Minntust franskra sjóara sem sóttu sjóinn á Íslandi 12. júní 2017 10:30 Forsetarnir Guðni og Vigdís afhjúpuðu skjöldinn ásamt sendiherra Frakka. MYND/PÁLMI JÓHANNESSON Rúmlega þrjátíu manns komu saman árla gærmorguns til að vera viðstaddir afhjúpun minningarskjaldar um gamla franska spítalann í Reykjavík. Spítalinn, sem á sér ríka sögu, hýsir nú Tónmenntaskóla Reykjavíkur. „Þetta var frábær athöfn og veðrið gerði mikið fyrir hana,“ segir Pálmi Jóhannesson, upplýsingafulltrúi hjá sendiráði Frakka hér á landi. „Ég taldi held ég 32 sem er nokkuð gott miðað við að þetta hófst klukkan níu um morguninn. Við áttum allt eins von á því að það kæmu ekki nema tíu eða fimmtán.“ Franskir sjómenn sóttu sjóinn við Ísland öldum saman en mest var um þá frá miðri 19. öld til upphafs fyrra stríðs. Áætlað er að þegar mest lét hafi komið hingað um 200 frönsk skip á ári og með þeim 4.000 skipverjar. Skipakostur þá var fjarri því að vera áþekkur því sem þekkist í dag og sjóskaði því mikill. Líkt og aðrir áttu sjómennirnir það til að sýkjast eða slasast. Það var af þeim sökum sem frönsk stjórnvöld létu smíða þrjá spítala fyrir þegna sína hér á landi. Sá fyrsti var reistur árið 1902 og stendur við horn Lindargötu og Frakkastígs. Frakkastígur dregur einmitt nafn sitt af sjúklingunum sem dvöldu á spítalanum. Hina spítalana var að finna í Vestmannaeyjum og á Fáskrúðsfirði. „Það eru til fjölmargar sögur frá þessum tíma af Íslendingum sem björguðu Frökkum úr sjávarháska. Frönsk stjórnvöld sýndu þakklæti sitt í verki með því að leyfa Íslendingum, sem lögðust inn á spítalann, að greiða aðeins hálft gjald fyrir vist sína þar,“ segir Pálmi. Minningarskjöldurinn hefur að geyma minningarorð um þá sem fórust auk stutts ágrips af sjósóknarsögu Frakka hér við strendur. Það voru Guðni Th. Jóhannesson, sagnfræðingur og forseti Íslands, frú Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, og Philippe O‘Quin, sendiherra Frakklands, sem afhjúpuðu skjöldinn. Á fundinum fluttu ávarp, auk áðurnefndra Guðna og Philippe, þau Albert Eiríksson, frumkvöðull um sögu Frakka á Fáskrúðsfirði, og Líf Magneudóttir, forseti borgarstjórnar. Reykjavíkurborg, franska sendiráðið og JCDexauc kostuðu gerð skjaldarins. Forseti Íslands Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Rúmlega þrjátíu manns komu saman árla gærmorguns til að vera viðstaddir afhjúpun minningarskjaldar um gamla franska spítalann í Reykjavík. Spítalinn, sem á sér ríka sögu, hýsir nú Tónmenntaskóla Reykjavíkur. „Þetta var frábær athöfn og veðrið gerði mikið fyrir hana,“ segir Pálmi Jóhannesson, upplýsingafulltrúi hjá sendiráði Frakka hér á landi. „Ég taldi held ég 32 sem er nokkuð gott miðað við að þetta hófst klukkan níu um morguninn. Við áttum allt eins von á því að það kæmu ekki nema tíu eða fimmtán.“ Franskir sjómenn sóttu sjóinn við Ísland öldum saman en mest var um þá frá miðri 19. öld til upphafs fyrra stríðs. Áætlað er að þegar mest lét hafi komið hingað um 200 frönsk skip á ári og með þeim 4.000 skipverjar. Skipakostur þá var fjarri því að vera áþekkur því sem þekkist í dag og sjóskaði því mikill. Líkt og aðrir áttu sjómennirnir það til að sýkjast eða slasast. Það var af þeim sökum sem frönsk stjórnvöld létu smíða þrjá spítala fyrir þegna sína hér á landi. Sá fyrsti var reistur árið 1902 og stendur við horn Lindargötu og Frakkastígs. Frakkastígur dregur einmitt nafn sitt af sjúklingunum sem dvöldu á spítalanum. Hina spítalana var að finna í Vestmannaeyjum og á Fáskrúðsfirði. „Það eru til fjölmargar sögur frá þessum tíma af Íslendingum sem björguðu Frökkum úr sjávarháska. Frönsk stjórnvöld sýndu þakklæti sitt í verki með því að leyfa Íslendingum, sem lögðust inn á spítalann, að greiða aðeins hálft gjald fyrir vist sína þar,“ segir Pálmi. Minningarskjöldurinn hefur að geyma minningarorð um þá sem fórust auk stutts ágrips af sjósóknarsögu Frakka hér við strendur. Það voru Guðni Th. Jóhannesson, sagnfræðingur og forseti Íslands, frú Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, og Philippe O‘Quin, sendiherra Frakklands, sem afhjúpuðu skjöldinn. Á fundinum fluttu ávarp, auk áðurnefndra Guðna og Philippe, þau Albert Eiríksson, frumkvöðull um sögu Frakka á Fáskrúðsfirði, og Líf Magneudóttir, forseti borgarstjórnar. Reykjavíkurborg, franska sendiráðið og JCDexauc kostuðu gerð skjaldarins.
Forseti Íslands Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira