Rose: Þarf að byrja vel og hafa hausinn í lagi Henry Birgir Gunnarsson skrifar 12. júní 2017 22:30 Justin Rose. vísir/getty US Open í golfi hefst í vikunni og bestu kylfingar heims eru allir mættir á Erin Hills þar sem mótið fer fram. Ólympíumeistarinn Justin Rose var fyrsti Bretinn í 43 ár til þess að vinna mótið er hann kom í hús á besta skorinu árið 2013. „Ég hef verið að spila síðustu tvo hringina á stórmótunum mjög vel síðan 2010 en ég þarf að koma mér í betri stöðu fyrir síðustu hringina,“ sagði Rose. „Það má ekki láta neitt fara í taugarnar á sér eins og sumir strákarnir gera er þeir kvarta yfir völlunum. Þetta er sérstakur golfvöllur og bandaríska golfsambandið er óhrætt við að bjóða upp á óhefðbundna velli. Maður verður bara að taka því og spila. Þetta hugarfar hjálpaði mér er ég vann mótið 2013. Hausinn þarf því að vera í lagi og ég verð að byrja vel.“ US Open er eina stórmótið sem Rose hefur unnið en hann var næstum búinn að vinna Masters fyrr á árinu er hann tapaði í umspili gegn Sergio Garcia. Mótið hefst á fimmtudag og verður í beinni útsendingu á Golfstöðinni. Golf Mest lesið Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Fótbolti „Skiptir engu máli hvort við áttum skilið að vinna“ Fótbolti Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Handbolti „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Enski boltinn „Við eigum að skammast okkar“ Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur Körfubolti Aron enn einn lykilmaðurinn sem missir af Grikklandsleiknum Handbolti Bayern og Inter ekki í miklum vandræðum að tryggja sig áfram Fótbolti Tiger Woods sleit hásin Golf Dagskráin: Komast Hákon og félagar í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar? Sport Fleiri fréttir Tiger Woods sleit hásin Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
US Open í golfi hefst í vikunni og bestu kylfingar heims eru allir mættir á Erin Hills þar sem mótið fer fram. Ólympíumeistarinn Justin Rose var fyrsti Bretinn í 43 ár til þess að vinna mótið er hann kom í hús á besta skorinu árið 2013. „Ég hef verið að spila síðustu tvo hringina á stórmótunum mjög vel síðan 2010 en ég þarf að koma mér í betri stöðu fyrir síðustu hringina,“ sagði Rose. „Það má ekki láta neitt fara í taugarnar á sér eins og sumir strákarnir gera er þeir kvarta yfir völlunum. Þetta er sérstakur golfvöllur og bandaríska golfsambandið er óhrætt við að bjóða upp á óhefðbundna velli. Maður verður bara að taka því og spila. Þetta hugarfar hjálpaði mér er ég vann mótið 2013. Hausinn þarf því að vera í lagi og ég verð að byrja vel.“ US Open er eina stórmótið sem Rose hefur unnið en hann var næstum búinn að vinna Masters fyrr á árinu er hann tapaði í umspili gegn Sergio Garcia. Mótið hefst á fimmtudag og verður í beinni útsendingu á Golfstöðinni.
Golf Mest lesið Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Fótbolti „Skiptir engu máli hvort við áttum skilið að vinna“ Fótbolti Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Handbolti „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Enski boltinn „Við eigum að skammast okkar“ Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur Körfubolti Aron enn einn lykilmaðurinn sem missir af Grikklandsleiknum Handbolti Bayern og Inter ekki í miklum vandræðum að tryggja sig áfram Fótbolti Tiger Woods sleit hásin Golf Dagskráin: Komast Hákon og félagar í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar? Sport Fleiri fréttir Tiger Woods sleit hásin Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira