms sem sækist aðeins eftir eigin velferð á kostnað allrar plánetunnar,“ segir utanríkisráðuneyti Norður-Kóreu um að Donald Trump hafi ákveðið að draga Bandaríkin út úr Parísarsamkomulaginu. 7. júní 2017 17:27