Atli Jamil vann torfæruna tveimur vikum eftir slys Finnur Thorlacius skrifar 12. júní 2017 11:06 Atli Jamil á flugi í torfærunni á Akureyri um helgina. Gunnlaugur Einar Briem Þriðja torfærukeppni sumarsins fór fram á Akureyri um helgina. Ótrúlegt má telja að sigurvegarinn að þessu sinni var Atli Jamil, en hann lenti í slysi sem varð til þess að annarri torfærukeppni sumarsins á Suðurnesjum fyrir tveimur vikum síðan var hætt. Óttast var að Atli Jamil hefði meiðst illa er bíll hans féll hátt og lenti á hlið niður snarbratta brautina sem glímt var við. Atli Jamil var í kjölfarið fluttur með sjúkrabíl en betur fór en á horfðist í fyrstu. Hann sneri aftur til keppni um helgina og gerði sér lítið fyrir og hafði sigur í torfærunni á Akureyri. Magnaður Atli Jamil og gott dæmi um keppnishörku og ósérhlífni íslenskra torfæruökumanna. Torfæran á Akureyri var fyrsti dagskráliður í Bíladögum, sem stendur allt fram á næstu helgi. Sjá má magnaða takta og margar veltur frá Akureyrartorfærunni í myndskeiðinu hér að neðan.Atli Jamil spænir upp eina brautina á Akureyri.Gunnlaugur Einar Briem Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Innlent Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Innlent Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent
Þriðja torfærukeppni sumarsins fór fram á Akureyri um helgina. Ótrúlegt má telja að sigurvegarinn að þessu sinni var Atli Jamil, en hann lenti í slysi sem varð til þess að annarri torfærukeppni sumarsins á Suðurnesjum fyrir tveimur vikum síðan var hætt. Óttast var að Atli Jamil hefði meiðst illa er bíll hans féll hátt og lenti á hlið niður snarbratta brautina sem glímt var við. Atli Jamil var í kjölfarið fluttur með sjúkrabíl en betur fór en á horfðist í fyrstu. Hann sneri aftur til keppni um helgina og gerði sér lítið fyrir og hafði sigur í torfærunni á Akureyri. Magnaður Atli Jamil og gott dæmi um keppnishörku og ósérhlífni íslenskra torfæruökumanna. Torfæran á Akureyri var fyrsti dagskráliður í Bíladögum, sem stendur allt fram á næstu helgi. Sjá má magnaða takta og margar veltur frá Akureyrartorfærunni í myndskeiðinu hér að neðan.Atli Jamil spænir upp eina brautina á Akureyri.Gunnlaugur Einar Briem
Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Innlent Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Innlent Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent