Strákarnir okkar í karlalandsliðinu í knattspyrnu halda áfram að minna á hversu magnað lið þeir eru. Liðið vemir nú efsta sæti I-riðils í undankeppni HM í Rússlandi eftir dramatískan 1-0 sigur á Króötum í Laugardalnum í gær. Eðlilega hefur mikið verið fjallað um leikinn og sumir fá aldrei nóg þegar fótbolti, og þá sérstaklega strákarnir okkar eru annars vegar. Hér að neðan má kynna sér fánýtan fróðleik í tengslum við leikinn sem er til umræðu á kaffistofum landsliðsins í gær. Vallarstjórinn var neyddur í myndatöku af blaðamanni Vísis um klukkan 23 í gærkvöldi.Vísir/KTD1. Vallarstjórinn alltaf á vaktinni Kristinn Jóhannsson, vallarstjóri á Laugardalsvelli, svaf í aðstöðu skylmingafólks undir stúkunni á Laugardalsvelli nóttina fyrir leik. Kristinn, sem lært hefur iðn sína af föður sínum Jóhanni Kristinssyni og meðal annars sankað að sér fróðleik hjá kollegum sínum hjá Arsenal, var að stika völlinn til klukkan þrjú nóttina fyrir leik. Í ljósi þess hve snemma hann þurfti að mæta daginn eftir ákvað hann að verja nóttinni á Laugardalsvelli og hélt svo áfram vinnu sinni morguninn eftir. Hann var enn að tína rusl fyrir utan Laugardalsvöll klukkan 23 þegar blaðamaður yfirgaf völlinn með síðustu skipunum.Hannes Þór brosmildur á leið heim í gærkvöldi.2. Only in Iceland Hannes Þór Halldórsson, markvörður Íslands, hélt hreinu í landsleiknum í gær og átti mjög fínan leik. Hannes upplýsti í viðtali við Vísi eftir leikinn að hann væri með mynd af Rússlandi uppi á vegg heima hjá sér.Markmiðasetning Hannesar í gegnum tíðina hefur vakið athygli og greinilegt að hugur markvarðarins er við Rússland þar sem HM fer fram sumarið 2018. Svo var mikil rómantík í þeirri staðreynd að Hannes rölti heim til sín eftir leikinn í gær. „Only in Iceland you walk home after beating Croatia,“ sagði Hannes í texta með stuttu myndbandi sem hann birti á Instagram. 3. Röddin fjarri góðu gamni Friðrik Dór Jónsson, betur þekktur sem Frikki Dór, var í hlutverki vallarþular í gær í fjarveru Páls Sævars Guðjónssonar sem flestir þekkja undir viðurnefninu Röddin. Páll Sævar nýtur lífsins þessa dagana í Grikklandi og átti því, aldrei þessu vant, ekki heimangengt í landsleikinn. Frikki Dór er vanur því að standa vaktina með hljóðnemann á fótboltaleikjum en það gerir hann á leikjum FH-inga. Bróðir hans Jón Ragnar Jónsson spilar einmitt með liðinu. Frikki stóð vaktina með sóma í gær og hélt í hefðina með lokaorðunum fyrir leik: „Þetta er okkar staður, okkar stund. Áfram Ísland.“ Svo verður að koma í ljós hvort þetta verði „í síðasta skipti“ sem Frikki Dór stendur vaktina á Laugardalsvelli eða hvort Páll Sævar sé komin með bullandi samkeppni.Mark Guðna gegn Ungverjum var ekki það glæsilegasta en taldi eins og öll önnur.4. Hæ hó, það er kominn 11. júní 11. júní er prýðisdagur þegar karlalandsliðið okkar er annars vegar. Á þessum herrans degi hafa strákarnir okkar aldrei tapað. Ísland vann Norður-Írland 1-0 á Laugardalsvelli þennan dag 1977 með marki Inga Björns Albertssonar. Árið 1995 lágu Ungverjar 2-1 þar sem Guðni Bergsson, núverandi formaður KSÍ, skoraði sitt eina landsliðsmark. Sigurður Jónsson, Skagamaður með meiru, skoraði síðara markið.Sumarið 1997 urðu 4118 áhorfendur vitni að steindauðu markalausu jafntefli gegn Litháen. Meiri ástæða var til að kætast í Vilnius sex árum síðar þegar okkar menn unnu flottan 3-0 sigur. Þórður Guðjónsson, Eiður Smári Guðjohnsen og Hermann Hreiðarsson skoruðu mörk okkar manna. Landsleikurinn var sá síðasti sem Guðni Bergsson spilaði en hann sneri aftur eftir sex ára fjarveru úr landsliðinu undir lok undankeppninnar fyrir EM 2004.Ísland er taplaust í sex leikum í júní undanfarin þrjú ár, og þvílíkir leikir. 2-1 sigurinn á Tékkum í undankeppni EM 2016, sigrarnir á Englandi og Austurríki á EM í fyrra og jafnteflin gegn Ungverjum og Portúgal.Já, og svo var það leikurinn yndislegi í gær.Aron Einar Gunnarsson í baráttunni á miðjunni í gærkvöldi.Vísir/Ernir5. Steggjun fyrirliðans, annar hluti Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson átti stórleik á Laugardalsvelli í gær. Hann skiptist á treyjum við Luka Modric eftir leik og sást þá nýtt húðflúr á baki hans.Aron Einar er eins og alþjóð veit flúraður í bak og fyrir, og nú bókstaflega. Hann er meðal annars með Glerárkirkju og Glerá á Akureyri á hægri handlegg og vísanir í ásatrú á brjóstkassanum. Aron Einar mun ganga að eiga unnustu sína Kristbjörgu Jónasdóttur um næstu helgi en hann er einmitt floginn til New York í hóp góðra vina úr landsliðinu. Um seinni steggjun er að ræða en vinir Arons Einars brugðu á leik með honum um daginn. Þar verður vafalítið mikið sprellað en með í för eru meðal annarra Gylfi Þór Sigurðsson, Alfreð Finnbogason, Rúrik Gíslason, Sverrir Ingi Ingason og Jóhann Berg Guðmundsson.Fyrirliði Íslands, geggjaður #AframIsland #islcro #KSI #fotboltinet pic.twitter.com/pese3XcVf2— Doddi Jensson (@dodd1nn) June 11, 2017 6. Tárvotir bræður í stúkunni Hetjan í Laugardalnum í gær, umfram aðra sem stóðu sig líka frábærlega, var markaskorarinn Hörður Björgvin Magnússon. Hinn örvfætti og hávaxni landsliðsmaður kom nokkuð óvænt inn í byrjunarliðið en Heimir Hallgrímsson útskýrði val sitt vel á blaðamannafundi eftir leikinn.Herði líður einstaklega vel í Laugardalnum enda Frammari og á Laugardalsvellinum starfa margir af hans bestu vinum við umhirðu vallarins. Knúsar hann vini sína í bak og fyrir þegar hann mætir til æfinga og fyrir leiki. Hann var síðastur af velli í gærkvöldi og naut augnabliksins eðlilega vel. Fjölskylda hans var að sjálfsögðu í stúkunni í gær og felldu bræður hans tár þegar lokaflautið gall.Líklegt má telja að Hörður Björgvin verði næsta fyrirsæta Head and Shoulders á Íslandi enda skoraði hann mark sitt með skalla þar sem boltinn hafði viðkomu í öxl hans. Hann skoraði sömuleiðis sigurmarkið í síðasta landsleik, 1-0 útisigri á Írum í æfingaleik, með skoti beint úr aukaspyrnu. Hann er því eini landsliðsmaðurinn sem hefur komið boltanum yfir línuna síðustu 180 mínúturnar. Já, svo kemst hann ekki í liðið hjá Bristol City sem hlýtur að vera brandari ársins.Heimir og Hörður Björgvin féllust í faðma eftir leik. Stór stund fyrir þá báða.vísir/Ernir7. Væntingastjórnun Heimis Heimir Hallgrímsson svaraði spurningum blaðamanna eftir leikinn en hélt þó fyrst yfir þeim tölu, ræðu sem hann var búinn að skrifa. Þar lagði hann áherslu á það og lagði fram beiðni, til fjölmiðlamanna, að fara ekki fram úr sér þótt staðan væri góð. Framundan væri jafnerfiður leikur í Finnlandi í haust og úrslitin í riðlinum myndu ekki ráðast fyrr en í lokaleiknum.„Ég vil biðja ykkur um að hjálpa okkur að halda væntingunum niðri, spennustiginu niðri. Að fara ekki fram úr sér og reikna ekki með skyldusigrum,“ sagði Heimir.8. Allir mættir í sætin sín Líklega hafa stuðningsmenn strákanna okkar aldrei mætt jafntímanlega á völlinn. Má eflaust þakka það að einhverju leyti stuðningsmannasvæði sem opnað var fyrir leik á bílastæðinu framan við Laugardalsvöll. Stuðningsmenn höfðu því ástæðu til að mæta tímanlega og þótt einhverjir hafi pirrað sig á áfengisleysinu virðist hafa verið góð stemning á svæðinu. Voru blaðamenn sammála um það að aldrei áður hefði bekkurinn verið jafnþéttskipaður þegar þjóðsöngvarnir voru leiknir og í gær. Heimir Hallgrímsson hrósaði áhorfendum sérstaklega eftir leik.„Það er ekki annað hægt en að lofa þetta fólk. Alltaf þegar maður heldur að stuðningsmennirnir eru búnir að toppa sig verða þeir aðeins betri í næsta leik.“Að neðan má sjá Guðna Th. Jóhannesson, forseta Íslands, og goðsögnina Davor Suker, markamaskínu frá Króatíu og forseta knattspyrnusambands þeirra, fara yfir málin í stúkunni.Davor Šuker: "Siguran sam u plasman u Rusiju.Glave gore!" #ISLCRO @EuroQualifiers https://t.co/eWvq9IEb5b pic.twitter.com/L8hFS4fXY8— HRT Sport (@HRTsport) June 12, 2017 9. Bragðarefurinn GylfiGylfi Þór Sigurðsson fékk sér væntanlega pítsusneið í klefanum eftir leik með Ragnari Sigurðssyni og liðsfélögum sínum áður en hann hélt heim á leið. Á leiðinni stoppaði hann í Ísbúð Vesturbæjar við Grensásveg þar sem hann hitti fyrir blaðamann Nútímans sem mættur var í sömu erindagjörðum. Gylfi sagði ísbúðina ekki reglulegt stopp eftir landsleiki en þar sem hann væri á leið úr landi strax morguninn eftir, jú í steggjun Arons Einars, hefði hann ákveðið að stoppa. Og hvað fær Gylfi sér í bragðarefinn? Jarðaber, mars og snickers. Blanda sem hér eftir verður kölluð „Gylfi“ eða „The Sig“. Einn Gylfa takk!Helstu færin úr leiknum má sjá hér að neðan.10. Varnarmenn á skotskónum Lokamínúturnar eru mínútur Íslands í undankeppninni á Laugardalsvellinum. Liðið hefur skorað fimm af sex mörkum sínum á síðustu fimm mínútum hálfleikja (3) eða í uppbótartíma (2). Ísland hefur nú leikið 14 leiki í röð á Laugardalsvellinum án þess að tapa. Unnið 11 leiki og gert 3 jafntefli. Síðasta tap Íslands kom á móti Slóveníu 7. júní 2013 en Gylfi Þór Sigurðsson tók út leikbann í þeim leik. Tilviljun? Þá er gaman að segja frá því að varnarmenn Íslands hafa tryggt liðinu sex stig í þessari undankeppni með mörkum í blálok leikja. Ragnar Sigurðsson með markinu umdeilda en afar sæta gegn Finnum og svo Hörður Björgvin í gær.Rikki Gje lýsti leiknum á Stöð 2 Sport í gær. Hann missti sig eðlilega þegar Hörður skoraði sigurmarkið. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Lars kveikti í norska landsliðinu með myndbandi af íslenska liðinu Lars Lagerbäck, landsliðsþjálfari Noregs, var óánægður með skort á grimmd hjá leikmönnum norska landsliðsins og fór sérstaka leið til þess að kveikja í þeim fyrir leikinn gegn Tékkum á laugardag. 12. júní 2017 11:30 Eiður Smári hefur áhuga á því að vera yfirmaður knattspyrnumála hjá KSÍ Eiður Smári Guðjohnsen var sérfræðingur hjá RÚV í gær á landsleik Íslands og Króatíu. Þar var rætt um meira en leikinn. 12. júní 2017 10:45 Heimir við Tólfuna: Þið voruð frábær | Myndband Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari hefur átt í frábæru sambandi við Tólfuna síðustu ár og hann klikkaði ekki á því að þakka fyrir sig eftir leikinn gegn Króatíu í gær. 12. júní 2017 09:45 Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Enski boltinn
Strákarnir okkar í karlalandsliðinu í knattspyrnu halda áfram að minna á hversu magnað lið þeir eru. Liðið vemir nú efsta sæti I-riðils í undankeppni HM í Rússlandi eftir dramatískan 1-0 sigur á Króötum í Laugardalnum í gær. Eðlilega hefur mikið verið fjallað um leikinn og sumir fá aldrei nóg þegar fótbolti, og þá sérstaklega strákarnir okkar eru annars vegar. Hér að neðan má kynna sér fánýtan fróðleik í tengslum við leikinn sem er til umræðu á kaffistofum landsliðsins í gær. Vallarstjórinn var neyddur í myndatöku af blaðamanni Vísis um klukkan 23 í gærkvöldi.Vísir/KTD1. Vallarstjórinn alltaf á vaktinni Kristinn Jóhannsson, vallarstjóri á Laugardalsvelli, svaf í aðstöðu skylmingafólks undir stúkunni á Laugardalsvelli nóttina fyrir leik. Kristinn, sem lært hefur iðn sína af föður sínum Jóhanni Kristinssyni og meðal annars sankað að sér fróðleik hjá kollegum sínum hjá Arsenal, var að stika völlinn til klukkan þrjú nóttina fyrir leik. Í ljósi þess hve snemma hann þurfti að mæta daginn eftir ákvað hann að verja nóttinni á Laugardalsvelli og hélt svo áfram vinnu sinni morguninn eftir. Hann var enn að tína rusl fyrir utan Laugardalsvöll klukkan 23 þegar blaðamaður yfirgaf völlinn með síðustu skipunum.Hannes Þór brosmildur á leið heim í gærkvöldi.2. Only in Iceland Hannes Þór Halldórsson, markvörður Íslands, hélt hreinu í landsleiknum í gær og átti mjög fínan leik. Hannes upplýsti í viðtali við Vísi eftir leikinn að hann væri með mynd af Rússlandi uppi á vegg heima hjá sér.Markmiðasetning Hannesar í gegnum tíðina hefur vakið athygli og greinilegt að hugur markvarðarins er við Rússland þar sem HM fer fram sumarið 2018. Svo var mikil rómantík í þeirri staðreynd að Hannes rölti heim til sín eftir leikinn í gær. „Only in Iceland you walk home after beating Croatia,“ sagði Hannes í texta með stuttu myndbandi sem hann birti á Instagram. 3. Röddin fjarri góðu gamni Friðrik Dór Jónsson, betur þekktur sem Frikki Dór, var í hlutverki vallarþular í gær í fjarveru Páls Sævars Guðjónssonar sem flestir þekkja undir viðurnefninu Röddin. Páll Sævar nýtur lífsins þessa dagana í Grikklandi og átti því, aldrei þessu vant, ekki heimangengt í landsleikinn. Frikki Dór er vanur því að standa vaktina með hljóðnemann á fótboltaleikjum en það gerir hann á leikjum FH-inga. Bróðir hans Jón Ragnar Jónsson spilar einmitt með liðinu. Frikki stóð vaktina með sóma í gær og hélt í hefðina með lokaorðunum fyrir leik: „Þetta er okkar staður, okkar stund. Áfram Ísland.“ Svo verður að koma í ljós hvort þetta verði „í síðasta skipti“ sem Frikki Dór stendur vaktina á Laugardalsvelli eða hvort Páll Sævar sé komin með bullandi samkeppni.Mark Guðna gegn Ungverjum var ekki það glæsilegasta en taldi eins og öll önnur.4. Hæ hó, það er kominn 11. júní 11. júní er prýðisdagur þegar karlalandsliðið okkar er annars vegar. Á þessum herrans degi hafa strákarnir okkar aldrei tapað. Ísland vann Norður-Írland 1-0 á Laugardalsvelli þennan dag 1977 með marki Inga Björns Albertssonar. Árið 1995 lágu Ungverjar 2-1 þar sem Guðni Bergsson, núverandi formaður KSÍ, skoraði sitt eina landsliðsmark. Sigurður Jónsson, Skagamaður með meiru, skoraði síðara markið.Sumarið 1997 urðu 4118 áhorfendur vitni að steindauðu markalausu jafntefli gegn Litháen. Meiri ástæða var til að kætast í Vilnius sex árum síðar þegar okkar menn unnu flottan 3-0 sigur. Þórður Guðjónsson, Eiður Smári Guðjohnsen og Hermann Hreiðarsson skoruðu mörk okkar manna. Landsleikurinn var sá síðasti sem Guðni Bergsson spilaði en hann sneri aftur eftir sex ára fjarveru úr landsliðinu undir lok undankeppninnar fyrir EM 2004.Ísland er taplaust í sex leikum í júní undanfarin þrjú ár, og þvílíkir leikir. 2-1 sigurinn á Tékkum í undankeppni EM 2016, sigrarnir á Englandi og Austurríki á EM í fyrra og jafnteflin gegn Ungverjum og Portúgal.Já, og svo var það leikurinn yndislegi í gær.Aron Einar Gunnarsson í baráttunni á miðjunni í gærkvöldi.Vísir/Ernir5. Steggjun fyrirliðans, annar hluti Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson átti stórleik á Laugardalsvelli í gær. Hann skiptist á treyjum við Luka Modric eftir leik og sást þá nýtt húðflúr á baki hans.Aron Einar er eins og alþjóð veit flúraður í bak og fyrir, og nú bókstaflega. Hann er meðal annars með Glerárkirkju og Glerá á Akureyri á hægri handlegg og vísanir í ásatrú á brjóstkassanum. Aron Einar mun ganga að eiga unnustu sína Kristbjörgu Jónasdóttur um næstu helgi en hann er einmitt floginn til New York í hóp góðra vina úr landsliðinu. Um seinni steggjun er að ræða en vinir Arons Einars brugðu á leik með honum um daginn. Þar verður vafalítið mikið sprellað en með í för eru meðal annarra Gylfi Þór Sigurðsson, Alfreð Finnbogason, Rúrik Gíslason, Sverrir Ingi Ingason og Jóhann Berg Guðmundsson.Fyrirliði Íslands, geggjaður #AframIsland #islcro #KSI #fotboltinet pic.twitter.com/pese3XcVf2— Doddi Jensson (@dodd1nn) June 11, 2017 6. Tárvotir bræður í stúkunni Hetjan í Laugardalnum í gær, umfram aðra sem stóðu sig líka frábærlega, var markaskorarinn Hörður Björgvin Magnússon. Hinn örvfætti og hávaxni landsliðsmaður kom nokkuð óvænt inn í byrjunarliðið en Heimir Hallgrímsson útskýrði val sitt vel á blaðamannafundi eftir leikinn.Herði líður einstaklega vel í Laugardalnum enda Frammari og á Laugardalsvellinum starfa margir af hans bestu vinum við umhirðu vallarins. Knúsar hann vini sína í bak og fyrir þegar hann mætir til æfinga og fyrir leiki. Hann var síðastur af velli í gærkvöldi og naut augnabliksins eðlilega vel. Fjölskylda hans var að sjálfsögðu í stúkunni í gær og felldu bræður hans tár þegar lokaflautið gall.Líklegt má telja að Hörður Björgvin verði næsta fyrirsæta Head and Shoulders á Íslandi enda skoraði hann mark sitt með skalla þar sem boltinn hafði viðkomu í öxl hans. Hann skoraði sömuleiðis sigurmarkið í síðasta landsleik, 1-0 útisigri á Írum í æfingaleik, með skoti beint úr aukaspyrnu. Hann er því eini landsliðsmaðurinn sem hefur komið boltanum yfir línuna síðustu 180 mínúturnar. Já, svo kemst hann ekki í liðið hjá Bristol City sem hlýtur að vera brandari ársins.Heimir og Hörður Björgvin féllust í faðma eftir leik. Stór stund fyrir þá báða.vísir/Ernir7. Væntingastjórnun Heimis Heimir Hallgrímsson svaraði spurningum blaðamanna eftir leikinn en hélt þó fyrst yfir þeim tölu, ræðu sem hann var búinn að skrifa. Þar lagði hann áherslu á það og lagði fram beiðni, til fjölmiðlamanna, að fara ekki fram úr sér þótt staðan væri góð. Framundan væri jafnerfiður leikur í Finnlandi í haust og úrslitin í riðlinum myndu ekki ráðast fyrr en í lokaleiknum.„Ég vil biðja ykkur um að hjálpa okkur að halda væntingunum niðri, spennustiginu niðri. Að fara ekki fram úr sér og reikna ekki með skyldusigrum,“ sagði Heimir.8. Allir mættir í sætin sín Líklega hafa stuðningsmenn strákanna okkar aldrei mætt jafntímanlega á völlinn. Má eflaust þakka það að einhverju leyti stuðningsmannasvæði sem opnað var fyrir leik á bílastæðinu framan við Laugardalsvöll. Stuðningsmenn höfðu því ástæðu til að mæta tímanlega og þótt einhverjir hafi pirrað sig á áfengisleysinu virðist hafa verið góð stemning á svæðinu. Voru blaðamenn sammála um það að aldrei áður hefði bekkurinn verið jafnþéttskipaður þegar þjóðsöngvarnir voru leiknir og í gær. Heimir Hallgrímsson hrósaði áhorfendum sérstaklega eftir leik.„Það er ekki annað hægt en að lofa þetta fólk. Alltaf þegar maður heldur að stuðningsmennirnir eru búnir að toppa sig verða þeir aðeins betri í næsta leik.“Að neðan má sjá Guðna Th. Jóhannesson, forseta Íslands, og goðsögnina Davor Suker, markamaskínu frá Króatíu og forseta knattspyrnusambands þeirra, fara yfir málin í stúkunni.Davor Šuker: "Siguran sam u plasman u Rusiju.Glave gore!" #ISLCRO @EuroQualifiers https://t.co/eWvq9IEb5b pic.twitter.com/L8hFS4fXY8— HRT Sport (@HRTsport) June 12, 2017 9. Bragðarefurinn GylfiGylfi Þór Sigurðsson fékk sér væntanlega pítsusneið í klefanum eftir leik með Ragnari Sigurðssyni og liðsfélögum sínum áður en hann hélt heim á leið. Á leiðinni stoppaði hann í Ísbúð Vesturbæjar við Grensásveg þar sem hann hitti fyrir blaðamann Nútímans sem mættur var í sömu erindagjörðum. Gylfi sagði ísbúðina ekki reglulegt stopp eftir landsleiki en þar sem hann væri á leið úr landi strax morguninn eftir, jú í steggjun Arons Einars, hefði hann ákveðið að stoppa. Og hvað fær Gylfi sér í bragðarefinn? Jarðaber, mars og snickers. Blanda sem hér eftir verður kölluð „Gylfi“ eða „The Sig“. Einn Gylfa takk!Helstu færin úr leiknum má sjá hér að neðan.10. Varnarmenn á skotskónum Lokamínúturnar eru mínútur Íslands í undankeppninni á Laugardalsvellinum. Liðið hefur skorað fimm af sex mörkum sínum á síðustu fimm mínútum hálfleikja (3) eða í uppbótartíma (2). Ísland hefur nú leikið 14 leiki í röð á Laugardalsvellinum án þess að tapa. Unnið 11 leiki og gert 3 jafntefli. Síðasta tap Íslands kom á móti Slóveníu 7. júní 2013 en Gylfi Þór Sigurðsson tók út leikbann í þeim leik. Tilviljun? Þá er gaman að segja frá því að varnarmenn Íslands hafa tryggt liðinu sex stig í þessari undankeppni með mörkum í blálok leikja. Ragnar Sigurðsson með markinu umdeilda en afar sæta gegn Finnum og svo Hörður Björgvin í gær.Rikki Gje lýsti leiknum á Stöð 2 Sport í gær. Hann missti sig eðlilega þegar Hörður skoraði sigurmarkið.
Lars kveikti í norska landsliðinu með myndbandi af íslenska liðinu Lars Lagerbäck, landsliðsþjálfari Noregs, var óánægður með skort á grimmd hjá leikmönnum norska landsliðsins og fór sérstaka leið til þess að kveikja í þeim fyrir leikinn gegn Tékkum á laugardag. 12. júní 2017 11:30
Eiður Smári hefur áhuga á því að vera yfirmaður knattspyrnumála hjá KSÍ Eiður Smári Guðjohnsen var sérfræðingur hjá RÚV í gær á landsleik Íslands og Króatíu. Þar var rætt um meira en leikinn. 12. júní 2017 10:45
Heimir við Tólfuna: Þið voruð frábær | Myndband Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari hefur átt í frábæru sambandi við Tólfuna síðustu ár og hann klikkaði ekki á því að þakka fyrir sig eftir leikinn gegn Króatíu í gær. 12. júní 2017 09:45